Morgunblaðið - 15.08.2015, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.08.2015, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015                                     !   " #$ ! $!" $$%  ! %$" "#" &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5   $  "! ! ! % $$$# "%  $! %"" "!$ !  $#  #$ !! ! #$ $!  $  ! %"! "#  $! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Greiningardeildir viðskiptabankanna þriggja spá allar 0,5 prósentustiga hækkun stýrivaxta á næsta vaxta- ákvörðunarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands sem verður í næstu viku. Rökstyðja greiningardeildirnar helst spár sínar með að harður tónn hafi verið í yfirlýsingu nefndarinnar í júní síð- astliðnum þegar vextir voru hækkaðir um 50 punkta. Sagði nefndin þá: „Enn fremur virðist einsýnt að hækka þurfi vexti umtalsvert í ágúst og frekar á kom- andi misserum eigi að tryggja stöðugt verðlag til lengri tíma litið.“ Bankarnir spá allir sömu stýrivaxtahækkun ● Eftir 2,64% lækkun á bréfum HB Granda í fyrradag sótti verðlagning á bréfum í útgerðarfélaginu í fyrra horf í Kauphöllinni í gær. Þannig hækkuðu bréf þess um 3,1% í tæplega 400 millj- óna viðskiptum. Lækkunin í fyrradag hafði hins vegar orðið í rúmlega 600 milljóna viðskiptum. Ekkert félag hækkaði jafn mikið í Kauphöllinni í gær og HB Grandi. Næst á eftir kom Icelandair Group með 1,1% hækkun í mjög takmörkuðum við- skiptum sem námu réttum 18 millj- ónum króna. HB Grandi hækkar aftur eftir lækkun í gær STUTTAR FRÉTTIR ... viðbótar við eftirgjöf vörugjaldsins vegna undanþágunnar. Lækka gjöldin á almenning „Við erum að velta því fyrir okk- ur hvort ekki er óeðlilegt að um sé að ræða niðurgreiðslu af hálfu hins opinbera á kostnað hins almenna skattgreiðanda nú þegar virðist sem vöxtur og viðgangur bílaleiga sé góður og atvinnugreinin að verða æ sjálfbærari,“ segir Run- ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeig- enda. Hann segir að hægt væri að lækka vörugjöldin á bifreiðum al- mennings ef samræming væri gerð á undanþáguflokkunum, án þess að skatttekjur ríkissjóðs væru lækk- aðar þannig að tekjur vegna vöru- gjalda af fólksbifreiðum væru svip- aðar og áður. „Það væri ekki um að ræða skattalækkun heldur skatta- aðlögun og gæti haft jákvæð áhrif á neysluverðsvísitöluna.“ Fjölgun í beiðnum um eftirgjöf Við innflutning ökutækis er sótt um eftirgjöf vörugjalds vegna bíla- leigubíla og það sem af er þessu ári hefur verið óskað eftir slíku í 5.837 tilvikum en til samanburðar var sá fjöldi 1.940 á árinu 2010, sam- kvæmt tollstjóraembættinu. Runólfur segir að réttlætingin á því að bílaleigubílar væru undan- þegnir eða greiddu lægri vörugjöld hafi verið að atvinnugreinin byggi við ákveðna erfiðleika því við- skiptatímabilið væri stutt og að hér væru á boðstólum ný og örugg tæki á hverjum tíma. „En við vitum að vegna mikils vaxtar ferðaþjón- ustunnar undanfarið standast þau rök ekki lengur,“ segir Runólfur. Ríkissjóður verður af 9 milljörðum í vörugjöldum Morgunblaðið/Styrmir Kári Vörugjöld Bílaleigubílum hefur fjölgað mikið undanfarin ár.  