Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Síða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Síða 33
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 2011 29 í útreikningana er stungið forsendum sem miðast við íslenskar aðstæður. Forsendurnar geta aftur á móti verið misnákvæmar og réttmætar því skortur hefur verið á góðum og áreiðanlegum gögnum innan íslenska heilbrigðiskerfis- ins. Einn helsti vandinn hefur verið að fá bæði kostnaðar- og heilbrigðisupplýsingar innan heilbrigðiskerfisins því söfnun og úrvinnsla hefur verið takmörkuð og samræmd skráning verið lítil. Ákvarðanir, sem teknar eru í upphafi, og þær forsendur, sem notaðar eru, geta því haft áhrif á niðurstöðuna. Kostnaðarábatagreiningar geta verið mismunandi eftir því hvort verið er að skoða og meta kostnað eingöngu út frá sjónarhorni heilbrigðiskerfisins eða út frá samfélaginu. Með því að meta samfélagslegan kostnað vegna sjúkdóms er hægt að skoða nánar hvaða áhrif sjúkdómurinn hefur á allt samfélagið, þjóðarframleiðslu og framtíð þjóðarinnar. Rannsóknum erlendis um samfélagsleg áhrif sjúkdóma hefur verið að fjölga. Flestir rannsakendur nota sömu aðferðafræðina sem er að reikna út beinan kostnað vegna sjúkdóms á heilbrigðiskerfið og óbeinan kostnað sem verður til dæmis vegna framleiðslutaps. Í sumum grunnútreikningum er ekki tekið tillit til óbeins kostnaðar og getur það haft áhrif á niðurstöður kostnaðargreiningarinnar. Einnig er erfitt að bera saman niðurstöður greininga milli landa, jafnvel þótt gæði þjónustunnar og meðferðarúrræði séu þau sömu. Það felst einkum í mismunandi forsendum útreikninga og mismunandi kostnaði við meðferð. Þó svo að heil- brigðis kerfi annarra landa hafi nýtt sér Samfélagslegur kostnaður. Kostnaður sem allt samfélagið ber vegna tiltekinna aðgerða. Aðgerðirnar hafa áhrif á neytendur, framleiðendur og aðra samfélagsþegna. Skilvirkni. Með skilvirkni er átt við góða nýtingu framleiðslu- þátta. Að hagkvæmasta magn sé framleitt á markaði. Auðlindir. Auðlindir samfélagsins geta verið af ýmsum toga, svo sem fjármagn, mannauður, tími og margt fleira. Hagfræði fjallar um leiðir til að ráðstafa þessum takmörkuðu auðlindum. Ráðstöfun auðlinda er mikilvæg því ekki er hægt að framleiða allt sem hugurinn girnist. Markaðsbrestur. Þegar markaður nær ekki fram af sjálfs- dáðum hagkvæmustu ráðstöfun takmarkaðra auð linda sam- félagsins kallast það markaðsbrestur. Markaðs brestirnir í heilbrigðiskerfinu eru flóknir og margir. Markað slögmál geta ekki leiðrétt markaðinn án aðstoðar og því þarf í sumum tilvikum inngrip stjórnvalda. Heilsutengd lífsgæðavegin æviár (QALY). Lífsgæða vegin æviár eru viðbótaræviár sem hafa verið leiðrétt miðað við heilsutengd lífsgæði. Mælikvarðinn QALY hefur verið mikið notaður í rannsóknum innan heilsuhagfræðinnar og sýnir mismunandi stig heilbrigðis, allt frá 1 til 0. Líf einstaklings, sem býr við sársauka, er ekki metið eins og þess sem er fullfrískur. Einstaklingur, sem er við fullkomna heilsu, fær 1 stig en 0 stig þýðir dauði. slíkar greiningar í áraraðir hafa áherslur og leiðbeiningar varðandi útreikninga og fleira breyst mikið. Nýlega komu út leiðbeiningar á vegum Alþjóða heilbrigðismálastofnunar innar um hvernig framkvæma eigi fram tíðar- kostnaðargreiningar er varða til dæmis áfengisnotkun og nefnast leiðbeiningarnar á ensku „Best practice in estimating the cost of alcohol: Recommendation for future studies“ (Kostnaðargreining áfengisneyslu: Leiðbeiningar fyrir framtíðarrannsóknir). Í þeim leiðbeiningum kemur skýrt fram hvaða kostnað eigi að taka með í greininguna. Kostnaðurinn, sem um ræðir, er ekki eingöngu tilkominn vegna umframnotkunar á heilbrigðiskerfinu heldur er um að ræða kostnað sem verður vegna framleiðnitaps þeirra sem missa úr vinnu og þann kostnað sem hlýst af afbrotum og fleiru tengdu andfélagslegri hegðun sem þarf að taka með í greininguna. Einnig þarf að meta óáþreifanlegan kostnað sem verður vegna vanlíðunar, sársauka og þjáningar. Ekki er auðvelt að meta þennan kostnað þar sem hann hefur ekki verðgildi en fólk er tilbúið til að borga eitthvað til að forðast sársauka og þjáningar og það er hægt að meta. Kostnaðarábatagreining heilbrigðis áætlun - ar innar er ófullkomin að því leyti að hún snýst einungis um bein áhrif þess sem gerist ef markmið skýrslunnar ná fram að ganga. Langtímamarkmið heilbrigðis- áætlun arinnar eru með ófullkomnum hætti rökstudd með hagrænu mati á hve kostnaður myndi lækka ef markmiðin næðu fram að ganga. Þegar lögð er fram langtímaheilbrigðisáætlun til að bæta heilsufar þjóðarinnar þurfa aðgerðir eða íhlutanir ekki einungis að vera árangursríkar heldur þarf að nýta sem best þau verðmæti og auðlindir sem úr er að spila. Heilbrigðisáætlun á vegum hins opinbera þarf að uppfylla ákveðin skilyrði áður en hafist er handa. Greina þarf markaðsbresti í heilbrigðiskerfinu og inngrip stjórnvalda ráðast af þessum markaðsbrestum og þeim úrræðum sem í boði eru. Grunnhugsunin með kostnaðarábatagreiningu er að skoða hvort heildarávinningur til dæmis forvarnaríhlutunar sé meiri en heildar- kostnaður íhlutunarinnar sjálfrar. Mikilvægt er að velja íhlutun sem nær settu markmiði með sem minnstum tilkostnaði. Kostnaður íhlutunar getur verið mjög lítill í samanburði við þann kostnað sem til dæmis ofneysla áfengis hefur á samfélagið. En ef takmarkaðar auðlindir eru til staðar skiptir miklu að þær fari til þeirra úrræða sem mestu skila til baka. Ef nýta á auðlindir í forvarnarátak til að lækka ofneyslu áfengis þá er minna eftir til að ná öðrum markmiðum. Flestar rannsóknir sýna að upplýsingagjöf til almennings er ekki skilvirkasta leiðin til að draga verulega úr neyslu á til dæmis áfengi. Niðurstöður margra rannsókna innan heilsuhagfræðinnar sýna að þær íhlutanir, sem eru gagnreyndar og skila árangri, eru hærra áfengisgjald, hærra aldurstakmark, bann við áfengisauglýsingum og takmarkað aðgengi að áfengissölustöðum með því að fækka sölustöðum og stytta afgreiðslutíma. Kostnaðarábatagreiningar ber að líta á sem hjálpartæki til að auðvelda samanburð á verkefnum hvort sem um framkvæmdir hjá ríkisvaldinu eða einkafyrirtækjum er að ræða. Nokkur hugtök innan heilsuhagfræðinnar

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.