Morgunblaðið - 15.08.2015, Side 39

Morgunblaðið - 15.08.2015, Side 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2015 Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. LOUIS ARMSTRONG HEIÐURSTÓNLEIKAR Í HÖRPU 16. ÁGÚST Í ár eru 50 ár liðin frá því að Louis Armstrong heimsótti Ísland og hélt tónleika í Háskólabíói. Þess verður minnst með tónleikum, Armstrong til heiðurs, sunnudaginn 16. ágúst kl. 16.00 í Norðurljósasal Hörpu. Á tónleikunum verða flutt mörg af þekktustu verkunum frá ferli Louis Armstrong með All-Stars hljómsveitinni og efni frá fyrstu árum Armstrong þegar hann spilaði með Hot Five og Hot Seven. Hægt er að kaupa miða með því að fara inná: bit.ly/moggaklubbur-jazz og í síma 528 5050 eða framvísa Moggaklúbbskorti í miðasölu Hörpu. Fullt verð 3.900 kr. MOGGAKLÚBBSVERÐ 2.900 kr. MOGGAKLÚBBUR FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA 12.–16. ÁGÚST 2015 REYKJAVÍKJAZZ.IS Sigtryggur Baldursson Ragnheiður Gröndal Ólöf K. Sigurðardóttir tók í gær formlega við sem safnstjóri Lista- safns Reykjavíkur af Hafþóri Yngvasyni sem gegnt hefur stöðunni sl. tíu ár. Ólöf hefur frá árinu 2008 gegnt stöðu forstöðumanns Hafn- arborgar þar sem hún var listrænn stjórnandi og bar ábyrgð á sýninga- dagskrá og annarri faglegri starf- semi safnsins. Hún var um árabil deildarstjóri fræðsludeildar Lista- safns Reykjavíkur. Ólöf útskrifaðist frá School of the Art Institute of Chicago árið 2003 með meistara- gráðu í stjórnun listasafna og sýn- ingargerð. Samhliða stjórnunar- störfum á sviði myndlistar og menn- ingar hefur Ólöf sinnt kennslu og ýmsum trúnaðarstörfum innan myndlistarheimsins, háskólasamfé- lagsins og fyrir safnamenn. Ráðning hennar er til fimm ára. Morgunblaðið/Styrmir Kári Gleðistund Glatt var á hjalla í gær þegar Ólöf K. Sigurðardóttir tók form- lega við sem safnstjóri Listasafns Reykjavíkur af Hafþóri Yngvasyni. Lyklaskipti í Lista- safni Reykjavíkur Hárkollubúnir herramenn og krínólínuklæddar konur stigu menúett við undirleik barokkhljóðfæra þegar Kirkjulistahátíð var sett í Hallgrímskirkju í gær í 14. Í tilefni af henni koma hingað til lands um 100 erlendir gestir, en alls taka um 400 flytjendur þátt í hátíðinni. Á næstu átta dögum verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í kirkjunni. Í dag kl. 19 og á morgun, sunnu- dag, kl. 16 verður óratórían Salómon eftir G.F. Händel frumflutt hérlendis undir stjórn Harðar Áskelssonar, sem er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Verkið flytja Mótettukórinn og Alþjóðlega barokksveitin í Haag, en einsöngvarar eru Robin Blaze kontratenór, Þóra Ein- arsdóttir sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messó- sópran, Benedikt Kristjánsson tenór og Oddur Arnþór Jónsson bassi. Á mánudaginn kemur verður stóra Klais-orgelið í Hallgrímskirkju notað á nýjan og tilraunakenndan hátt þegar listafólkið Sveinbjörn Thorarensen (Hermi- gervill), Kristín Björk Kristjánsdóttir (Kira Kira), Bergrún Snæbjörnsdóttir og Páll Ívan frá Eiðum spinna tilraunagaldra á orgelið. Þau munu ekki setjast við hljómborðið heldur tengja sig inn á tölvukerfi org- elsins og nýta sér þannig nýjan tæknibúnað Klais- orgelsins og bjóða upp á tónlistarupplifun í hljóðheimi hljóðfærisins með sínum 5.273 pípum. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Morgunblaðið/Golli Tignarleg Hárkollubúnir herramenn og krínólínuklæddar konur stigu menúett við setningu Kirkjulistahátíðar. Dansinn dunar á Kirkjulistahátíð og tekið þátt í fjölda samsýninga. Gunnella var heiðruð af New York Times og valin á lista tíu bestu myndskreyta árið 2005 í Banda- ríkjunum fyrir bókina Hænur eru hermikrákur eftir Bruce McMillan. Lulu Yee býr í New York en er fædd og uppalin í Kaliforníu þar sem hún nam við San Fransisco Art Institute. Hún bjó á Íslandi um fjögurra ára skeið og heillaðist af íbúum landsins, náttúrunni og menningararfinum. Hún vinnur myndlist sína með fjölbreytilegum hætti; málar með olíu, vinnur með textíl og keramík. Verk hennar eru innblásin flakki hennar um heiminn, gömlum leikföngum og ljósmyndum.“ Sýningin stendur til 30. ágúst. Morgunblaðið/Golli Sögur Listakonurnar Gunnella og Lulu Yee opna sýningu í Galleríi Fold. Litadýrð Verk Yee eru innblásin flakki hennar um heiminn, gömlum leik- föngum og ljósmyndum. Hér má sjá skúlptúra hennar í íslenskri náttúru.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.