Bændablaðið - 27.08.2015, Side 34

Bændablaðið - 27.08.2015, Side 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Umræður síðustu vikna í samfé- laginu hafa á margan hátt verið bændum afar óhliðhollar og ósanngjarnar. Lítils háttar verð- hækkun til bænda á mjólk hefur fengið umfjöllun eins og um stór- frétt væri að ræða. Verkalýðsfélögin hafa sagt sig frá starfi verðlagsnefndar búvöru eftir að hafa haldið nefndinni í gíslingu í lengri tíma með því að tilnefna ekki fulltrúa eins og til stóð. Fráleit umfjöllun um ríkisstyrki til landbúnaðar, þar sem verslunin slær sér á brjóst og menn ganga jafnvel svo langt að halda því fram að Bændasamtökin, stéttarfélag bænd- anna, þrífist á ríkisstyrkjum. Hinn eini rétti sannleikur málsins er sá að bændur hafa aldrei fengið krónu í ríkisstyrk. Stuðningurinn sem fer frá ríki gegnum bein- greiðslurnar til bænda er og hefur alltaf verið stuðningur til neytenda í formi verðlækkunar á nauðsynja- vöru sem öll heimili þurfa á að halda og með því móti verið unnið að betri hag þeirra sem mest þurfa á að halda. Þetta veit launþegahreyfingin mæta vel, þótt hún hafi nú flúið af hólmi og vilji ekki vera aðili að opinberri verðlagningu á mjólk lengur. Upphaf alls þessa má rekja til þess er ákvörðun var tekin um að greiða niður verð á mjólkurvörum til neytenda í því skyni að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Það var ekkert lögmál þá að þessi stuðningur ríkis- ins til neytenda færi í gegnum mjólk- urvörur, því á þeim tíma var rætt um fleiri leiðir eins og t.d. niðurgreiðslu á olíuverði. Samtökum bænda og mjólkuriðnaðinum var einfaldlega talið best treystandi til að koma þess- um peningum, styrkjum frá ríkinu, óskertum til neytenda. Þannig var það því um langt skeið að neytendur nutu lægra verðs á mjólkurvörum vegna niður- greiðslna frá ríkinu. Framkvæmdin var þannig að bændur fengu greitt fullt skráð verð á mjólk á hverjum tíma, en mjólkursamlögin fengu síðan greitt ákveðna krónutölu með hverri seldri einingu af mjólk- urvörum. Útsöluverðið var þá einnig ákvarðað í opinberri verðlagningu. Á þessum tíma var ekki talað um ríkisstuðning til bænda, enda var hann ekki til, einungis stuðningur til neytenda sem bændum og fyr- irtækjum þeirra var treyst fyrir að koma til neytenda. Tilvist beingreiðslna til bænda snýr umræðunni bændum í óhag Þegar núverandi greiðslumarkskerfi (kvótakerfið) var tekið upp var með einu pennastriki ákveðið að þeim fjármunum sem ríkið hafði varið til niðurgreiðslna á mjólkurvörum til neytenda skyldi breytt í bein- greiðslur til bænda sem tengdar væru útgefnu greiðslumarki eða kvóta hvers framleiðanda. Með þessu móti fékkst mun einfaldara kerfi til að viðhalda þessum niður- greiðslum til neytenda á mjólk. Engu öðru var í raun breytt, mjólkin áfram undir opinberri verðlagningu bæði hvað varðar verð til bænda og verð á öllum helstu grunnvörutegundun- um. Á þessum tíma sátu saman í verðlagsnefnd búvöru, sem þá hét reyndar 6 mannanefnd, fulltrúar bænda, vinnslunnar og fulltrúar frá verkalýðsfélögunum. Þá ríkti skiln- ingur á þessu kerfi og tilgangi þess, en nú þegar árin hafa liðið hefur umræða um þessi mál farið mjög á skjön við raunveruleikann og bænd- ur og samtök þeirra þurfa sífellt að verja tilvist sína og allt of oft heyrir maður sleggjudóma eins og að hætta eigi öllum ríkisstyrkjum til bænda og menn hrópa um leið á óheftan innflutning í leit að lægra vöruverði. Íslenskur landbúnaður er grunnstoð – ein af mikilvægustu atvinnugreinum landsins Nú verðum við að taka höndum saman og snúa þessari vitleysu við áður en það verður um seinan. Stuðlum að upplýstri umræðu um landbúnað, tökum höndum saman um að allir fái skilning á þessari ein- földu setningu: „bændur hafa aldrei fengið krónu frá ríkinu.