Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 57
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 2011 53
Ritrýnd fræðigrein
SCIENTIFIC PAPER
Marktæknimörk voru sett við p≤0,05.
Þegar gerð er grein fyrir lýsandi niðurstöðum á spítala og við
svörun á rannsóknaspurningu 4 eru notuð svör allra sjúklinga
sem svöruðu spítalalistanum. Þegar gerð er grein fyrir lýsandi
niðurstöðum heima og við svörun á rannsóknaspurningu 5
eru notuð svör sjúklinga sem svöruðu þegar liðnar voru að
lágmarki 4 vikur frá útskrift af spítala.
NIÐURSTÖÐUR
Þátttakendur
Endanlegt úrtak var 733 sjúklingar. Þátttöku höfnuðu 118
og 43 samþykktu þátttöku en skiluðu ekki spurningalistum.
572 sjúklingar (78%) skiluðu a.m.k. einum spurningalista, 561
(76,5%) spítalalistanum, 481 (68,6%) heimalistanum og 470
sjúklingar (64,1%) báðum listunum. Einungis 416 (56,8%)
skiluðu heimalistanum á tilskildum tíma eða fjórum vikum eftir
útskrift eða síðar (M=50,27 dagar; sf=13,3 dagar), hinir 54
skiluðu áður en sá tími var liðinn.
Í brjóstholsaðgerð fóru 78 sjúklingar, þvagfæraaðgerð 88
sjúklingar, meltingarfæraaðgerð 93 sjúklingar, brjósklos- eða
bakaðgerð 123 sjúklingar, hné- og mjaðmaskipti 121 sjúklingur
og brjóstaaðgerðir 37 sjúklingar.
Rannsóknarspurning 1. Hvernig er fræðslu til skurðsjúklinga á
Landspítala háttað?
Til að svara þessari spurningu er lýst niðurstöðum um hver
veitti fræðslu á spítalanum, innihald fræðslu á spítala og heima
og gagnsemi og form fræðslunnar.
Aðspurðir á sjúkrahúsinu (N=561) sögðu 66,1% sjúklinga
að hjúkrunarfræðingar, 55,2% að læknar og 48,8% að
sjúkraþjálfarar hefðu veitt þeim fræðslu. Sambærilegar tölur,
þegar spurt var heima (N=416), voru 79,1%, 66,1% og
58,7%. Mikill minnihluti sjúklinga sagði aðrar starfstéttir hafa
frætt sig. 98 sjúklingar sögðust hafa leitað upplýsinga um
sjúkdóm sinn annað en til heilbrigðisstétta. Nefndu þeir
helst netið, sjúklinga sem hefðu farið í sams konar aðgerðir
og starfsfólk heilbrigðiskerfisins (lækna, hjúkrunarfræðinga)
sem þeir þekktu. Aðspurðir heima (N=416) sögðu 50,7%
þátttakenda fræðsluna á sjúkrahúsinu hafa verið munnlega og
43,8% skriflega. 307 sjúklingar fengu skriflegt fræðsluefni með
sér heim af spítalanum og 88,9% þeirra sögðu það hafa verið
mjög/frekar gagnlegt.
Á sjúkrahúsinu var spurt hvort sjúklingar hefðu fengið fræðslu
um 17 atriði og svöruðu á bilinu 460 til 506 hverju atriði.
Hlutföllin hér á eftir eru gefin upp út frá fjölda sem svaraði
hverju atriði fyrir sig. Rúm 80% svarenda töldu að fræðsla
um viðkomandi atriði ætti við í þeirra tilviki og yfir 90% að
14 atriðanna ættu við. Mikill meirihluti sjúklinga (72,8% til
82,6%) sagðist hafa fengið góðar upplýsingar fyrir aðgerð um
svæfingu og deyfingu, hvað yrði gert í aðgerð, um sjúkdóminn
sjálfan, um áætlaða lengd sjúkrahúsdvalar og um hreyfingu
eftir aðgerð. Stór hópur sjúklinga (28,5% til 47,2%) fékk hins
vegar alls engar upplýsingar um öndunaræfingar, fótaæfingar,
hugsanlega röskun á svefni á sjúkrahúsinu, næringu eftir
aðgerð og hugsanlegar breytingar á útskilnaði. Aðspurðir
hversu gagnleg fræðslan hefði verið á spítalanum sögðu 94,1%
þeirra sem svöruðu (N=540) að hún hefði verið mjög eða frekar
Tafla 1. Hlutfall sjúklinga sem telja að ákveðnir þættir fræðslu hefðu mátt vera betri fyrir aðgerð og fyrir útskrift.
Fræðsla fyrir aðgerð (spurt á sjúkrahúsi)
(N=556)
Fræðsla um ferlið eftir að heim er komið (spurt heima)
(N=414)
Þættir fræðslu % Þættir fræðslu %
Fylgikvillar aðgerðar 15,6 Tíminn sem það tekur að jafna sig 33,1
Hreyfing eftir aðgerð 15,1 Verkir 21,7
Sjúkdómurinn sjálfur 14,0 Notkun verkjalyfja 20,8
Verkir 13,5 Hvenær ætti að draga úr verkjalyfjanotkun? 20,8
Verkjameðferð 11,3 Hvenær væri æskilegt að hefja störf að nýju? 18,6
Skurðsár 11,0 Hvenær ætti að hafa samband við lækni/sjúkradeild? 15,9
Hægðir 9,5 Skurðsár 13,8
Næring 9,4 Hreyfing 13,3
Tími aðgerðar á aðgerðardegi 9,4 Notkun svefnlyfja 11,6
Þvaglosun 8,5 Kynlíf 11,4
Aðgerðin sjálf 7,9 Mataræði 10,9
Notkun svefnlyfja 7,0 Svefn 10,6
Lengd sjúkrahúsdvalar 6,8 Hægðir 10,4
Öndunaræfingar 6,5 Þvaglosun 9,2
Svefn 5,4 Hvenær væri í lagi að fara í bað/sturtu? 7,0
Svæfing/deyfing 4,3