Bændablaðið - 27.08.2015, Qupperneq 33

Bændablaðið - 27.08.2015, Qupperneq 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Verkefninu Matjurtarækt á Austurlandi er ætlað að stuðla að því að sem flestar matjurtir, sem matsölustaði á Austurlandi, eink- um veitingastaði og mötuneyti, vanhagar um, verði ræktaðar í heimahéraði. Auk þess að stuðla að aukinni heimaræktun matjurta almennt á svæðinu. Markmiðinu verði náð með sam- stilltu átaki umsækjanda og hlut- aðeigandi samstarfsaðila (gjarna í kasasamstarfi) um matjurtaræktina, auk þess, sem stefnt er að stofnun samsölu- eða samvinnufyrirtækis (sala, pökkun og dreifing). Samstarfsaðilar umsækjenda: Gróðrarstöðin Barri ehf. í Fellabæ, Búnaðarsamband Austurlands, Sólskógar á Kaldá á Völlum og Hitaveita Egilsstaða og Fella, auk þess sem fleiri aðilar á Austurlandi gætu bæst við síðar og gjarna fjár- festar einnig. Verkefnið byggist að veru- legu leyti á nýtingu náttúrugæða í landsfjórðungnum með ræktun, fullvinnslu og markaðssetningu afurða úr héraði í samkeppni við hliðstæð aðflutt aðföng. Verkefnið hlaut þakkarverðan styrk úr Uppbyggingarsjóði Austurbrúar. Mikilvægt er að undirbyggja vel slíkt frumkvöðlaverkefni, meðal annars í ljósi vaxandi fjölda erlendra ferðamanna. Í því sambandi má nefna að sjóleiðin (Norræna) er opin, auk þess sem beint flug í Egilsstaði erlendis frá, gæti einnig styrkt samkeppnisaðstöðu á þessu sviði hér eystra. Verkefni þetta útheimtir góðan undirbúning, þar sem eftirtalin atriði eru meðal þeirra, sem einna mestu máli skipta: 1. Gera þarf a.m.k. grófa áætlun yfir matjurtaþörf matsölustaða í fjórðungnum, til að átta sig á tegundum og magni matjurta, sem þá vanhagar helst um. Segja má að þessi forvinna liggi að miklu leyti fyrir nú þegar, sem staðfestir mikla vöntun á frumkvæði í héraði á þessu sviði, þrátt fyrir veru- legan flutningskostnað af höf- uðborgarsvæðinu, þaðan, sem helftin af vörum þessum er fengin. Einnig má búast við að meiri ferskleiki jurta, beint úr héraði, styrki samkeppnisstöðu heimaræktunar. 2. Ráða þarf reynsluríkan kunnáttumann um þessa rækt- un, til að leiðbeina væntanleg- um framleiðendum um sem flestar hliðar ræktunarinnar og, eftir atvikum, meðferð og markaðssetningu framleiðsl- unnar. 3. Öflug kynning þarf að fara fram á verkefninu í fjórðungn- um, bæði meðal væntanlegra kaupenda og framleiðenda, til að kanna áhuga fólks á þátttöku í því og til að gera sér sem best grein fyrir þeim áherslum, sem mestu máli skipta fyrir farsæl- um framgangi verkefnisins. 4. Nauðsynlegt er að efla áhuga væntanlegra ræktenda með heimsóknum, fundum og nám- skeiðahaldi, m. a. í lífrænni ræktun. Í leiðinni mætti vekja áhuga manna á stofnun sérstaks samsölu- eða samvinnufélags, sem væri miðstöð fyrir sölu, vinnslu, pökkun og dreifingu á framleiðslunni til viðskipta- vina, sem og félagi framleið- enda matjurta. Einnig mætti skoða landshlutabundið sam- starf við hliðstæð félagasamtök. 5. Miðað við að undirbúnings- verkefni þetta stefni í jákvæða átt, þarf tímanlega að huga að allnákvæmri verk áætlun fram- leiðslu- og söluárið 2016–17, þannig að ræktunin sé í takt við vel áætlaða markaðsþörf, enda hafi fyrrnefnt samsölufyrirtæki þá vonandi séð dagsins ljós. Í viðræðu við væntanlega kaupendur heimaræktaðra matjurta er óhætt að segja að verkefninu var undantekn- ingarlaust afar vel tekið. Sömu sögu er að segja af forstöðufólki á þess- um vettvangi í Landbúnaðarháskóla Íslands og umbeðin fagleg liðveisla auðsótt. Í samræmi við forgangs- atriði hér að framan er ákveðið að efna til tveggja kynningarfunda um verkefnið, þriðjudaginn 15. septem- ber, nánar þannig: Hótel Tærgesen á Reyðarfirði, kl. 16 og á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum kl. 20. Eftirfarandi dagskrá fundanna er áætluð á þessa leið: 1. Inngangsorð verkefnisstjóra Matjurtaverkefnisins. 2. Kynning á verkefninu út frá eigin hugmyndum og fagþekk- ingu og kortlagning á fyrirhug- uðum námskeiðum í matjurta- rækt á Austurlandi. Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs-og endurmenntunardeild- ar LBHÍ, Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. 3. Viðhorf fulltrúa úr hópi veitingastaða á Austurlandi og væntingar þeirra til verkefnis- ins. 4. Umræður Nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur. Fundurinn er opinn öllu áhuga- fólki á Austurlandi, sem er hvatt til að taka daginn frá. Framfarafélag Fljótsdalshéraðs og samstarfsaðilar „Matjurtarækt á Austurlandi“− verkefni um eflingu ræktunar í heimahéraði Eigum hina vinsælu vagna frá þessum þekkta framleiðanda til afgreiðslu Strax BÚFJÁRFLUTNINGAVAGNAR frá Ifor Williams Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.