Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 58
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 201154 gagnleg. Heima var spurt um 23 atriði og var fjöldi sjúklinga, sem svaraði hverju atriði, frá 380 til 402. Yfir 90% sjúklinganna sögðu að 14 atriðanna ættu við um sig og yfir 80% að 22 þeirra ættu við um sig, en 22% sjúklinganna sögðu ekki eiga við um sig að fá fræðslu um hvenær þeir gætu hafið störf að nýju. Yfir 60% sjúklinga (60% til 71,6%) fengu góðar upplýsingar um hvort og þá hvenær þeir ættu að mæta í eftirlit, um æskilega hreyfingu eftir aðgerð og um hvenær væri æskilegt að fara í bað eða sturtu. Hlutfall sjúklinga, sem fékk engar upplýsingar um hve lengi mætti búast við að verkir myndu vara eftir aðgerð, var 21,8%, þeirra sem fékk engar upplýsingar um hvenær ætti að draga úr verkjalyfjanotkun 39,6% og 52,2% sjúklinga fengu ekki upplýsingar um aðra verkjameðferð en lyfjameðferð. Um 36% þátttakenda fengu engar upplýsingar um óeðlileg einkenni frá skurðsári og hvað ætti að gera vegna þeirra og tæp 50% fengu ekki upplýsingar um hugsanlega röskun á svefni eftir heimkomu og hugsanlega notkun svefnlyfja fyrst eftir heimkomu. Þá sögðust 56,3% ekki hafa fengið upplýsingar um hugsanlegar breytingar á kynlífi eftir aðgerð og álíka hlutfall fékk engar upplýsingar um hugsanlegar breytingar á útskilnaði og hvað ætti að gera í slíkum tilvikum. Að lokum má geta þess að 48,1% sjúklinga fékk engar upplýsingar um mataræði. Rannsóknarspurning 2. Hvaða þættir fræðslu til skurðsjúklinga hefðu mátt vera betri að mati sjúklinganna? Tafla 1 sýnir hlutfall sjúklinga sem telja að fræðsla um hina ýmsu þætti hefði mátt vera betri. Þar sést að fyrir aðgerð hefðu flestir sjúklinganna (15,6%) viljað fá betri upplýsingar um fylgikvilla aðgerðar. Aðspurðir heima sögðust hins vegar 33,1% þeirra að þeir hefðu viljað fá betri upplýsingar áður en þeir útskrifuðust af spítalanum um tímann sem það tekur að jafna sig og um 20% þeirra vildi betri upplýsingar um ýmislegt tengt verkjum og verkjameðferð. Tafla 2. Samanburður á meðalstigafjölda sjúklinga á breytum í töflunni sem segjast mjög ánægðir, frekar ánægðir eða hvorki né/frekar/mjög óánægðir með fræðslu sem þeir fengu fyrir aðgerð með notkun einhliða dreifigreiningar. Breytur Mjög ánægðir Frekar ánægðir Hvorki né/frekar/ mjög óánægðir Spönn ANOVA n M (sf) n M (sf) n M (sf) Upplýsingar fyrir aðgerð# 195 44,8 (6,9) 111 37,9 (7,3) 30 31,0 (7,2) 19 - 68 F(2,430)=68,717;p=0,00** HADS-kvíði fyrir aðgerð## 293 3,3 (2,8) 157 4,1 (3,2) 40 4,4 (3,4) 0 - 15 F(2,487)=5,134;p=0,01** HADS-þunglyndi fyrir aðgerð 290 3,5 (2,7) 161 4,0 (3,1) 40 4,3 (3,6) 0 - 14 F(2,488)=2,390;p=0,09 Spítalasársauki## 240 3,8 (1,9) 132 4,4 (1,8) 33 4,1 (1,8) 1 - 9 F(2,402)=3,892;p=0,02* Heildareinkenni spítala 192 16,3 (4,3) 111 16,1 (4,9) 27 17,3 (6,1) 9 - 48 F(2,327)=0,726;p=0,49 Ánægja með umönnun á spítala (spurt á spítala)# 314 1,1 (0,3) 175 1,3 (0,5) 42 1,5 (0,6) 1 - 5 F(2,528)=24,494;p=0,00** Ánægja með stuðning vina/ ættingja (spurt á spítala)# 306 1,3 (0,6) 172 1,5 (0,8) 43 1,7 (0,8) 1 - 5 F(2,518)=9,783;p=0,00** Heilsa fyrir núverandi sjúkdómsgreiningu 309 1,9 (1,1) 174 1,9 (1,0) 44 1,9 (1,0) 1 - 5 F(2,524)=0,232;p=0,79 Lengd sjúkrahúslegu (dagar) 252 4,2 (4,1) 150 5,7 (8,6) 31 5,3 (6,6) 1 - 90 F(2,430)=2,775;p=0,06 Aldur (ár) 317 58,6 (13,9) 172 57,5 (15,7) 44 54,7 (15,6) 18 - 90 F(2,530)=1,468;p=0,23 *p<0,05; **p<0,01 # Marktækur munur var á öllum hópunum. ##Marktækur munur var á þeim sem sögðust mjög ánægðir með fræðsluna og hinum hópunum tveimur. Bonferroni-próf var notað til að greina marktækni á milli hópa. 70 60 50 40 30 20 10 0 Brjósklos/ bæklun Brjósthol Þvagfæri Hné/ mjaðmir Brjóst Meltingarfæri Fjöldi, sem fór í brjóstholsaðgerð og svaraði, var 78, í þvagfæraaðgerð 86, meltingarfæraaðgerð 92, brjósklos- eða bæklunaraðgerð 132, hné- eða mjaðmaaðgerð 117 og brjóstaaðgerð 37. Ekki er marktækur munur á ánægju sjúklinga eftir aðgerðum. Mynd 1. Hlutfallsleg ánægja sjúklinga með fræðslu eftir aðgerðum. Spurt á spítala. Mjög ánægðir Frekar ánægðir Hvorki né/frekar/mjög óánægðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.