Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 12
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 20118 og dýpt öndunar, mælt blóðþrýsting og túlkað rannsóknarniðurstöður, svo sem hjartalínurit eða lungnamynd, út frá ástandi sýndarsjúklingsins hverju sinni. Þá breytast lífeðlisfræði og einkenni tölvustýrðra sýndarsjúklinga í samræmi við aðgerðir eða aðgerðaleysi nemenda, annaðhvort með því að vera forrituð eða að leiðbeinandinn breytir þeim samkvæmt reynslu af sambærilegum aðstæðum. Viðbrögð og vandamál sýndarsjúklingsins verða á þann hátt eins raunverleg og völ er á. Einfalt dæmi um þetta flókna samspil er verkjalyfjagjöf í æð sýndarsjúklings en við það hægist á öndunartíðninni. Ef skammturinn er stór hægist á hjartslætti og blóðþrýstingur lækkar. Annað dæmi er hægur hjartsláttur og gjöf á atrópíni en um leið og sýndarsjúklingi er gefið lyfið breytast öll lífeðilsfræðileg gildi líkt og um raunverulegan sjúkling sé að ræða. Tölvustýrðir sýndarsjúklingar eru útbúnir með margvíslegum tækjabúnaði sem býður upp á kennslu flókinna aðgerða og inngripa. Slagæða-, miðbláæða- og lungnaslagæðaleggir varpa upplýsingum um lífeðlisfræðileg gildi sjúklingsins á skjá. Rafbúnaður í bringu sýndarsjúklings býður upp á rafstuð og rafvendingu með hefðbundnu hjartastuðtæki. Brjóstkassi sýndarsjúklinga þolir raunverulegt hjartahnoð og varpar viðeigandi gildum á skjá á meðan á hjartahnoði stendur. Ef grunur er um þrýstingsloftbrjóst hjá sýndarsjúklingi er hægt að setja nál í annað millirifjabil við miðju viðbeins og ef greiningin er rétt kemur loft út um nálina. Svipuð tækni býður upp á að draga vökva og blóð úr gollurshúsi ef stungið er á réttan stað. Þá er hægt að setja hefðbundið brjóstholsdren í sýndarsjúklinginn sem loft, blóð eða vökvi renna úr. Framkvæmd hermináms Í herminámi fer ekki fram kennsla í hefðbundinni merkingu þess orðs og er flæði þekkingar frábrugðið hefðbundnu námi. Fyrirlestrar eru einhliða kennsluaðferð þar sem kennari talar og nemendur hlýða á. Í hátækniherminámi eru nemendur á hinn bóginn virkir þátttakendur, þurfa að standa á eigin fótum og leysa vandamál með því að beita eigin þekkingu og færni (Peteani, 2004). Lögð er áhersla á að tengja saman orsakir og afleiðingar við inngrip nemenda. Þótt lagt sé upp með að nemendur takist sjálfir á við tilfellin fylgjast leiðbeinendur með öllu sem fram fer og geta þannig veitt leiðsögn og kennslu samhliða íhlutun nemenda þar sem herminám býður upp á þann möguleika að kennslan sé stöðvuð tímabundið. Þá er hægt að ræða um tilfellið og hvort önnur úrræði séu í boði. Í kjölfarið er hægt að halda tilfellinu áfram eða byrja upp á nýtt og kanna aðra kosti varðandi meðferð sýndarsjúklingsins. Ólíkt alvörusjúklingum finnst sýndarsjúklingum aldrei óþægilegt að óreyndir nemendur annist þá. Óstyrkir og óreyndir nemendur fá þannig tækifæri til að þjálfast aftur og aftur uns færni er náð. Í herminámi er litið á kennarann sem leiðbeinenda sem skapar aðstæður sem gera nemandanum kleift að öðlast þroska eða færni á eigin forsendum. Herminám reynir samtímis á mörg svið þekkingar og færni við aðstæður sem krefjast gjarnan samvinnu og útsjónarsemi og reyna þannig á marga hæfnisþætti. Í herminámi er lögð áhersla á samþættingu þekkingar, verklegrar færni og gagnrýninnar hugsunar (Rauen, 2001). Þar reynir á þekkingu nemenda í líffærafræði, lífeðlisfræði og lyfjafræði auk verklegrar færni, svo sem við líkamsmat og annars konar hjúkrunarmeðferð. Í herminámi æfa nemendur sig í að meta ástand sýndarsjúklings og taka ákvörðun um næstu skref. Þær ákvarðanir þurfa að byggjast á upplýsingum sem nemendur afla sjálfir. Ákvarðanir þurfa einnig að taka til nýrra upplýsinga þar sem ástand sýndarsjúklinga er síbreytilegt líkt og hjá raunverulegum sjúklingum. Einnig þurfa nemendur að meta áhrif inngripa með því að endurmeta ástand sýndarsjúklingsins. Hátækniherminám er með þessu móti talið stuðla að þjálfun og beitingu gagnrýninnar hugsunar hjá nemendum þar sem viðbrögð sýndarsjúklings ráðast fyrst og fremst af ákvarðanatöku nemenda (Ravert, 2008). Þrátt fyrir að margir fræðimenn innan hjúkrunar telji að herminám muni auka gagnrýna hugsun eru rannsóknir á því sviði skammt á veg komnar (Rauen, 2001; Ravert, 2008). Hefðbundið herminám skiptist í nokkra þætti. Í upphafi er mikilvægt að kynna aðstæður fyrir nemendum, hvar hlutir eru geymdir og svo framvegis. Þá þurfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.