Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 14
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 201110 er að skipuleggja herminámsstund. Auk þess þarf leiðbeinandinn að vera undir það búinn að kennslustundin fari út fyrir fyrir fram ákveðin umfjöllunaratriði og það gerir undirbúninginn enn tímafrekari. Hátækniherminámi fylgja mörg vandamál í framkvæmd, til dæmis kostnaður, rými, tölvukunnátta og tæknileg aðstoð (Rauen, 2001). Tölvustýrðir sýndar- sjúklingar eru dýrir og auk þeirra þarf að fjárfesta í sjúkrarúmum, hjartasíritum, snúrum, öndunarvélum og öðrum nauð- synlegum fylgihlutum. Rýmið, sem hátækni herminám krefst, er mikið og getur verið menntastofnunum dýrt, sérstaklega ef húsakostur er þegar tak markaður (Smith og Gaba, 2000). Tölvu stýrðir sýndarsjúklingar eiga það sameiginlegt með öðrum hátæknibúnaði að geta bilað og því dýrari sem búnaðurinn er því kostnaðarsamara er að greina vandann og laga hann. Sýndarsjúklingum er stjórnað í gegnum tölvu og því þarf leiðbeinandinn að búa yfir talsverðri tölvukunnáttu. Því er ljóst að hátækniherminám er langt frá því að vera gallalaust. Framtíð hermináms? Herminám er í stöðugri þróun og undanfarin ár hefur áhugi og notkun á þessari kennsluaðferð í heilbrigðisvísindum og umfjöllun um hana aukist til muna. Rann sóknir á hátækniherminámi eru fáar en fer fjölgandi. Þær rannsóknir, sem hafa verið gerðar, benda eindregið til þess að það hafi jákvæð áhrif á færni nemenda (Henneman, o.fl., 2007). Rannsóknir á viðhorfi nemenda til hermi náms gefa til kynna að þeir séu jákvæðir og áhugasamir í garð þess (Langdon og Cunningham, 2007; Morgan o.fl., 2006; Prescott og Garside, 2009). Framtíðarrannsóknarmöguleikar á sviði hermináms í heilbrigðisvísindum eru fjölmargir og spennandi. Áhugavert væri að skoða áhrif hermináms á teymisvinnu og samskipti heilbrigðisstarfsfólks við bráðaaðstæður, hvernig nota má hátækniherminám til að draga úr mis- tökum starfsfólks og síðast en ekki síst hvernig það getur stuðlað að auknu öryggi sjúklinga. Það er skoðun höfunda að aukin notkun tölvustýrðra sýndarsjúklinga muni valda straumhvörfum í menntun heilbrigðis vísindanema og þjálfun heil- brigðis starfsfólks á komandi árum því langur vegur er milli þess að tileinka sér bóklega þekkingu og þess að geta hag nýtt hana með fullnægjandi hætti. Hermi nám er mikilvægur þáttur í að byggja brú milli fræðilegrar þekkingar og verklegrar færni. Heimildir Abrahamson, S., Denson, J.S., og Wolf, R.M. (2004). Effectiveness of a simulator in training anesthesiology residents. Quality & Safety in Health Care, 13 (5), 395-397. Alinier, G., Hunt, B., Gordon, R., og Harwood, C. (2006). Effectiveness of intermediate-fidelity simulation training technology in undergradu- ate nursing education. Journal of Advanced Nursing, 54 (3), 359-369. Devitt, J.H., Kurrek, M.M., Cohen, M.M., og Cleave-Hogg, D. (2001). The validity of per- formance assessments using simulation. Anesthesiology, 95 (1), 36-42. Feingold, C.E., Calaluce, M., og Kallen, M.A. (2004). Computerized patient model and simulated clinical experiences: Evaluation with baccalaureate nursing students. The Journal of Nursing Education, 43 (4), 156-163. Gaba, D.M. (2004). The future vision of simulation in health care. Quality & Safety in Health Care, 13, viðauki 1, i2-10. Grenvik, A., Schaefer, J.J., DeVita, M.A., og Rogers, P. (2004). New aspects on critical care medicine training. Current Opinion in Critical Care, 10 (4), 233-237. Henneman, E.A., og Cunningham, H. (2005). Using clinical simulation to teach patient safety in an acute/critical care nursing course. Nurse Educator, 30 (4), 172-177. Henneman, E.A., Cunningham, H., Roche, J.P., og Curnin, M.E. (2007). Human patient simula- tion: Teaching students to provide safe care. Nurse Educator, 32 (5), 212-217. Institute of Medicine (2000). To Err Is Human: Building a Safer Health System. Sótt 28 janúar 2009 á http://www.nap.edu/openbook. php?record_id=9728ogpage=R1. Issenberg, S.B., McGaghie, W.C., Petrusa, E.R., Lee Gordon, D., og Scalese, R.J. (2005). Features and uses of high-fidelity medical simulations that lead to effective learning: A BEME systematic review. Medical Teacher, 27 (1), 10-28. Kneebone, R. (2003). Simulation in surgical train- ing: Educational issues and practical implica- tions. Medical Education, 37 (3), 267-277. Langdon, M.G., og Cunningham, A.J. (2007). High-fidelity simulation in post-graduate train- ing and assessment: An Irish perspective. Irish Journal of Medical Science, 176 (4), 267-271. National League for Nursing (2005). Position statement: Transforming nursing education: Innovation in nursing education. Sótt 28. janúar 2009 á http://www.nln.org/aboutnln/ positionstatements/transforming052005.pdf. Morgan, P.J., Cleave-Hogg, D., Desousa, S., og Lam-McCulloch, J. (2006). Applying theory to practice in undergraduate education using high fidelity simulation. Medical Teacher, 28 (1). Peteani, L. (2004). Enhancing clinical practice and education with high-fidelity human patient simulators. Nurse Education, 29 (1), 25-30. Prescott, S., og Garside, J. (2009). An evaluation of simulated clinical practice for adult branch students. Nursing Standard, 23 (22), 35-40. Rauen, C.A. (2001). Using simulation to teach critical thinking skills. You can’t just throw the book at them. Critical Care Nursing Clinics of North America, 13 (1), 93-103. Ravert, P. (2008). Patient simulator sessions and critical thinking. The Journal of Nursing Education, 47 (12), 557-562. Smith, B., og Gaba, D. (2000). Simulators. Í C. Lake, C. Blitt, R. Hines (ritstj.), Clinical Monitoring: Practical Application. New York: W.B. Saunders Company.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.