Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 49
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 2011 45 Þegar viðeigandi meðferð hefur leitt til þess að skjólstæðingar útskrifast, þá er búið að kynna þeim þau úrræði sem til eru og yfirleitt er farið með einstaklingana á þá staði sem um er að ræða. Vonin er sú að þeir komi til með að nýta sér úrræðin til aukins félagsskapar og uppbyggingar. Sumir hafa engan áhuga, aðrir hafa áhuga og eflast og sumir byrja áhugasamir en flosna upp og sigla í sama farið, leggjast aftur inn og ferlið endurtekur sig. Á tímabili velti ég mikið fyrir mér í hvað betur mætti fara eftir útskrift og ég velti fyrir mér hvort deildin gæti fylgt fólki eftir í einhvern tíma eftir útskriftina til að tryggja að batinn héldist, þó án þess að við reyndum að þröngva batanum upp á fólk heima hjá sér. Ég ræddi þetta við yfirmann minn á þeim tíma sem fannst hugmyndin góð en lengra fór hún ekki af minni hálfu. Það gladdi mig því mjög þegar ég frétti að það ætti að bæta þjónustu geðsviðs og stofna samfélagsgeðteymi. Með teyminu yrði góður stuðningur tryggður sem og eftirfylgd skjólstæðinganna. Þegar ég svo gekk í teymið var draumur minn að rætast, ég var kominn aftur á hjólið. Það sem mér finnst þó mikilvægast af öllu er að á sama tíma munu virðing, uppbygging og líðan einstaklinganna verða betri því þeir fá aukna aðstoð við að ná bata og verða sjálfbjarga. Ég skora á Sigurð Harðarson að skrifa næsta þankastrik. Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Fr ét ta pu nk tu r Samkomulag um framtíðarvarðveislu hjúkrunarminja var undirritað 10. janúar sl. Þar með er lokið áratugavinnu minjanefndar félagsins við að finna varanlega lausn hvað varðar hjúkrunarminjasafn á Íslandi. Í samkomulaginu felst að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga afhendir Lækningaminjasafni Íslands til eignar og framtíðarvarðveislu hjúkrunarminjar í eigu félagsins. Bergdís Kristjánsdóttir hefur síðan 2007 safnað og skráð muni félagsins í samstarfi við Þjóðminjasafnið. Lækningaminjasafnið mun nú varðveita þessa muni undir heitinu Hjúkrunarminjasafn og mun leitast við að hafa muni tengda hjúkrun til sýnis á hverjum tíma. Í minjanefnd félagsins eru, auk Bergdísar Kristjánsdóttur, Pálína Sigurjónsdóttir, Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, Ríkey Ríkharðsdóttir og Sigþrúður Ingimundardóttir. Hjúkrunarminjasafn hefur lengi verið áhugamál Pálínu og hefur hún gegnt formennsku í nefndinni. Hún kvaðst ánægð með þessa lausn þó að hún hafi alltaf séð fyrir sér sjálfstætt hjúkrunarminjasafn. Þakkaði hún félaginu og sérstaklega Elsu Friðfinnsdóttur fyrir að hafa unnið sleitulaust að því að koma þessu í höfn. Samkomulag um varðveislu hjúkrunarminja Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, safnstjóri Lækningaminjasafns Íslands, undurrituðu samkomulagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.