Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 30
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 201126 félagið en flestir aðrir sjúkdómar. Þá teljast geðsjúkdómar vera ein af tíu helstu orsökum glataðra góðra æviára. Því er til mikils að vinna með því að leggja áherslu á forvarnir innan geðheilbrigðis. Krabbameinsvarnir Markmiðið varðandi krabbameinsvarnir var að dánartíðni myndi minnka um 10%. Í krabbameinsskránni eru gefnar tölur fyrir fjögurra ára tímabil og í heilbrigðisáætluninni var miðað við 1991-1995. Þá var dánartíðnin samkvæmt áætluninni 104 af hverjum 100.000 körlum yngri en 75 ára og 106 af hverjum 100.000 konum. Að sögn Laufeyjar Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár Íslands, náðist markið ekki alveg en nærri því. Nýjustu tölur eru frá 2001- 2005, sem sé 10 árum seinna. Tölurnar, sem Laufey skýrir frá, eru ekki þær sömu og í áætluninni en sambærilegar milli ára. Fyrra tímabilið voru þær 98 og 97 og seinna tímabilið 92 og 89. Þetta þýðir 8% lækkun að meðaltali. Laufey telur að margt hafi verið gert á tímabilinu sem skýri þennan árangur. „Forvarnir varðandi reykingar og krabbameinsleit hafa þar verið mikilvægar, og jafnframt framfarir í meðferð. Stefnt er að því að setja fram umfangsmeiri markmið varðandi krabbamein fyrir næstu áætlun, en ekki er enn búið að móta hana,“ segir Laufey. Slys og slysavarnir Stefnt var að því að slysum og dauða- slysum fækkaði hvoru tveggja um 25%. Varðandi slys var miðað við 1997 en þá slösuðust 60.000 manns. Þegar 2007 var talan komin í 38.900 en það er 35% fækkun. Dauðaslysum hefur einnig fækkað. Upphaflega var markmiðið miðað við 1991- 1995 en við endurskoðun 2007 var ljóst að markmiðinu var þegar náð. Miðað var því við 1996-2000 en markmiðinu um 25% haldið óbreyttu. Ekki liggja fyrir tölur fyrir 2006-2010 en ljóst þykir að árangurinn sé töluverður á þessu sviði. Erfiðlega hefur gengið að finna nýlegar upplýsingar um slys á börnum sambæri- legar þeim tölum sem kynntar eru í heilbrigðisáætluninni. Í áætluninni eru ekki upplýsingar varðandi barnaslys heldur einungis varðandi dauðaslys hjá börnum. Hins vegar virðist sem fjöldi barnaslysa hafi staðið í stað síðan 2000. Sú verulega fækkun barnaslysa, sem átt hefur sér stað síðan um 1980 virðist ekki halda áfram nema hjá drengjum undir 9 ára. Tekið skal fram að þessi greining byggist á upplýsingum um barnaslys í Reykjavík og gildir því ekki endilega um allt landið. Við þetta má bæta að 2008 lést ekkert barn af slysförum á Íslandi. 1. Áfengis-, vímuefna- og tóbaksvarnir a) Áfengisneysla verði ekki meiri en 5,0 lítrar á ári af hreinu alkóhóli á hvern íbúa 15 ára og eldri og nánast engin hjá þeim sem yngri eru. (Árið 1998 var áfengisneysla á íbúa 15 ára og eldri 5,56 lítrar.) b) Áfengis- og vímuefnaneyslu fólks undir lögaldri minnki um 40%. (Samkvæmt könnunum frá 2004 sögðust 20% nemenda í 10. bekk hafa orðið ölvuð einu sinni eða oftar síðustu 30 daga fyrir kannanirnar og sama ár sögðust 9% unglinga í 10. bekk hafa prófað hass. Á fyrsta ári í framhaldsskóla sögðust 53% hafa orðið ölvuð og 13% hafa prófað hass.) c) Hlutfall fólks á aldrinum 18-69 ára, sem reykir, verði undir 12%. (Árið 2006 reykti 21% karla og kvenna daglega.) d) Hlutfall barna og unglinga 14-17 ára, sem reykja, verði 5% eða minna. (Árið 2004 reyktu 12% nemenda í 10. bekk og 15% í fyrsta bekk framhaldsskóla.) 2. Börn og ungmenni a) Unnið verði að því að jafna mun á heilsufari barna, sem tengist þjóðfélagsstöðu foreldra, um 25%. (Á árunum 1991-1995 var vísitala langvinnra sjúkdóma hjá börnum miðað við menntun föður sem hér segir: háskólamenntun 1, framhaldsskólamenntun 1,17 og grunnskólamenntun 1,46.) Forgangsverkefni til ársins 2010 b) Geðheilbrigðisþjónustan nái árlega til að minnsta kosti 2% barna og unglinga 18 ára og yngri, óháð búsetu. (1997 náði þjónustan til 0,4-0,5% af hópnum 18 ára og yngri en 2005 til 1,8%.) c) Slysum og slysadauða barna fækki um 30%. (2001-2005 dóu 3,6 af hverjum 100.000 drengjum á aldrinum 1-14 ára af slysförum en 6,8 af hverjum 100.000 stúlkum á sama aldri.) d) Tíðni tannskemmda (DMFT) 12 ára barna lækki í 1,0. (1996 var DMFT hjá 12 ára börnum 1,5 en 2,1 árið 2005.) e) Hlutfall 9 ára barna, sem eru yfir kjörþyngd, lækki niður fyrir 15% og hlutfall þeirra sem eru of feit lækki niður fyrir 3%. (Nýtt markmið frá 2007. Miðað er við 2004 en þá voru 23% yfir kjörþyngd og 5% of feit.) 3. Eldri borgarar a) Bið eftir vistun á hjúkrunarheimili fyrir fólk sem er í mjög brýnni þörf verði ekki lengri en 90 dagar. (2004 var meðalbiðtími eftir hjúkrunarrými 191 dagur en 2006 138 dagar.) b) Yfir 80% fólks 80 ára og eldra sé við svo góða heilsu að það geti með viðeigandi stuðningi búið heima. (2003 bjuggu 75% fólks 80 ára og eldra heima.) c) Mjaðmar- og hryggbrotum fækki um 25%. (2003 voru 374,8 hrygg- og mjaðmabrot á hverja 100.000 íbúa 65 ára og eldri.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.