Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 29
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 2011 25 kynnt markmið og viðmiðunartölur úr skýrslunni frá 2007. Í velferðarráðuneytinu er, þegar þetta er skrifað, verið að leggja lokahönd á skýrslu þar sem mat verður lagt á árangrinum. Tímarit hjúkrunarfræðinga hefur ekki fengið aðgang að þessum gögnum en skýrslan mun birtast í febrúar. Ritstjóri lagðist í rannsóknarvinnu og tókst að ná í sumar upplýsingarnar annars staðar frá. Velferðarráðuneytið hefur síðan í hyggju að setja fram markmið fyrir 2020 og er sú vinna komin af stað. Í nóvember 2008 gaf heilbrigðisráðherra út aðgerðaáætlun varðandi heilbrigði landsmanna og nefndist hún „Heilsustefna – heilsa er allra hagur“. Í henni var boðuð aukin áhersla á heilsueflingu og forvarnir. Sú nýbreytni var tekin upp að leggja lýðheilsumat á aðgerðir stjórnvalda eins og lagafrumvörp, reglugerðir og ýmsar ákvarðanir. Í heilsustefnunni voru 11 markmið og 30 aðgerðir. Markmiðin voru almennar orðuð en í heilbrigðisáætluninni til 2010 en aðgerðirnar höfðu töluleg viðmið. Til dæmis var gert ráð fyrir að 50 opinberar stofnanir (þar með taldar allar undirstofnanir heilbrigðisráðuneytisins) hefðu gert áætlun um öryggi og heilbrigði í lok 2009. Óljóst er að hvaða leyti heilsustefnunni hefur verið fylgt eftir. Hér á eftir verður sagt frá árangri heilbrigðisáætlunarinnar á nokkrum sviðum en markmiðin á öllum sviðum má skoða á næstu opnu. Áfengis- og tóbaksvarnir Fyrsta markmiðið varðandi vímuefni var að Íslendingar yfir 15 ára aldri neyti að meðaltali ekki meira en 5 lítra af hreinu áfengi á ári en 1998 var talan 5,56 lítrar. Nýlegar tölur sýna þó að því miður hefur neyslan stóraukist. 2007 voru seldir 7,5 lítrar af hreinu áfengi á hvern íbúa. Þá er ótalið það sem fólk bruggar sjálft en talið er að heimabrugg hafi aukist í takt við hækkandi áfengisverð. Stefnt var að því að hlutfall fólks á aldrinum 18-69 ára, sem reykir, yrði undir 12%. Samkvæmt fréttum frá Lýðheilsustöð reykja nú 14,2%. Þó að markmiðinu hafi ekki verið náð er þetta skref í rétta átt og hefur sérstaklega dregið úr reykingum síðan 2007. Helga Sif Friðjónsdóttir, lektor í hjúkrunar- fræðideild HÍ, telur að ekki hafi verið nóg að setja fram heilbrigðisáætlun og hugmyndir um leiðir að settum markmiðum. Hún bendir á að mikilvægt sé að þekkja orsakasamhengi sem liggur til grundvallar áhættuhegðun og ákveða með tilliti til þess hvaða gagnreyndu forvarnir skuli nota á hverjum tíma. Þannig ættu framtíðarheilbrigðisáætlanir að hafa skýra aðgerðaáætlun þar sem forvörnum er beint að ákveðnum þáttum sem liggja að baki áhættuhegðuninni. Einungis þannig er hægt að skoða hvort forvarnir skili í raun tilætluðum árangri. Tannheilsa landsmanna Eitt markmiðið í kaflanum um börn og ungmenni var að tíðni tannskemmda (svokallað DMFT) hjá 12 ára börnum lækki í 1,0. Miðað var við 1996 en þá var DMFT hjá 12 ára börnum 1,5. Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir og verkefnastjóri tannverndar hjá Lýðheilsustöð, segir að DMFT sé tannátustuðull sem er mælikvarði á hversu margar tennur eru skemmdar, fylltar eða tapaðar. Staðan var mæld í landsrannsókn á munnheilsu 12 ára grunnskólabarna 2005 og mældist DMF þá 2,1. Ljóst er að staðan hefur versnað talsvert í stað þess að batna. Í kaflanum um eldri borgara var stefnt að því að yfir 50% fólks 65 ára og eldra hefði að minnsta kosti 20 tennur í munni. Í heilbrigðiskönnuninni „Heilsa og líðan Íslendinga“, sem var gerð 2007, kemur fram að einungis 25% í þessum aldurshópi hafa svo margar tennur. Ólíklegt er því að þessu markmiði hafi verið náð þremur árum seinna. Hins vegar hefur tannheilsa eldri borgara batnað stöðugt síðastliðin 25 ár eins og sést vel á mynd 1. Athyglisvert er að karlar eru líklegri til þess að hafa 20 tennur heldur en konur. Geðheilbrigði Á þessu sviði var fyrsta markmiðið að sjálfsvígum mundi fækka um 25%. Markmiðið var svo lækkað í 15% við endurskoðun 2007 þar sem í ljós hafði komið að engin fækkun sjálfsvíga hafði átt sér stað á tíu ára tímabili. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga benti reyndar þegar 2001 á það í umsögn sinni til Alþingis að þetta markmið væri óraunhæft nema til kæmi umfangsmiklar aðgerðir. Annað markmið var að draga mundi úr tíðni geðsjúkdóma um 10%. Líkast til mun ekki heldur þetta markmið nást. Í endurskoðuðu skýrslunni frá 2007 kemur fram að geðsjúkum hefur fækkað lítillega. Páll Biering, geðhjúkrunarfræðingur og dósent í hjúkrunarfræðideild, segist bara hafa það um þessi markmið að segja að þau séu algerlega merkingarlaus nema aðgerðaáætlun hefði fylgt þeim. Reyndar voru settar fram sjö leiðir en þær voru allar frekar almennt orðaðar, eins og bætt menntun, almenningsfræðsla og efling forvarna. Athyglisvert er að geðsjúkdómar valda meira vinnutapi og kostnaði fyrir sam- 50 40 30 20 10 0 1985 1990 8,5 2,9 12,9 6,4 17,2 7,6 20,4 13,6 28,0 21,9 2000 Karlar Konur Mynd 1. Hlutfall (%) 65 ára og eldri Íslendinga með 10 eða fleiri tennur í hvorum gómi eftir kyni og ári. Heimild: Lýðheilsustofnun. 20071995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.