Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 25
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 2011 21 stuðning. Mér finnst þó að það eigi að skilgreina slíka notkun sem fjötranotkun, ekki síst til að leggja áherslu á að þessi notkun á ætíð að vera síðasta úrræðið og má aldrei koma í stað aðstoðar við hreyfingu. Þess má geta að á ritunartíma greinarinnar hefur verið unnið að verklagsreglum um notkun fjötra á deild L-4, heilabilunardeild Landspítala, þar sem ég starfa. Þær eru ekki fullfrágengnar en meginmarkmið þeirra er að gera fjötraúrræðið óaðgengilegt og að setja skýrar reglur um notkun þess. „Er starfsfólkið til staðar og reiðubúið að veita stuðning eða finnst því kannske auðveldara að binda bara skjólstæðinginn svo ekki þurfi þetta stöðuga eftirlit?“ Í leiðbeiningum Sóltúns eru talin upp nokkur úrræði til að draga úr notkun fjötra. Þar er nefnd til virkni, svo sem samvera og þátttaka í daglegum athöfnum, líkamsþjálfun, svo sem hreyfing úti við, og sjúkraþjálfun. Byrjað er að fara yfir lyfjameðferð, meðal annars til að draga úr notkun róandi lyfja sem geta stuðlað að falli. Reglubundnar salernisferðir eru nefndar til, en fall verður oft þegar skjólstæðingur þarf á salerni og fer af stað sjálfur. Mai Britt Henriques, sem áður var vitnað til, nefnir þetta allt og auk þess atriði eins og skófatnað, hjálpartæki og innréttingar í húsnæði, meðal annars að umhverfi sé kunnuglegt. Hún kemur einnig inn á afstöðu starfsfólks en það er auðvitað gríðarlega mikilvægt atriði: Er starfsfólkið til staðar og reiðubúið að veita stuðning eða finnst því kannske auðveldara að binda bara skjólstæðinginn svo ekki þurfi þetta stöðuga eftirlit? Þess skal sérstaklega getið í þessu samhengi að mönnun á dönskum hjúkrunarheimilum er síst betri en hér á landi og í Pilehuset til dæmis virtist mönnunarlíkan mjög sambærilegt við það sem hér er algengt miðað við reynslu og þekkingu höfundar, það er varðandi fjölda, en fagleg samsetning var sérlega hagstæð. Í klínískum leiðbeiningum um byltur á Landspítala segir um byltur að fjötrar leiði til minni hreyfigetu, slappleika, lélegri blóðrásar og margs annars. Einnig er vitnað til rannsókna sem sýna að fjötrar fækki ekki byltum en að meiðslum af völdum byltna fækki með minni notkun fjötra. Bandarísk rannsókn, sem vitnað er til í þessum leiðbeiningum, voru bornar saman byltur á einu ári þar sem fjötrar voru leyfðir og einu ári þar sem þeir voru bannaðir. Ekki var marktækur munur á hve margar byltur urðu en hins vegar voru marktækt færri alvarleg meiðsli af völdum byltna, þar á meðal marktækt færri sjúkrahúsinnlagnir þegar fjötrar voru ekki notaðir (Dunn, 2001). Þetta skýrist væntanlega af því að þegar ekki er hægt að grípa til hins „auðvelda“ úrræðis – fjötra – þarf starfsfólk að úthugsa aðrar leiðir og þær fela gjarnan í sér meiri hreyfingu skjólstæðingsins, meira eftirlit og meiri virkni. Notkun fjötranna getur hins vegar orðið upphaf að vítahring þar sem skjólstæðingur verður stöðugt getuminni og í meiri byltuhættu. Einnig getur notkunin valdið auknum óróleika sem aftur krefst lyfjameðferðar sem enn minnkar færnina ... og þannig áfram niður á við með síauknu álagi á starfsfólk að ekki sé talað um líðan skjólstæðingsins. „Notkun fjötranna getur hins vegar orðið upphaf að vítahring þar sem skjólstæðingur verður stöðugt getuminni og í meiri byltuhættu.“ Íslensk úrræði Íslenskir hjúkrunarfræðingar í öldrunar- þjónustu vita margir mjög vel um þessi atriði eins og fram kemur í ofangreindum klínískum leiðbeiningum. Þar er einnig vitnað í verklagsreglur um notkun fjötra sem unnar voru fyrir nokkrum árum. Þessar reglur hafa því miður týnst í hinum miklu skipulagsbreytingum sem gerðar voru á Landspítala og finnast ekki lengur á neti hans en úr því mun fljótlega verða bætt. En líklegt má telja að þær hafi verið nokkuð svipaðar þeim sem eru í gildi á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri þar, var áður framkvæmdastjóri hjúkrunar á öldrunarsviði Landspítalans og hefur lengi starfað að því að draga úr notkun fjötra. Reglur Sóltúns, en þær má finna á heimasíðu heimilisins, eru á þessa leið: • Gerður er greinarmunur á öryggis út- búnaði, svo sem beltum í stól, borðplötu eða grindum á rúmi og fjötrum. • Öryggisbúnað má einungis nota með samþykki íbúa á Sóltúni eða aðstandenda hans. Samþykkið skal vera upplýst og skriflegt. • Áhersla er lögð á önnur úrræði, svo sem þjálfun og virkni. • Einnig er áhersla lögð á að fræða starfsfólk. Þessar reglur eru hér tíundaðar svo nákvæmlega vegna þess að þær eru það eina sem leit á heimasíðum fjölda stofnana og embætta leiddi í ljós um fjötra og hindranir í öldrunarþjónustu. Það vekur athygli að í þessum leiðbeiningum er lögð áhersla á öryggisútbúnað sem virðist skilgreindur eitthvað annað en fjötrar. Belti í stól eru yfirleitt í fræðiskrifum skilgreind sem fjötrar – þó tilgangurinn sé öryggi og þó skjólstæðingurinn hafi veitt samþykki. Þessi munur er þó víðar notaður en hjá Sóltúni, til dæmis í RAI- matinu. Það er ekki tilgangur höfundar með þessum skrifum að fella stóradóm um eina eða aðra leið til að leysa mót- hverfuna milli þess að tryggja öryggi og vernda sjálfræði skjólstæðinga öldrunarþjónustu. Fremur er tilgangurinn að stuðla að umræðum um hugsanlegar úrlausnir í þá átt að sjálfræði verði betur tryggt – en hitt er líka augljóslega nauðsynlegt að við, starfsfólk í öldrunar- þjónustu, þurfum á betri og meira upplýsandi löggjöf og reglugerðum að halda en nú eru fyrir hendi. Reglur Sóltúns eru stórt skref fram á við í því efni. Það er heldur ekki raunhæft markmið að ætla að aldrei megi nota fjötra af ýmsu tagi eða að þeir séu ætíð af hinu illa. Augljóslega eru þess dæmi að þeir veiti skjólstæðingi öryggi og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.