Morgunblaðið - 15.08.2015, Qupperneq 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015
Söfn • Setur • Sýningar
Sunnudagur 16. ágúst: Tveir fyrir einn af aðgangseyri
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal
Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni
I Ein/Einn-Ljósmyndir Valdimars Thorlaciusar í Myndasal
Fólkið í bænum á Veggnum
Weaving DNA á Torginu
Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð og kaffihús
Sýningin Nesstofa-Hús og saga í Nesstofu við Seltjörn,
opið þriðjudaga til sunnudaga frá 13-17
Húsasafn Þjóðminjasafnsins opið víða um land
nánar á http://www.thjodminjasafn.is/minjar-og-rannsoknir/husasafn/
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ÍSLANDS
SAGA - ÞEGAR MYNDIR TALA 22.5. - 6.9. 2015
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
SAMSPIL Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl
Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar 25. apríl - 30. ágúst 2015
Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga.
Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015
Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17.
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Enginn staður
– íslenskt landslag
Íslensk náttúra séð með augum
átta samtímaljósmyndara.
Keramik – úr safneign
Opið 12-17,
fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga.
www.hafnarborg.is,
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Sunnudagur 16. ágúst: Tveir fyrir einn af aðgangseyri
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort og vaxmynd
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Veitingahúsi Kapers Hádegismatur, kaffi og meðlæti
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið daglega frá kl. 10-17.
SAFNAHÚSIÐ
Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is Opið daglega frá 10-17
GEYMILEGIR HLUTIR
Að safna í söguna
Verið
velkomin
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Meg Baird er líkast til sæmi-lega óþekkt nafn í eyrumdægurtónlistarunnenda en
hljómsveitin Espers hringir mögu-
lega einhverjum bjöllum, hvar hún
er meðlimur. Sú sveit hefur verið
með fremstu ný-þjóðlagasveitum, á
uppruna sinn í Philadelphiu en hef-
ur reyndar verið á ís í sex ár. Síðasta
plata hennar, III (2009), var sérdeilis
góð, „hlýjar og fallegar raddanir
sitja þægilega með hárnákvæmum
skammti af framsækni og tilrauna-
mennsku,“ eins og ég sagði víst í
dómi á sínum tíma og andi sígildra
sveita eins og Fairport Convention,
Incredible String Band o.fl. sveif
þar fagurlega yfir vötnum (og jafn-
vel skógarrjóðri líka).
Samhliða
Meg Baird hefur keyrt sólóferil
samhliða störfum í Espers en fyrsta
platan kom út 2007. Mektarfyrir-
tækið Drag City, sem trónir nokkuð
hátt yfir neðanjarðarheimum, gaf út
og segir okkur sitthvað um rætur og
tengsl Baird og félaga. Tónlist
Espers er stundum kölluð nýbylgju-
Þokutónlist
Sönn Tónlistin flæðir óheft úr hinni hæfileikaríku Meg Baird.
þjóðlagatónlist („indie-folk“) enda
var senan sem umlukti þau skipuð
fólki sem var að hlusta jöfnum hönd-
um á Sonic Youth og Pentangle.
Sem sólólistamaður hefur Baird
hins vegar sniðið nýbylgjupartinn
nokkuð ríflega af, tónlistin er meira
og minna hrein þjóðlagatónlist, á
köflum eins og henni hafi verið skot-
ið hingað frá árinu 1972 með tíma-
vél.
Baird hefur jafnt og þétt verið
að finna blómum skreyttum fótum
sínum forráð á plötum sínum. Sú
nýjasta, Don’t Weigh Down the
Light, var tekin upp eftir að Baird
fluttist þvert yfir Bandaríkin, frá
Philadelphiu til San Francisco, borg
sem hæfir sköpun hennar einkar
vel. Nýjasta platan er hiklaust
öruggasta verk hennar til þessa,
hún leikur á fleiri hljóðfæri, öll lögin
eru frumsamin og tónmálið er alger-
lega hennar. Ræturnar þó kirfilega í
nefndri þjóðlagatónlist, þó að úr-
vinnslan sé persónuleg, og heyra má
í Judee Sill, Trees og Mellow Candle
(þið verðið að tékka á einu plötu síð-
astnefndu hljómsveitarinnar. Flettið
henni upp!).
