Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 227. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Bjargaði ungri stúlku frá … 2. Sakar ráðherra um heimsku og … 3. Mikið afrek hjá nýútskrifuðum … 4. Deyr klukkan 14 í dag  Danshöfundurinn Sigga Soffía hannar og stýrir flugeldasýningu Vodafone á Menningarnótt í Reykja- vík 22. ágúst nk. í samvinnu við Hjálparsveit skáta. Sýningin nefnist Stjörnubrim og í október munu Ís- lenski dansflokkurinn og Sigga Soffía endurskapa flugeldasýninguna á Stóra sviði Borgarleikhússins undir heitinu Og himinninn kristallast. Sigga Soffía hefur hannað og stýrt síðustu tveimur flugeldasýningum Menningarnætur og lokar nú þríleik flugeldasýninga sem byggðar eru á dansi. Að þessu sinni veltir hún feg- urðinni og mismunandi skynjun mannsins á henni fyrir sér. Skotið verður upp frá fimm stöðum í mið- bænum, m.a. ofan af Tollhúsinu. Að venju verða tónleikarnir Tóna- flóð við Arnarhól undir lok Menning- arnætur og koma fram á þeim rapp- arinn Gísli Pálmi, rokksveitin Dimma, reggísveitin AmabAdamA og hljóm- sveit allra landsmanna, Stuðmenn. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og standa til kl. 23, fram að flugeldasýningunni. Stjörnubrim og Tóna- flóð á Menningarnótt  ASA Tríó, djasstríó skipað gítarleik- aranum Andrési Þór Gunnlaugssyni, Agnari Má Magnússyni á orgel og Scott McLemore á trommur, heldur tónleika í kvöld kl. 22 á Jazzhátíð í Reykjavík í Hörpu. Tríóið mun leika efnisskrá af nýjum diski sínum, Craning, sem kom út í lok síðasta árs í kjöl- far Evrópu- tónleikaferðar tríósins. ASA Tríó leikur lög af Craning í kvöld FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan- og suðaustanátt, yfirleitt 8-13 m/s og víða skúrir en rign- ing með köflum SA-til. Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 og skúrir á morgun en bjart með köflum NA-til. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á NA-landi. Á sunnudag Suðlæg átt, 3-8 m/s, en 8-13 með A-ströndinni. Rigning með köflum, þurrt að kalla NA-lands. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast á NA-landi. Á mánudag Suðvestan 5-10 m/s, smá skúrir S- og V-lands en annars bjart með köflum. Heil umferð fór fram í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi þar sem toppliðin Víkingur Ólafsvík og Þrótt- ur styrktu stöðu sína í baráttunni um sæti í efstu deild með sterkum sigr- um. Það vantar heldur ekki baráttuna í neðri hlutanum, en bæði ferna og þrenna voru skoruð í leikjunum í gær- kvöldi þrátt fyrir að tveir hafi endað með markalausu jafntefli. »4 Bæði ferna og þrenna skoruð í gærkvöldi „Það getur haft áhrif að Valsmenn eru miklu óreynd- ari í þessum leik,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálf- ari ÍA, sem spáir í spilin í íþróttablaði Morgun- blaðsins fyrir bikarúr- slitaleik Vals og KR á Laugardalsvellinum í dag. Gunnlaugur þekk- ir vel til beggja liða sem og það að spila til bikarúrslita. »2-3 Stemningin ólík fyrir úrslitunum Íþróttamaður ársins, Jón Arnór Stefánsson, segist vera mjög afslappaður yf- ir stöðu mála, en á dög- unum varð ljóst að hann yrði ekki áfram í her- búðum spænska stór- liðsins Unicaja Málaga. Jón segist sem stendur eyða kröft- unum í undir- búning landsliðsins fyrir EM en skoði að sjálf- sögðu það sem inn á borð til hans komi. »4 