Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 48
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 201144 í þjónustu við fólkið úti í samfélaginu. „Grunnur minn“ varð til í Danmörku árið 1996 þegar ég starfaði sem ófaglærður starfsmaður í heimahjúkrun. Í Danmörku ferðuðumst við mest um á reiðhjólum Vorið 2009 tók Páll Matthíasson geðlæknir við starfi framkvæmdastjóra geðsviðs. Strax í júní 2009 var farið í umfangsmikla stefnumótunarvinnu þar sem fjölmargir aðilar úr velferðarkerfinu komu að málum. Þar var lagður grunnur að breytingum sem voru settar í gang og eiga að vera vegvísirinn í framtíðinni. Í þessari stefnumótunarvinnu kom í ljós að almenn sátt er um hlutverk geðsviðs og ánægja með þá þjónustu sem veitt er á geðsviði en um leið var bent á mikilvæga þætti sem mætti bæta. Þar bar hæst að eftirfylgd eftir innlögn þarf að vera markvissari og sérhæfða og flókna þjónustu, sem aðrir geta ekki veitt, þarf að efla. Einnig er talið mikilvægt að efla tengsl við heilsugæslustöðvar og velferðarsvið sveitarfélaganna svo að vinna við einföld mál geti átt sér stað umhverfis skjólstæðinga geðsviðs. Niðurstaðan var sú að forgangsverkefni geðsviðs væri að byggja upp samhæfða og opinbera samfélagsgeðþjónustu. Fyrsta samfélagsgeðteymi geðsviðs var formlega stofnað 19. maí 2010. Í ágúst 2010 gekk ég til liðs við samfélagsgeðteymið og var það söguleg stund fyrir mig. Ég starfa þar með geðhjúkrunarfræðingi, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa, sálfræðingi, sjúkraliðum, ritara og tveimur geðlæknum. Saman sinnum við rúmlega 50 einstaklingum með alvarlega geðsjúkdóma. Eftir tæp sjö viðburðarík og lærdómsrík ár sem hjúkrunarfræðingur á læstri móttökudeild var ég kominn í vesturbæinn að sinna skjólstæðingum höfðuðborgarsvæðisins á heimili þeirra. Þarna var ég kominn í „grunninn minn“, „Samfélagsgeðteymi geðsviðs er tveggja ára þróunar verk efni undir yfir stjórn framkvæmda stjóra geðsviðs í skipuriti frá janúar 2010, staðsett að Reyni mel 55. Teymið er fjölfaglegt. Í teyminu er teymis- stjóri sem hefur umsjón með verka- skiptingu og daglegum rekstri teymisins. Meginverkefni sam- félags teymisins verður að sinna einstaklingum með alvar lega geð- sjúkdóma sem þarfnast fjöl fag legs stuðnings í sam félaginu. Leitað verður eftir samvinnu og samstarfi við velferðar þjónustu sveitarfélaga og heilsu gæslu.“ Skýrsla um nýtt stjórn skipulag á geð sviði Landspítala. Samin af stjórn endum á geðsviði í janúar 2010. Birgir Hilmarsson, birgirhi@landspitali.is í sveitarfélaginu og aðstoðuðum einstaklinga heima hjá sér. Kjörorðið var: „Hjælp til selvhjælp“ (hjálp til sjálfshjálpar). Þetta fannst mér verðugt markmið og hef ég haft það að leiðarljósi síðan. Eftir góð ár í heimahjúkruninni var ég allt í einu kominn í danskan hjúkrunarfræðiskóla og áður en ég vissi af heillaðist ég af geðhjúkrun í náminu og varð mér þá ljóst að við það vildi ég starfa. Árið 2003 er ég kominn til Íslands og byrja að vinna á móttökugeðdeild við Hringbraut. Eftir nokkur ár þar á ég minningu þar sem konan mín spyr mig hvort ég sjái sjálfan mig fyrir mér á móttökudeild það sem ég á eftir af starfsferlinum. Ég svaraði já, hugsaði mig svo aðeins um og bætti við: „Já, en ég gæti líka alveg hugsað mér að fara í heimageðhjúkrun og ferðast um á hjóli eins og ég gerði í Danmörku.“ Síðan eyddi ég ekki meiri þönkum í það og hélt mínu striki á móttökudeildinni við Hringbraut. Dag einn gerði ég mér ljóst að þó að heimageðhjúkrun og vettvangsteymi geðsviðs væru að gera frábæra hluti, þá var enn þá eitthvað sem vantaði upp á svo að ákveðinn hópur af okkar skjólstæðingum næði betri bata. Mér fannst erfitt að horfa upp á skjólstæðinga þurfa að leggjast inn aftur og aftur. Á móttökudeild byggist vinnan mikið á trausti eins og væntanlega hjá öllum á spítölum. Munurinn á geðsviði og öðrum sviðum er þó að við tökum á móti fólki sem er búið að svipta sjálfræði og hefur ekkert endilega áhuga á því að notfæra sér okkar góðu þjónustulund og úrræði. ÞANKASTRIK SAMFÉLAGSGEÐTEYMI, HVAÐ ER ÞAÐ? Margt hefur gerst í geðhjúkrun undanfarið. Birgir Hilmarsson segir hér frá bættri þjónustu við sjúklinga sem hafa útskrifast af geðdeild. Birgir Hilmarsson er hjúkrunarfræðingur í samfélagsteymi geðsviðs Landspítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.