Járn í eldi
Eins og sjá má er þjóðlaga-
tónlist af öllum gerðum og frá öllum
tímum miðlæg í list Baird og hún
rekur m.a. ættir til Isaac Garfield
Greer, sagnfræðings og appalasíu-
tónlistarmanns frá þarsíðustu öld en
hann hafði nokkur áhrif á hina ungu
Baird er hún lá yfir safnplötum
Smithsonian-safnsins. Baird er með
ansi mörg járn í eldinum og hefur
verið dugleg við að ljá öðrum tón-
listarmönnum krafta sína, meist-
urum eins og Bonnie Prince Billy,
Kurt Vile og Sharon Van Etten. Hún
og systir hennar hafa þá gefið út efni
sem The Baird Sisters en innblást-
urinn þar kemur frá fyrri tíma Ap-
palísutónlist. Baird er ein af þeim
sem er eitthvað svo dásamlega hand-
an við þann tíma sem hún lifir og
hrærist í, líkt og mistök hafi verið
gerð á skrifstofu almættisins er fæð-
ing hennar var ákveðin. Eða eins og
Sandy Denny, andans systir hennar
söng: „Who knows where the time
goes?“
» Sem sólólistamaður hefur Baird hins vegarsniðið nýbylgjupartinn nokkuð ríflega af, tón-
listin er meira og minna hrein þjóðlagatónlist, á
köflum eins og henni hafi verið skotið hingað frá
árinu 1972 með tímavél.
Meg Baird gefur út þriðju sólóplötu
sína Tímalaus þjóðlagatónlist
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Titill sýningarinnar vísar í það að
myndefni okkar beggja er spunnið
upp úr alls kyns sögum. Lulu er
með fígúratíva skúlptúra úr ker-
amiki sem tengja má við álfa og
huldufólk, meðan mínar myndir
eru sögur af landi og þjóð – þetta
tengist íslenskri náttúru, sögu og
menningu,“ segir myndlistarkonan
Gunnella, sem ásamt Lulu Yee
opnar sýninguna Sögur í Galleríi
Fold við Rauðarárstíg í dag kl. 15.
Á sýningunni getur að líta ker-
amikskúlptúra eftir Lulu Yee og
um þrjátíu málverk eftir Gunnellu
sem hún hefur unnið á sl. tveimur
árum. Listakonurnar tvær hafa áð-
ur sýnt saman, en það var á sam-
sýningu sem nefndist Auga Óðins
og sett var upp í Nordic Heritage
Museum í Seattle í Bandaríkj-
unum í september á síðasta ári.
„Þema þeirrar sýningar var Óð-
inn og goðafræðin,“ segir Gunnella
og viðurkennir að hún hafi þurft
að rifja upp gömlu goðafræðina til
að undirbúa sig fyrir sýninguna.
„Það myndefni sem ég fann úr
goðafræðinni og hentaði mér til að
mála var Óðinn með hrafnana sína
tvo Hugin og Munin, Óðinn og
hesturinn hans Sleipnir og loks
Auðhumla,“ segir Gunnella, en
samkvæmt sögunni streymdu fjór-
ar ár frá Auðhumlu sem nærðu
jötuninn Ými en í myndheimi
Gunnellu geta þær allt eins verið
prýðisgóðar sportveiðiár. „Þessar
myndir eru á sýningunni núna,“
segir Gunnella og tekur fram að
að öðru leyti hafi hún ekki verið
að nýta sér goðafræðina til inn-
blásturs.
„Svo skemmtilega vill til að
Auðhumlu-myndin mín mun rata
víða með haustinu, því Mjólk-
ursamsalan ætlar að birta mynd-
ina á sérstakar styrktarmjólk-
urfernur sem koma á markað í
október, en fernunum er ætlað að
styrkja tækjakaup á Landspít-
alanum. Það er gott og gaman að
geta lagt lið með þessum hætti,“
segir Gunnella og rifjar upp að
bæði 2010 og 2011 hafi alls átta
myndir hennar prýtt konfektkassa
Nóa Síríusar fyrir jólin þau árin.
Litríkar furðuverur
Að sögn Gunnellu eru nokkur
verka Luluar Yee á sýningunni
einnig innblásin úr goðafræðinni.
„En auk þess gefur að líta ýmsar
furðuverur sem sprottnar eru úr
hugarheimi hennar en tengjast á
skemmtilegan hátt álfum og
hulduverum,“ segir Gunnella og
tekur fram að verk þeirra Yee
spili ágætlega saman. „Hún er
með litríka skúlptúra og mynd-
irnar mínar eru einnig litríkar og
að því leyti spilast verkin okkar
mjög vel saman. Það er því spenn-
andi að setja upp sýningu hér-
lendis. Því miður stoppar Lulu
stutt við og getur aðeins verið við-
stödd þessa fyrstu opnunarhelgi
og fer aftur út eftir helgina,“ segir
Gunnella.
Í tilkynningu frá Fold kemur
fram að Gunnella hafi stundað
nám við Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands 1974-76 og 1983-
86. „Þá naut hún leiðsagnar
Hrings Jóhannessonar og Ásgeirs
Bjarnþórssonar. Verk eftir hana
var valið til þátttöku í myndlist-
arsamkeppni Winsor og Newton
árið 2000 og í kjölfarið var haldin
sýning á verkunum í London,
Brussel, Stokkhólmi og í byggingu
Sameinuðu þjóðanna í New York.
Árið 1997 fékk hún menning-
arverðlaun Garðabæjar. Gunnella
hefur haldið margar einkasýningar
Huldufólk og
goðafræði
Listakonurnar Gunnella og Lulu
Yee opna sýningu í Galleríi Fold í dag