Morgunblaðið - 15.08.2015, Síða 14

Morgunblaðið - 15.08.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015 Hæ sæti, hvað ert þú að borða? – fyrir dýrin þín Bragðgott, hollt og næringarríkt Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 AMH – Akranesi – sími 431-2019 | www.dyrabaer.is STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta er æðislegt. Hér er alveg hörkuveiði og verður það áfram þangað til stíflan fer á yfirfall,“ sagði Aðalsteinn Hallbjörnsson þar sem hann var að veiða í Blöndu. Blaðamaður hitti hann við Breiðuna að sunnan, á neðsta veiðisvæðinu. Aðalsteinn var nýbúinn að landa einum. „Nú er hér himnaríki á jörð, fiskur alls staðar þó að það þurfi að- eins að hafa fyrir honum,“ sagði hann brosandi. Laxveiðin heldur áfram að vera góð víða um land og er veiði sumars- ins rúmlega helmingi meiri nú en á sama tíma í fyrra. Og veiðin heldur áfram að vera afar góð í húnvetnsku ánum þar sem Blanda trónir enn á toppnum; vikan gaf 564 fiska. Að vanda er neðsta svæðið gjöf- ulast. Við Damminn glampar víða á hreistur á steinum og þar eru laxar í pokum, litlir og stórir; kvótinn, sex á vakt, í einni laxaslöngunni. Þar veiða menn á maðk og flugu en bara á flugu á Breiðunni þar fyrir neðan. „Áin er blá af fiski,“ segir Krist- inn Pétursson sem er að kasta Sunray shadow-túpu á Damminn. „Við fengum þrjá áðan á Breið- unni,“ segir Máni Gestsson, félagi hans. „Strákarnir á móti okkur eru komnir með að minnsta kosti átta.“ Fyrir ofan okkur í brekkunni stendur veiðivörðurinn og lítur yfir sviðið. Hann kemur síðan og spjall- ar við veiðimennina. Við sjáum þá hvar veiðimaðurinn sem hefur verið að kasta á Breiðuna að norðan hefur sett í einn. „Það er líka gríðargóð veiði á efri svæðunum,“ segir veiðivörðurinn. Og bætir við að hollin þar séu að fá þrjátíu til fimmtíu laxa. „Mörg þús- und laxar hafa farið upp laxastigann og svo ganga aðrir upp flúðina,“ segir hann. Spurningin er bara hve- nær stíflan við Blöndulón fer á yf- irfall og áin skolast. Þangað til held- ur veislan þar áfram. Bítillinn virkar vel Veiðin í Laxá á Ásum er frábær, dagsstöngin í liðinni viku gaf 18 laxa. Hún er ljómandi góð í Víðidal og Vatnsdal og einstaklega fín í Miðfjarðará. Þegar blaðamaður hittir þau Þorra Hringsson mynd- listarmann og Sigrúnu Halldórs- dóttur neðst við Vesturá, eina af fjórum ám sem mynda fjölbreytilegt vatnasviðið, sýnir Þorri honum flugu sem reyndist þeim vel á kvöld- vaktinni daginn áður. Þau fengu þá fjóra laxa í efri hluta Vesturár og þrír komu á þessa heimagerðu flugu listamannsins sem hann kallar Bít- ilinn. „Hún virðist virka vel á nýgeng- inn fisk,“ segir Þorri. Bítilinn er blár með silfurþráðum og brúnu skotti, mjög veiðilegur. Þau Sigrún segja mikið af laxi af öllum stöðum – „það er vandræðalega mikið af fiski þarna upp frá,“ segir Sigrún. Þorri fékk strax tvo laxa þar fyrr um morguninn og nú eru þau komin að Hlíðarfossi. Við Hlíðarfossbreið- una byrjar Þorri með aðra heima- gerða flugu, rauðleita sem enn hefur ekki fengið nafn. Listamaðurinn dregur fluguna yfir viðkvæmn- islegan strenginn og skyndilega bendir hann