Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 34
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 201130 Fréttapunktur Þeir lesendur Tímarits hjúkrunarfræðinga, sem eiga snjallsíma, geta nú náð í slóð að rafrænni útgáfu tímaritsins hér í blaðinu. Þá er hægt að lesa allar greinar í Tímariti hjúkrunarfræðinga beint í símanum. Tekin er mynd með myndavél símans af merkinu hér til hliðar. Síminn les svo myndina og býr til netslóð að efnisyfirliti þar sem finna má öll tölublöð frá 2003. Þetta er gert á mismunandi hátt eftir gerð símans en að jafnaði þarf fyrst að sækja forrit sem getur lesið svokölluð tvívídda QR-strikamerki. Tímarit hjúkrunarfræðinga í snjallsíma Heilbrigðisþjónusta og aðrar fram- kvæmdir innan heilbrigðiskerfisins geta verið kostnaðarsamar en jafnframt aukið hagsæld samfélagsins. Önnur aðferð innan heilsuhagfræðinnar, sem notuð er til að meta kostnaðarhagkvæmni, er kostnaðarvirknigreining (cost-effective analysis) og byggist á því að meta kostnað á móti hinum ýmsu tegundum virknimælinga. Kostnaðarvirknigreiningar eiga ekki við í öllum ákvarðanatökum en OECD (Efnahags- og framfarastofnun Evrópu) mælir með því að íslenska heilbrigðiskerfið taki upp í meira mæli slíkar greiningar til að auka skilvirkni og hagkvæmni í kerfinu. Í flestum kostnaðar virknigreiningum er borin saman ný forvarnaríhlutun eða íhlutun, sem nú þegar er í gangi, við enga for- varnaríhlutun. Kostnað vegna íhlutunar er síðan hægt að meta sem umframkostnað á hvert bjargað líf eða eitt heilsutengt lífsgæða vegið æviár (QALY). Virknin er þá mæld í mælikvarðanum QALY (quality adjusted life years), þar sem eitt æviár hefur verið leiðrétt miðað við heilsutengd lífsgæði. Gæði hvers viðbótaræviárs skipa máli við mat á kostnaðarhagkvæmni íhlutunar því líf einstaklings, sem býr við sársauka, er ekki metið eins og þess sem er fullfrískur. Kostnaðarþröskuldur er síðan settur um hvað þykir vera viðunandi umframkostnaður á hvert viðbótarheilsutengt lífsgæðavegið æviár. Íslensk stjórnvöld hafa ekki sett sér neinn kostnaðarþröskuld. Viðmiðunin felst einkum í þeim kostnaðarvirknigreiningum sem hafa verið gerðar hér á landi. Pólitísk áhrif geta haft töluverð áhrif á ákvarðanatöku innan heilbrigðiskerfis- ins jafnt hér á landi sem erlendis. Því hafa sumar þjóðir nýtt sér viðmið og ráðleggingar óháðra aðila. Bresk heilbrigðisyfirvöld fara að miklu leyti eftir ráðleggingum frá NICE (National Institute for Health and Clinical Excellence) sem er sjálfstæð stofnun og var sett á laggirnar 1999 í Bretlandi. Hlutverk hennar er einkum það að auka gæði heilbrigðisþjónustunnar og ná fram betri skilvirkni innan hennar. Kostnaðarþröskuldurinn, sem NICE setur, er 20.000-30.000 ensk pund á hvert QALY. Sé heilbrigðis þjónusta eða forvarnaríhlutun undir þessum kostnaðarþröskuldi þá er hún hagkvæm fyrir samfélagið. Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin setur önnur viðmið Nánari lesning um heilsuhagfræði Helga Garðarsdóttir (2009). Kostnaðarvirknigreining á skipulagðri hópleit að brjóstakrabbameini. Meistaraprófsritgerði í heilsuhag fræði við Háskóla Íslands. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir (2007). Holdafar. Hagfræðileg greining. Útgefandi: Lýðheilsustöð. World Health Organization (2010). Best practice in estimating the cost of alcohol: Recommendation for future studies. Útgefandi: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin í Evrópu. og skoðar niðurstöður kostnaðar- virknigreininga í samanburði við lands- fram leiðslu á mann (GDP per capita). Samkvæmt því er forvarnaríhlutun mjög hagkvæm ef kostnaðarvirkni er undir landsframleiðslu á mann. Íhlutun getur einnig verið hagkvæm ef kostnaðarvirkni er allt að þrisvar landsframleiðsla á mann. Ef kostnaðarvirkni íhlutunar fer yfir þrisvar landsframleiðslu á mann þá er hún ekki hagkvæm. Tortryggni gætir þó oft varðandi útreikninga og niðurstöður kostnaðarvirknigreininga og geta siðferðislegar vangaveltur haft áhrif þar á, svo og almenningsálit, en það eru yfirleitt stjórnvöld sem taka lokaákvörðun. Sífellt fleiri eru einnig að vakna til vitundar um mikilvægi þess að mat sé lagt á þá heilbrigðisþjónustu sem nú þegar er veitt. Það getur kallað fram nýjar áherslur í stefnumótun og ákvarðanatöku innan heilbrigðiskerfisins. Lítil breyting á þjónustu getur lækkað kostnað án þess að skerða ábata og þar af leiðandi aukið ávinning samfélagsins. Aðferðir heilsuhagfræðinnar til að meta kostnaðarhagkvæmni eru mikilvægar við ákvarðanatöku í heilbrigðiskerfinu og einnig við umfjöllun um heilbrigðismál. Kostnaðarábatagreiningin, sem Hag- fræði stofnun Háskóla Íslands gerði, var einkum notuð til að styðja markmið heilbrigðis áætlunarinnar en ekki notuð til að kalla fram áherslur í stefnumótun eða segja til um hvernig sé best að verja auðlindum okkar. Helga Garðarsdóttir er hjúkrunarfræðingur og með meistaragráðu í heilsuhagfræði. Hún starfar sem sérfræðingur í samninga málum og útboðum hjá Sjúkratryggingum Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.