Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 42
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 201138 eru í heiðri höfð enda hvílir starfsemi Landspítala á framþróun þekkingar og hagnýtingu hennar og á vel menntuðu starfsfólki sem byggir ákvarðanir á gagnreyndri þekkingu“ (Landspítali 2010b). Stutt er síðan nýju gildin voru gefin út og ekki mikil reynsla enn sem komið er á hvernig deildarstjórar LSH hafa unnið með þau (Þorleif Drífa Jónsdóttir, munnleg heimild 30. september 2010). Má nefna að sú deild, er stuðst var við í verkefni þessu, var lokuð í 12 vikur síðastliðið sumar. Um þessar mundir er hvert svið innan LSH að semja sína eigin stefnu sem byggð er á gildunum fjórum. Slík stefna mun skilgreina nánar gildin fyrir hvert svið og án efa bæta alla þjónustuna innan LSH (Þorleif Drífa Jónsdóttir, munnleg heimild 30. september 2010). Umhyggja Umhyggja felur í sér að hagsmunir sjúklingsins séu hafðir að leiðarljósi í allri þjónustunni sem sjúklingnum er veitt (Kristín Björnsdóttir, 2003). Kristín bendir á að hægt sé að skilgreina hjúkrunarstarfið sem heildræna nálgun og umhyggju við sjúklinginn en samskipti við hann séu aðalatriðin hvað umhyggju varðar. Þar er ég henni sammála. Samskipti við sjúklingana eru einn mikilvægasti þáttur hjúkrunarstarfsins í þeirri tæknivæddu heilbrigðisþjónustu er nú stendur sjúklingum til boða. Segja má að persónuleiki, innsæi, fagkunnátta og verkkunnátta skipti höfuðmáli í þeim mikla hraða og auknu kröfum um sjálfstæð vinnubrögð sem gerðar eru til hjúkrunarstarfsfólks í dag. Það má í raun skipta umhyggju í tvennt: Umhyggju sem starfsfólk sýnir annars vegar skjólstæðingum sínum og fjölskyldum þeirra og hins vegar samstarfsfólki sínu. Til þess að starfs- fólki líði vel í starfi þurfa bæði yfir- og undirmenn að sýna hver öðrum umhyggju. Slík umhyggja leiðir af sér aukna starfsánægju og tvímælalaust aukna velferð skjólstæðinganna (Arney Einarsdóttir, 2007). Stjórnendur bera sérstaka ábyrgð á starfsanda, hver á sinni deild. Þeir geta stuðlað að góðum starfsanda með góðum samskiptum og öflugri liðsheild. Sýni stjórnandi lífi og starfi starfsmanna sinna áhuga og leggi ekki einungis áherslu á verklegu þættina uppsker hann betri liðsheild fyrir bragðið (Ásta Bjarnadóttir, 2000). Það helst í hendur að sýna starfsmönnum umhyggju og að halda í góða starfsmenn. Jafnvel bestu starfsmenn þrá að fá viðbrögð frá bæði yfirmanni og samstarfsfólki þegar starf er vel unnið og gert af fagmennsku (Hunsaker og Alessandra, 2008). Til þess að stuðla að umhyggju á sjúkradeild og auka hana tel ég að framtíðarsýn og stefna hjúkrunardeildarinnar verði að vera skýr og höfð að leiðarljósi bæði í hjúkruninni og stjórnuninni á deildinni. Slík stefna svarar spurningunni um hvert aðalmarkmið deildarinnar er. Áhugavert væri fyrir sem flestar hjúkrunardeildir að útfæra gildin og aðlaga þau að stefnu hjúkrunardeildarinnar og þeirri þjónustu er veitt er á deildinni. „Góð gildi, sem höfð eru að leiðarljósi, stuðla að heildrænni og þverfaglegri þjónustu við sjúklingana.“ Góð gildi, sem höfð eru að leiðarljósi, stuðla að heildrænni og þverfaglegri þjónustu við sjúklingana. Berry og Seltman (2008) lýsa því að gildi vinnustaðarins eigi í raun að vera starfsmönnunum runnin í merg og bein. Þeir félagar leggja mikla áherslu á að þeir sem sinna hjúkrun hafi ávallt þarfir sjúklingsins í fyrirrúmi. Gæði þjónustunnar séu í fyrirrúmi, ekki umfang hennar. Með góðum gildum verður umhyggjan óneitanlega ofarlega í huga starfsmannanna. Stjórnendur verða því að leggja áherslu á að allir starfsmenn viti hver gildi og sýn deildarinnar eru. Mikilvægt er að þau séu sýnileg og að við alla vinnu deildarinnar, bæði innan dyra sem utan, séu þau ávallt höfð til hliðsjónar þegar þarfir sjúklingsins eru skoðaðar og hjúkrun veitt (Berry og Seltman, 2008). Í kjölfar þeirra miklu breytinga er heilbrigðiskerfið gengur nú í gegnum reynir á leiðtogahæfni stjórnenda. Þeir geta sýnt umhyggju með því að hvetja undirmenn sína á þessum breytingatímum og veita þeim jafnframt frelsi til að taka ákvarðanir og ekki síður taka ábyrgð á gerðum sínum. Samskipti yfir- og undirmanna þurfa að vera góð og gegnsæ. Þannig skapa yfirmenn tækifæri til að undirmenn geti viðrað skoðanir sínar, jafnt ánægju- sem óánægjuraddir. Starfsmannafundi ætti að halda reglulega, ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði, en þeir eru vettvangur samskipta milli fagaðila. Að sögn Kotter (1996) er mikilvægt að stjórnendur hafi undirmenn sína með í ráðum við allar breytingar og veiti þeim eins miklar upplýsingar og hægt er, eins fljótt og hægt er. Undirmenn eiga ekki að þurfa að heyra um breytingar, sem að þeim snúa, frá Mynd 2. SVÓT - greining á umhyggju á hjúkrunardeild. Sterkar hliðar Vel mönnuð deild. Góð samskipti milli undir- og yfirmanna. Starfsfólk er almennt meðvitað um þarfir sjúklingsins. Tækifæri Stofnun göngudeildar þar sem hægt er að veita fleiri sjúklingum umhyggju og um leið auka starfsánægju starfsfólksins. Veikar hliðar Miklar breytingar innan deildar og lokanir yfir sumartímann. Auknar kröfur um framleiðni. Aukið álag af völdum breytinga og hröð starfsmannavelta. Ógnir Óvissa ríkir vegna mikilla hagræðingarkrafna. Yfirvofandi uppsagnir. Ólíkar deildir sameinaðar. Auknar kröfur á starfsfólk. Skortur á umburðarlyndi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.