Sigrúnu á laxa; „það eru örugglega einir tíu þarna,“ segir hann, stoppar og þrákastar á strenginn. Skyndilega rennir einn laxinn sér á fluguna, Þorri lyftir stönginni og tekur að glíma við sprækan smálax. Á sama tíma í fyrra, þegar Þorri og Sigrún komu til veiða, voru komnir tæplega þúsund laxar í veiðibók Miðfjarðarár. Þeim fannst þá talsvert af laxi í ánni og veiðin fín en nú fór veiðitalan yfir þrjú þúsund laxa daginn sem þau mættu og þau segja ána greinilega fulla af fiski. Jaðrar við of mikla veiði „Veiðin hér í Miðfjarðará fór yfir 3.000 laxa í gær,“ segir Rafn Valur Alfreðsson, leigutaki árinnar. Þetta er sjöunda sumar Rafns með ána og hann segir tökugleði laxins nú, og magn fisksins í ánni, helst minna hann á fyrsta sumarið hans þarna, 2009. Þá var sett met í ánni, 4004 veiddir. „Annars er ég lítið upptekinn af þessum tölum. Fáir útlendingar spyrja hvað veiðst hafi í sumar en Íslendingar eru hins vegar alltaf að velta sér upp úr þeim. En hér eru allir veiðimenn kátir og það er aðal- atriðið. Mér finnst að þetta jaðri við að vera of mikil veiði á stöng! Ef þú ert að fá meira en fjóra til fimm fiska á stöng á dag í laxveiði, þá ertu kominn í hálfgerða vitleysu. Og nú er það þannig hér á köflum …“ Rafn segir öll svæði árinnar vera góð þessa dagana. „Og ég held að það sé fiskur á nánast hverjum ein- asta veiðistað í ánni.“ Hann segir að laxinn gangi enn af ágætum krafti og telur að allt að níutíu prósent veiðinnar séu smálax. Legið hefur í norðanátt í allt sum- ar í Miðfirði og hitinn 6 til 10 gráður Takan hefur samt haldist jöfn og góð. „Það er túpu-bann í ánni og bannað að veiða á sökkenda. Menn nota nánast aldrei þyngdar flugur. Fiskurinn er að koma upp í yf- irborðið að taka, þó að það sé kalt.“ Rafn flettir í veiðibókinni. „Þetta er mest tekið á flugur í stærðum 14 og 16 og iðulega annar hver fiskur á hits. Fiskurinn er ótrúlega tökugl- aður hérna og nú er bara gaman.“ „Vandræðalega mikið af fiski“  Áfram hörkuveiði í húnvetnsku ánum  Veiðimaður segir Blöndu vera bláa af fiski  Leigutakinn í Miðfirði segir laxinn ótrúlega tökuglaðan  Telur níutíu prósent veiðinnar vera smálax Einn til Veiðimaður landar sprækum smálaxi við Breiðuna í Blöndu. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is* Tölur liggja ekki fyrir Blanda (14) Ytri-Rangá & Hólsá (20) Miðfjarðará (10) Norðurá (15) Langá (12) Þverá-Kjarrá (14) Eystri-Rangá (18) Haffjarðará (6) Laxá á Ásum (2) Hítará (6) Grímsá og Tunguá (8) Víðidalsá (8) Laxá í Aðaldal (18) Selá í Vopnafirði (8) Vatnsdalsá (7) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra Á sama tíma 2013 Staðan 12. ágúst 2015 1681 1146 1035 780 253 941 1608 620 718 312 324 370 617 677 425 2229 2501 2226 2683 1659 2467 2386 1615 753 890 1083 519 697 1052 743 3561 3248 3092 2263 1581 1577 1458 1221 1122 855 855 854 811 746 730 Morgunblaðið/Einar Falur Takan Laxinn tekur flugu Þorra Hringssonar á Hlíðarfossbreiðu í Vesturá, einni af ánum sem mynda Miðfjarðará. Morgunblaðið/Einar Falur Ónefnd Laxinn hrífst af heimagerð- um flugum myndlistarmannsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.