“ Á sama tíma þurfum við að setja fram skipulega hver gildi landbún- aðarins eru fyrir samfélagið. Hvers vegna við sem þjóð þurfum að fram- leiða matvæli. Hvers vegna okkar matvæli eru betri en gengur og ger- ist. Fá fram réttlátan samanburð á sambærilegum matvælum hér og í nágrannalöndunum þar sem tekið er mið af lífskjörum og verðlagi almennt. Fá fram mynd af virðis- keðjunni allri þar sem fram kemur hver hlutur bænda er í verðlagn- ingunni og hver hlutur milliliða og verslunar er. Ef við vinnum þetta skipulega þá er ég þess fullviss að samfélagið mun í ríkara mæli taka upp málstað bænda á ný og hætta að hlaupa eftir æsifréttum hvort heldur þær koma frá óvinveittum stjórn- málaflokkum, aðilum innan verslun- argeirans eða jafnvel úr umræðum meðal bændanna sjálfra. Bændur þurfa að tala einni röddu Í lokin er ástæða til að brýna fyrir bændum að taka höndum saman í hagsmunabaráttu stéttarinnar og láta ekki innri ágreining um einstök mál verða að stóru málunum í umfjöll- un, hvort heldur er á saklausum samskiptasíðum eða í fjölmiðl- um. Bændur og félög þeirra þurfa að senda samfélaginu skýr og rétt skilaboð um mikilvægi þess að við byggjum landið með heilbrigðum landbúnaði. Hugleiðingar í ágúst 2015 Hólmgeir Karlsson framkvæmdastjóri Bústólpa ehf. á Akureyri Lesendabás Bændur hafa aldrei fengið krónu í styrk frá ríkinu Vandasamasti tíminn í ári kýr- innar er síðasti mánuðurinn fyrir og fyrsti mánuðurinn eftir burð. Ef vel tekst til þennan tíma er eftirleikurinn oftast nær auð- veldur og í mörgum tilfellum hægt að stilla á „sjálfstýringu“. Þetta tímabil á einstaklingurinn að hafa forgang og mikilvægt að fylgjast af mikilli nákvæmni með hverjum grip. Fóðrun í geldstöðu byggist á síðslegnu, kalísnauðu heyi, steinefnum, vítamínum og síðustu 3 vikurnar fyrir burð er gefið sérstakt kjarnfóður til að undirbúa vömbina fyrir sterkara fóður. Geldkýr eiga að vera sér og undir engum kringumstæðum eiga geldkýr að fá sama fóður og mjólkandi kýr. Eftir burð leggur mjólkurlaginn gripur allt í sölurnar til að fram- leiða mikla mjólk. Átgetan er tak- mörkuð, svo þörfum er ekki mætt. Á þessu tímabili býr kýrin að því hvernig til tókst í geldstöðunni, ekki aðeins með tilliti til fóðrun- ar en einnig hvað varðar aðbún- að. Það hefur sýnt sig að góður aðbúnaður hefur ekki síður mikið að segja í undirbúningnum fyrir mjaltaskeiðið. Gæði heyja Eins og flest ár er heyfengur bænda í ár líklega býsna misleitur, bæði eftir landshlutum og innan svæða. Í ár var tíðarfar sérstak- lega óhagstætt til heyverkunar á Norðaustur- og Austurlandi. Víða annars staðar náðust líklega nokkuð góð hey af fyrra slætti þótt magnið sé í lægri kantinum. Enn er víða eftir að ná seinna slætti og tvísýnt um gæði hans. Hámarksát og góð nýting á heyfengnum fæst með því að blanda hráefnum saman og fá einsleita blöndu. Fyrstu heilfóð- urkerfin komu til landsins 2004 og síðan þá hefur þessi tækni ekki bara stuðlað að aukinni fjölbreytni í jarðrækt, betri landnýtingu og þar með aukinni sjálfbærni heldur einnig betra heilsufari, góðri nyt og góðri efnasamsetningu mjólkur. Fóðurblöndun Með fóðurblöndun höfum við góða stjórn á efnasamsetningu fóðursins. Þar sem aðstæður leyfa hópskiptingu hjarðarinnar er hægt að koma til móts við þarfir hvers hóps án þess að sóa verðmætum hráefnum. Aftur á móti þar sem mjólkurkýrnar eru í einum hópi er búin til blanda í góðu jafnvægi við þarfir kúa í 20–25 kg dagsnyt og restina fá þær svo úr „hlutlausu“ kjarnfóðri. Það er mikill breytileiki í nyt milli búa. Þannig eru afurðahæstu búin með um 40% hærri nyt en meðalnyt skýrslufærðra búa. Er þetta viðunandi? Hvar vilt þú vera? Mikil tækifæri felast í því að auka nyt svo fremi sem það er gert á hagkvæman hátt. Hlutur heima- aflaðs fóðurs ræður hér miklu. Í dag ræður efnainnihald mjólkur alfarið verði til bænda. Það er því mikilvægt að efnasam- setning fóðursins stuðli að hárri nyt og efnaríkri mjólk. Þetta á ekki aðeins við um orku, prótein, steinefni og vítamín heldur eru á markaðnum ótal fóðurefni eða „fæðubótarefni“ sem geta hjálpað til að tryggja þetta. Hér erum við að tala um fitusýrur, nauðsyn- legar amínósýrur, ger, bindiefni fyrir myglueitur, svo fátt eitt sé nefnt. Mörg dæmi eru um það að umtalsverður ávinningur fáist við markvissa notkun þessara efna. Fóðurblöndun gerir bændum kleift að nýta sér þessi úrræði á mjög raunhæfan og auðveldan hátt. Grétar Hrafn Harðarson ráðgjafi Jötunn Véla ehf. Hólmgeir Karlsson. Fóðrun mjólkurkúa á komandi vetri − einstaklingurinn í fyrirrúmi Á beit. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.