Bændablaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 27.08.2015, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Inniloftsmengun getur orðið hættuleg í fjósum og haughús- um eins og bændur hafa feng- ið að reyna í aldir. Er það fyrst og fremst hin eitraða lofttegund brennisteinsvetni sem veldur mestri hættu. Sem betur fer er sterk (skíta-) lykt af brennisteinsvetninu svo menn fá viðvörun. En ef styrkur er mikill, yfir 100 ppm (milljónustu), lamast lyktarskynið og hættan stóreykst. Við niðurbrot í húsdýraskít myndast nokkrar fleiri eitraðar lofttegundir, áberandi úr kúamykju en líka getur orðið talsvert af þeim í fjárhúsum. Auk brennisteinsvetnis myndast ammoníak og jafnvel köfnunarefn- issýrlingar. Einnig myndast óeitraðar gastegundir, s.s. metan. Það er líka varasamt þó að það eitt og sér sé ekki eitrað, það þynnir loftið og lækkar súrefnisinnihaldið, eins og reyndar fleiri gastegundir úr húsdýraskítn- um, og getur valdið súrefnisskorti og jafnvel sprengihættu. Koltvísýringur myndast líka og ryður burt súrefninu, sé hann í miklu magni veldur hann örari öndun og súrefnisskorti. Mengun í útihúsum getur farið yfir viðmiðunarmörk Í reglugerðum 1066/2014 og 438/2002 eru mörk á styrk brenni- steinsvetnis (0,5 ppm) og amm- oníaks (20 ppm) fyrir kindur og kýr í fjárhúsa- og fjósalofti. Svo virðist sem stofnanir hérlendis hafi ekki gert kerfisbundnar mælingar á mengunninni, helst hafa áhugamenn verið að mæla. Til eru mælingar sem Vinnueftirlitið hefur gert af sérstök- um tilefnum í fjósalofti. Af þeim má draga þá ályktun að mengunin fari stundum yfir mörkin. Gastegundirnar skaða heilsu bæði dýra og manna og gera fólk og fé veikari fyrir öðrum heilsubrestum og er því ástæða til að fylgjast vel með menguninni. Ammoníak (stingandi lykt) veldur ertingu og í framhaldi ætingu, bólgum og veiklun öndunar- færa, brennisteinsvetni (skítalykt) gerir það einnig og veldur höfuð- verk og svimakennd, og það sem er alvarlegra, veldur líka bráðalömun öndunarstöðva í heila og meðvit- undarleysi við lágan styrk (0,05% af inniloftinu) og köfnun og skjótum dauða ef styrkur verður nógu hár. Köfnunarefnissýrlingarnir (þung hráalykt,veikur sætur keimur gæti fundist með) geta valdið vökva í lungum og köfnun. Fyrir bændur og aðra þá sem vinna við fjós og fjárhús gilda mengunarmörk sem eru í reglu- gerð 390/2009. Bæði eru þar gildin sem mega vera í inniloftinu við vinnu í 8 klst. í einu (brennisteinsvetni 5 ppm, ammoníak 20 ppm, köfnunar- efnistvíildi 3 ppm) og í 15 mínútur en þau gildi eru oftast tvöfalt hærri en gildin fyrir 8 tímana. Fari mengunin í hærra gildið (kallast þakgildi) þarf að rýma svæðið innan stundarfjórðungs. Eiturgasið er frekar auðvelt að mæla Allar þessar eiturgastegundir er frekar auðvelt að mæla. Þó að brennisteinsvetnið í kúamykjunni sé þekktasta eiturlofttegundin þurfa bændur líka að vera á varðbergi gagnvart öðrum gastegundum, súr- efniseyðingu og súrefnisskorti í bæði fjósum og fjárhúsum og hafa næga loftræstingu. Sín vegna en hraustar kindur og kýr eru gleði bóndans! Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is Frostagata 2a 600 Akureyri www.claas.is VERKIN TALA FR U M - w w w .fr um .is Þetta snýst allt um þig… Nýja CLAAS – ARION 400 vélin er alveg eins og þú vilt hafa hana. Hver dagur færir þér ný verkefni og það ert þú sem þarft að takast á við þau. Þegar þú kaupir dráttarvél þá þarf hún að vera alveg eins og þú vilt hafa hana. Þú vilt dráttarvél sem gerir einmitt það sem þú vilt að hún geri og að hún uppfylli allar þínar kröfur og væntingar. Hvorki meira og örugglega ekki minna. Þess vegna vilt þú ekki bara næstu dráttarvél sem er til á lager. Þú færð nýju ARION 400 dráttarvélina nákvæmlega eins og þú vilt hafa hana ARION 460 / 450 / 440 / 430 / 420 / 410 66–103 kW (90–140 hö). www.arion400.claas.com Ábending til bænda frá Vinnueftirlitinu − Friðrik Daníelsson efnaverkfræðingur: Eiturlofttegundir í innilofti fjósa og fjárhúsa Friðrik Daníelsson. Framkvæmdir eru að hefjast við byggingu nýrrar heilsugæslu- stöðvar í Mývatnssveit, en áætl- að er að taka stöðina í notkun í febrúar á næsta ári. Fyrsta skóflustungan var tekið á dögun- um. Núverandi heilsugæsla er rekin í gömlu íbúðarhúsi sem hent- ar starfseminni illa. Trésmiðjan Rein ehf., sem byggir húsnæðið, átti lægsta tilboð í verkið, tæpar 96 milljónir króna. Frá þessu segir á vef velferðarráðuneytisins. Löng saga Áform um byggingu heilsugæslu- stöðvar í Mývatnssveit eiga sér langa sögu, en til þessa hefur gamla íbúðarhúsið að Helluhrauni 17 í Reykjahlíð verið látið duga með lítils háttar lagfæringum sem gerðar hafa verið á síðari árum. Í apríl 2014 lauk Framkvæmdasýsla ríkisins frumathugun á mögulegum kostum til að bæta úr húsnæðismál- um heilsugæslunnar. Niðurstaðan var sú að skynsamlegast væri að byggja, fremur en að ráðst í fram- kvæmdir við núverandi húsnæði, þar sem gagngerar endurbætur myndu ekki nægja til að sníða af því ýmsa vankanta. /MÞÞ Ný heilsugæslustöð rís í Mývatnssveit Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðaherra tekur fyrstu skóflu- stunguna að nýrri heilsugæslustöð í Mývatnssveit.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.