Jón Arnór með hugann við landsliðið Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Fyrst gufaði þetta vatn upp en í vor og sumar hefur vatn verið að renna undan hrauninu og þaðan tekur það með sér hita. Hitinn á vatninu er mjög góður, 35-40 gráður og hægt að vera í 40-50 sentímetra djúpu vatni með þægilegum straumi og baða sig. Þetta er einhver albesta náttúrulaug sem ég hef prófað og hef ég komið í þær nokkrar,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, pró- fessor í jarðeðlisfræði, sem skellti sér í bað við Holuhraun, ásamt hópi á vegum Jöklarannsóknafélags Ís- lands í vikunni. Við jaðarinn á nýja hrauninu renna töluvert miklir lækir og jafn- vel má segja að ár renni undan hrauninu. Er vatnið baðheitt og mjög heilnæmt, að sögn þeirra sem hafa prófað. Þangað hefur verið töluverður straumur fólks sem vill reyna eitthvað nýtt í íslenskri bað- menningu. Óvíst um framhaldið Óvíst er hversu lengi varmi hraunsins viðheldur þessum sælu- reit á miðju hálendinu. „Þetta verður ekki svona heitt lengi, það má búast við að strax næsta sumar verði þetta orðið tölu- vert kaldara og þá hentar þessi lind ekki lengur til að baða sig,“ segir Magnús Tumi. Rúmlega 30 manns voru í ferðinni sem var skipulögð sem skemmtiferð. „Þetta var ferð sem Jöklarann- sóknafélagið fór í til að skoða Holu- hraun. Jöklarannsóknafélagið lætur sig nú aðallega varða jökla en við sinnum ýmsu sem finna má í náttúrunni. Í félaginu eru áhugamenn og vísindamenn sem vinna saman við rannsóknir á jöklum. Við ákváðum að hafa skemmtiferð í sumar og skoða þetta meðan tækifæri gafst og fórum bæði þang- að og í Öskju. Það voru tæplega 30 manns víðsvegar að af landinu með í ferðinni, allir í sínu fríi,“ sagði Magnús Tumi. Jökulsá þarf nýjan farveg Hann segir að stóra spurningin sé hvað Jökulsá á Fjöllum gerir en kalt hefur verið í veðri og áin því mjög vatnslítil. „Það er spurning hvað Jökulsá gerir, hún er búin að vera mjög vatnslítil í sumar og þarf væntanlega að finna sér nýjan farveg meðfram hrauninu. Þá rennur hún undir það, kælir hraunið hratt en það hefur verið sáralítið um jöklaleysingar í sumar og Jökulsá því verið mjög vatnslítil.“ Albesta náttúrulaug landsins  Sælureitur með baðlaug á miðju hálendinu Morgunblaðið/Birkir Fanndal Holuhraunsbað Rúmlega 30 manns frá Jöklarannsóknafélagi Íslands skelltu sér í notalegt bað við jaðar hins nýja Holuhrauns. Vatnið er um 35-40 gráður og mjög notalegt en allar líkur eru á að vatnið kólni í vetur. „Það er heilmikið að gerast við Holuhraun þó að ég sé ekki í því einmitt núna,“ segir Magnús Tumi. Hann sinnir nú rannsóknum á Bárðarbungu en ætlar að mæla massa hraunsins sem rann í gosinu í fyrra. „Það er beðið færis til að kortleggja hraun- ið mjög nákvæmlega með flugvél sem kemur frá Bret- landi og það eru hinar og þessar rannsóknir í gangi. Nú eru ég og mínir helstu sam- starfsaðilar að vinna að rann- sóknum á Bárðarbungu og öskju- siginu þar. Það var merkilegur og sjaldséður atburður þannig að við erum með merkileg gögn í hönd- unum sem er verið að vinna úr. Svo förum við í Holuhraun að gera mæl- ingar í september til að mæla massann á hrauninu með þyngd- armælingum,“ segir hann. Kortlagt og massamælt FJÖRIÐ HELDUR ÁFRAM VIÐ HOLUHRAUN Magnús Tumi Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.