Morgunblaðið - 15.08.2015, Page 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015
ingarmálinu hefði ekki borið árang-
ur. Þegar þau mættu á lögreglustöð-
ina hafi þau verið hneppt í varðhald
og látin bíða í níu klukkustundir í
fangaklefa þar til þau voru send
burt.
Það sem af er ári hafa tólf fé-
lagsmenn Sea Shepard verið hand-
teknir í Færeyjum. Þau Susan Lar-
sen og Tom Sterath voru handtekin
hinn 20. júlí sl. vegna sömu saka og
Kunneke og félagar. Þá var fimm
manna hópur handtekinn sl. mið-
vikudag en þau eru Rudy de Kieviet
frá Hollandi, Lawrie Thomson frá
Bretlandi, Tobias Boehm frá Þýska-
landi, Alice Bodin frá Ítalíu og Fran-
ces Holtman frá Bandaríkjunum.
Sea Shepard-samtökin hafa barist
gegn grindhvalaveiðum Færeyinga
frá 1980. Hluti af þeirri viðleitni er
skipulögð mótmæli við sendiráð og
ræðismannaskrifstofur Dana víðs-
vegar um Bandaríkin sem áttu sér
stað í gær.
Grindhvalaveiðar fara þannig
fram að hvölunum er smalað upp í
fjöru þar sem veiðimenn keppast við
að drepa þá með skutlum. Veiðarnar
eiga sér nokkurra alda sögu og Fær-
eyingar líta á þær sem hluta af arf-
leifð sinni.
Sea Shepard-liðar
sendir úr landi
Dæmd fyrir að trufla grindhvalaveiðar Færeyinga
Ljósmynd/Mayk Wendt/Facebook
Grindhvalir Talið er að 490 hvalir hafi verið drepnir í Færeyjum í ár.
FRÉTTASKÝRING
Brynja B. Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Fjórum félagsmönnum samtakanna
Sea Shepard var vísað frá Færeyjum
snemma í gærmorgun, eftir að hafa
fengið dóm fyrir að reyna að koma í
veg fyrir veiðar á grindhvölum. Um
þetta er fjallað í færeyskum miðlum
og á heimasíðu Sea Shepard.
Þau Rosie Kunneke frá Suður-
Afríku, Cristophe Bondue frá Belg-
íu, Marianna Baldo frá Ítalíu og Ke-
vin Sciltz frá Lúxemborg reyndu,
hinn 23. júlí sl. að trufla veiðar á
grindhvölum við strendur Bøur og
Þórshafnar. Þau voru handtekin á
staðnum og fundin sek af innlendum
dómstól hinn 6. ágúst sl. fyrir brot á
færeysku grindhvalalögunum og
óspektir á almannafæri. Var þeim
gert að greiða sektir á bilinu 5-35.000
danskar krónur eða dvelja ella í
fangelsi í 8-14 daga. Þá var þeim gert
að yfirgefa landið. Þau voru svo send
út landi í gærmorgun, með Norrænu
til Hirtshals í Danmörku og voru þau
í fylgd þriggja lögregluþjóna.
Að sögn fólksins hafði færeyska
lögreglan gert því að mæta upp á
lögreglustöð í Þórshöfn á fimmtu-
daginn var, til þess að fá frekari upp-
lýsingar um hvenær þau yrðu send
úr landi. Þá hefði þeim verið tjáð, að
áfrýjun verjanda þeirra í endursend-
Fjármálaráðherrar evruríkjanna
samþykktu í gærkvöldi að veita
Grikkjum 86 milljarða evra neyðar-
lán. Um er að ræða þriðja lánapakk-
ann sem evruríkin samþykkja að
veita Grikkjum á sex árum. Gildir
hann til þriggja ára.
Fjármálaráðherrarnir funduðu í
gær um þau ströngu skilyrði sem
þeir setja grískum stjórnvöldum fyr-
ir lánveitingunni.
Jean-Claude Juncker, forseti
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, sagði eftir fundinn að
samningaviðræðurnar á undanförn-
um sex mánuðum við ríkisstjórn
Alexis Tsipras, forsætisráðherra
Grikklands, hefðu verið erfiðar.
Gríska þingið samþykkti í gær
uppkast að samningi um þriðja
björgunarpakkann eftir sólarhrings
umræður. Tillagan var samþykkt
rétt áður en fjármálaráðherrann
Euclid Tsakalotos hélt til Brussel til
að leggja samninginn fyrir starfs-
bræður sína frá evruríkjunum. Af
300 þingmönnum gríska þingsins
kusu 222 með samningnum, 64 voru
á móti, 11 sátu hjá og þrír voru ekki á
staðnum.
Þriðji lánapakk-
inn samþykktur
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna varð í
gær fyrsti bandaríski utanríkisráðherrann í 70 ár til að
sækja Kúbu heim þegar hann var viðstaddur athöfn í
höfuðborginni Havana.
Sá síðasti á undan honum var Edward Stettinius, utan-
ríkisráðherra Franklins D. Roosevelt, en sá heimsótti
Kúbu í mars 1945.
Athöfnin sem Kerry tók þátt í er sögð til marks um
betri samskipti þjóðanna. Sjóliðarnir þrír sem drógu nið-
ur bandaríska fánann þann 4. janúar 1961 drógu hann
að húni í athöfninni, en þeir eru allir á áttræðisaldri og á eftirlaunum.
Kúba opnaði að nýju sendiráð sitt í Washington í síðasta mánuði, sem lof-
ar góðu um framhaldið. brynja@mbl.is
Kerry tekur þátt í athöfn á Kúbu
John Kerry
Indverjar fögnuðu í gær 67. þjóðhátíðardegi landsins
en Indland fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1947. Hér
má sjá fólk kaupa indverska fánann af smásala á götu í
Allahabad. Mikið var um hátíðarhöld og fjölmargir
máluðu sig í framan í indversku fánalitunum í tilefni
dagsins. brynja@mbl.is
AFP
Þjóðhátíðardagur Indlands
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
plankaparket
Verðdæmi:
190 mm Eik Rustik burstuð
mattlökkuð 6.990.- m2
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
atvinnuleikhópa
Umsóknarfrestur til 30.september
Styrkir til
Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi
atvinnuleikhópa á árinu 2016. Veittir eru styrkir til einstakra
verkefna eða gerðir starfssamningar til lengri tíma.
Umsóknarfrestur er til 30. september 2015 kl. 17:00.
Umsóknum skal skilað rafrænt á www.rannis.is.
Leiklistarráð gerir tillögu til mennta- og menningarmála-
ráðuneytisins um úthlutun fjár sem veitt er í fjárlögum til
stuðnings atvinnuleikhópum, sbr. leiklistarlög nr. 138/1998.
Áherslusvið sem njóta forgangs við þessa úthlutun, sbr.
4.gr. reglugerðar nr. 1299/2013, eru ný sviðsverk ætluð fyrir
óhefðbundin leikrými og nýja áhorfendahópa.
Nánari upplýsingar veitir
Ragnhildur Zoëga, sími 515 5800,
netfang ragnhildur.zoega@rannis.is