Um 150 bílaleigur fá eftirgjöf á vörugjöldum  Draga á úr ívilnunum bílaleiga Eftirgjöf á vörugjöldum bílaleigubíla Heimild: Tollstjóri*1. janúar-7. ágúst. í milljónum kr. 2010 2011 2012 2013 2014 2015* 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 BAKSVIÐ Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Það sem af er þessu ári hefur rík- issjóður orðið af rúmum 2 millj- örðum króna vegna eftirgjafar á vörugjöldum bílaleigubíla sam- kvæmt upplýsingum tollstjóraemb- ættisins. Frá árinu 2010 hafa vöru- gjöldin sem gefin hefur verið undanþága á rúmlega þrefaldast og hefur því ríkissjóður á sex ára tímabili orðið af rúmlega 9 millj- örðum króna samtals. Mikil aukning hefur orðið á fjölda bílaleiga síðustu ár en um 150 bílaleigur eru með starfsleyfi í landinu, líkt og kom fram í Við- skiptaMogganum í vikunni. Að sama skapi hefur fjöldi bílaleigu- bíla þrefaldast á síðustu fimm ár- um og eru nú rúmlega 18.000 bíla- leigubílar skráðir. Bílaleigubílar fá afslátt af vörugjöldum en almennt er skylt að greiða í ríkissjóð vöru- gjald af skráningarskyldum öku- tækjum. Það er töluverður munur á því sem almenningi ber að greiða í vörugjöld og því sem bílaleigur greiða. Samkvæmt upplýsingum úr fjár- málaráðuneytinu er fyrirhugað að endurskoða vörugjöldin á bifreiðar með það í huga að einfalda kerfið og draga úr ívilnunum. Ráðuneytið upplýsir að ívilnanirnar nemi rúm- um 2 milljörðum króna. Þá má nefna að virðisaukaskatt- ur leggst ofan á upphæðina sem verður til þegar vörugjaldi hefur verið bætt við. Í útreikningum toll- stjóraembættisins er um að ræða 2,3 milljarða króna. Ríkissjóður verður því af töluverðum tekjum til Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is SUZUKI SWIFT GL 12/2007, ekinn 117 þ.km, bensín, 5 gíra, aukadekk.Verð 1.290.000. TILBOÐ 990.000. Raðnr.253983 FORD FOCUS TREND 04/2005, ekinn 159 þ.km, 5 gíra. Verð 1.090.000. TILBOÐ 890.000. Raðnr.253984 BMW 325I CABRIO 03/2001, ekinn 161 þ.km, beinskiptur. Verð 2.290.000. Verulega gott og glæsilegt eintak! Raðnr.253935 MMC PAJERO DID 09/2001, ekinn 239 þ.km, diesel, sjálfskiptur, leður, lúga o.fl. Mjög fallegt eintak í góðu standi! Verð 1.880.000. Raðnr.253847 OPEL ASTRA GTC OPC 01/2007, ekinn 76 þ.km, 6 gíra. Verð 1.790.000. TILBOÐ 1.590.000 (lán 835 þ.kr.) Raðnr.251473 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is ● Heildarútgjöld ríkissjóðs á fyrstu sex mánuðum ársins námu 319,7 millj- örðum króna og voru því 104 milljónir króna innan fjárheimilda. Sé tillit tekið til fjárheimildastöðu ársins 2014 nemur afgangurinn 2,8 milljörðum króna. Meirihluti fjárlagaliða reynist innan fjárheimilda á fyrri hluta ársins. 123 fjárlagaliðir eru með útgjöld umfram heimildir en hjá meirihluta þeirra er hallinn innan við 10 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að flestir þessara liða verði innan heimilda í árslok samkvæmt til- kynningu frá fjármála- og efnahags- ráðuneytinu. Ríkið innan fjárheimilda fyrstu 6 mánuði ársins Greiningardeildir Arion banka, Ís- landsbanka og Landsbankans spá allar hækkun neysluverðs í ágúst en greinir á um hversu mikil hún verði. Allar eru þær sammála um að árs- verðbólga muni fara yfir 2,5% verð- bólgumarkmið Seðlabankans fyrir árslok. Landsbankinn spáir 0,1% hækkun neysluverðs í ágúst og Arion banki spáir 0,2% hækkun. Spá Íslands- banka er hins vegar heldur róttæk- ari og spáir bankinn 0,5% hækkun neysluverðs. Hann spáir því að áhrif húsnæðisliðarins til hækkunar verði þrefalt meiri en hinir bankarnir eða 0,24%. Fyrir utan húsnæðisliðinn eru bankarnir sammála um meg- inhreyfingar helstu áhrifaliða vísi- tölunnar. sigurdurt@mbl.is Spá því að verðbólga verði komin yfir markmið í haust Verðbólga Bankana greinir á um hversu mikið verðlag mun hækka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.