Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Síða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Síða 35
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 2011 31 Í tímaritinu Journal of Family Nursing, 1. tbl. 2010, skrifar Janice Bell ritstjóragrein um ákvörðun Önnu Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóra á Landspítala, að hefja innleiðingu á fjölskylduhjúkrun á öllum deildum sjúkrahússins. Þar kemur fram að Landspítali er í fararbroddi í heiminum hvað fjölskylduhjúkrun varðar. Margir horfa nú til þess hvernig verkefnið hefur gengið og hvað sé hægt að læra af þessari mikilfenglegu tilraun. Þess er einnig getið í blaðinu að þrír íslenskir hjúkrunarfræðingar voru heiðraðir á 9. alþjóðlegu fjölskylduhjúkrunarráðstefnunni sem haldin var 2009 í Reykjavík. Það voru þær Anna Ólafía Sigurðardóttir, Elísabet Konráðs dóttir og Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir. Verðlaunin heita á ensku Innovative Contribution to Family Nursing Award og hlutu þær þau fyrir framúrskarandi framlag til að efla fjölskylduhjúkrun. Ítarleg umfjöllun um fjölskylduhjúkrun var í 5. tbl. Tímarits hjúkrunarfræðinga 2009 og voru meðal annars viðtöl við alla þessa hjúkrunarfræðinga. HEIÐRAÐAR FYRIR FRAMLAG SITT TIL FJÖLSKYLDU- HJÚKRUNAR Anna Ólafía Sigurðardóttir Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir Elísabet Konráðsdóttir Breyttar reglur starfsmenntunar sjóðs Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga Starfsreglum starfsmenntunarsjóðs var nýlega breytt og geta sjóðfélagar nú sótt um 40.000 kr. á ári. Stjórn starfs menntunar- sjóðs hvetur hjúkrunar fræðinga til að kynna sér reglurnar og sækja um hafi þeir sótt námskeið eða ráðstefnu. Breytingar á reglunum tóku gildi 1. janúar 2011. Áður gátu sjóðfélagar sótt um 50.000 kr. á tveggja ára fresti en frá og með úthlutuninni í janúar 2011 er styrkupphæðin 40.000 kr. á hverju ári. Það þýðir til dæmis að hjúkrunarfræðingur í meistaranámi í HÍ getur fengið greiddan meiripart innritunargjalds á hverju ári, samtals 80.000 kr. í staðinn fyrir 45.000 kr. (eða 50.000 kr. ef sótt var um fyrir annað námskeið að auki). Aftur á móti fá hjúkrunarfræðingar aðeins minna greitt fyrir dýrari stök verkefni, eins og erlendar ráðstefnur eða löng námskeið. Hins vegar er nú hægt að fá greidd að fullu stutt námskeið á hverju ári. Úthlutað er fjórum sinnum á ári og þarf að sækja um fyrir 1. janúar, 1. apríl, 1. júní eða 1. október. Vert er að minna á að sækja þarf um innan 9 mánaða frá lokum verkefnis. Ef til dæmis námskeiði eða ráðstefnu lauk í janúar sl. þarf að sækja um í síðasta lagi 30. september. Eins og áður er hægt að sækja um 100.000 kr. styrk fyrir 1. júní árlega. Úthlutað er allt að 20 slíkum styrkjum en skilyrði er að námið sé vegna framhalds- eða viðbótarnáms í hjúkrunarfræði, fari fram við viðurkennda menntastofnun og því ljúki með formlegu námsmati. Stjórn starfsmenntunarsjóðs úthlutaði 20. október sl. styrkjum fyrir um 4,5 milljónir króna og í janúar var styrkupphæðin um 3 milljónir. Reglur sjóðsins er að finna á vef félagsins undir yfirskriftinni Styrkir og sjóðir.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.