Morgunblaðið - 03.09.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Eykon Energy og samstarfsaðilar
eru að hefja frekari rannsóknir á
Drekasvæðinu.
Rannsóknarskipið Oceanic Chall-
enger sigldi frá Reyðarfirði áleiðis á
svæðið í gær. Skömmu áður, eða um
sexleytið, kom annað skip til Reyð-
arfjarðarhafnar sem mun þjónusta
rannsóknarskipið.
Oceanic Challenger er búið búnaði
sem sendir hljóðbylgjur niður á hafs-
botninn og veitir endurvarpið vís-
bendingar um jarðlögin. Verða tveir
staðir á íslenska hluta Jan Mayen-
svæðisins, eða Drekasvæðinu, rann-
sakaðir sérstaklega.
Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og
stjórnarformaður Eykon Energy,
segir leiðangurinn taka um mánuð.
Með rannsókninni verði fyllt upp í
eyður frá fyrri leiðöngrum. Nýju
gögnin verði sett í tölvu og þau sam-
keyrð með eldri gögnum til að fá
gleggri mynd af rannsóknarsvæð-
inu. Niðurstöðurnar munu liggja fyr-
ir á næsta ári.
Kemur ekki aftur til hafnar
Kostnaður við þennan hluta olíu-
leitarinnar er um milljarður króna.
Heiðar segir Oceanic Challenger
fljótandi rannsóknarstofu sem sé í
eigu CGG, kanadísks/fransks fyrir-
tækis sem sé framarlega á þessu
sviði í heiminum. Þetta skip kemur
ekki aftur til Reyðarfjarðar, heldur
fer síðan áfram til annarra verkefna.
Að sögn Heiðars eru þrívíðar
mælingar næsta skrefið í olíuleitinni.
Sá hluti kostar nokkra milljarða.
Síðan taki við olíuboranir. Heiðar
segir hafa verið ákveðið að fjölga
borunum úr einni í þrjár og eru þær
fyrirhugaðar á árunum 2020, 2022 og
2023. Hver hola kostar nú minnst um
100 milljón bandaríkjadali.
„Hin mikla lækkun olíuverðs að
undanförnu er það besta sem gat
komið fyrir okkur, enda þýddi það að
leitarkostnaður lækkaði gríðarlega.
Eftir að olíuverðið hrundi er leitar-
kostnaður í sumum tilfellum búinn
að lækka um 80%. Það er meira en
olíuverðslækkunin sjálf,“ segir hann.
Halda til olíuleitar á Drekasvæðinu
Eykon Energy og samstarfsaðilar gera út rannsóknarskip og þjónustuskip í eins mánaðar leiðangri
Næst taka við þrívíðar mælingar Ákveðið hefur verið að gera þrjár tilraunaboranir á næsta áratug
Ljósmynd/Helga Guðrún Jónasdóttir
Við bryggju Rannsóknarskipið Oceanic Challenger í Reyðarfjarðarhöfn.
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
„Íslendingar eru að koma hingað með
allskonar ferðamáta; lestum, bílum,
flugvélum, nefndu það bara. Evrópskir
Íslendingar eru hingað komnir og svo
bætast um tvö þúsund við þegar ís-
lensku flugvélarnar lenda,“ segir
Benjamín Hallbjörnsson, varaformaður
Tólfunnar, en mikil stemning var á
Dam-torginu í Amsterdam í gær þar
sem þeir Íslendingar, sem eru komnir
til Hollands, drukku í sig stemninguna.
Íslenska landsliðið í knattspyrnu mun
fá áður óþekktan stuðning þegar það
gengur út á Amsterdam Arena völlinn í
dag gegn Hollendingum í undankeppni
EM í fótbolta. Erfitt er að segja með
vissu hversu margir Íslendingar verða
þarna, en ekki færri en fjögur þúsund.
Dagskráin á þessari stærstu Íslend-
ingaveislu á erlendri grundu er
ekki sérlega flókin.
Sungið og trallað á
Dam-torginu bæði fyr-
ir leik og eftir. Þar var
partýið í gær.
„Hér er varla spjallfriður enda fáir
að spjalla. Hér eru allir að syngja og
gleðjast,“ segir Benjamín en hann
gengur undir nafninu Benni bongó
enda auðþekktur á bongótrommunni
sem hann ber. „Ég er reyndar kom-
inn í bongófrí núna. Löggan
kom og bað mig að spara
kraftana fram að leikdegi,“
segir hann og hlær.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Stemning Benjamín með bongótrommuna að kyrja söng um Gylfa Þór Sigurðsson. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa.
Treyja Kristinn Hallur Jónsson, gjaldkeri Tólfunnar, með
hendurnar á treyjunum sem seldust eins og heitar lummur.
Tvö efstu liðin í riðlinum komast
beint á Evrópumótið í Frakklandi. All-
ar líkur eru á að sex stig í viðbót
dugi Íslandi til að komast til Frakk-
lands og dugar þannig að vinna heimaleikina
gegn Kasakstan og Lettlandi og kæmist það
þá í fyrsta skipti í lokakeppni Evrópumótsins. Þá
yrði liðið með 21 stig. Tékkar geta mest náð 25 stig-
um og Hollendingar 22, en þessi lið eiga eftir að mæt-
ast innbyrðis. „Ég er hrikalega spenntur fyrir þessum
leik og þessum degi. Ég ætla að hlusta á Styrmi Gíslason,
guðföður Tólfunnar, og spá jafntefli 1:1,“ segir Benjamín.
EVRÓPUMÓTIÐ Í FRAKKLANDI
Stuð Það var mikið fjör þegar ljósmyndara Morgunblaðsins
bar að garði á Europub. Ekta Tólfugleði, söngur og söngvatn.
Skjalfest Alla gleðina verður að senda yfir veraldarvefinn og
var þessi frú með græjurnar á hreinu. Aðrir syngja með.
Fjögur frækin Þessi létu sig ekki vanta til Amsterdam og tóku
undir í öllum lögunum sem Tólfan hefur samið um landsliðið.
Blá hátíð í Amsterdam
Dam-torgið málað í íslensku fánalitunum Allt fór vel fram og
vakti framganga Íslendinganna töluverða athygli heimamanna
sínum vinnustað. Hér eru allir glaðir og
allir stefna að sama markmiði, að hvetja
liðið til dáða.
Þegar ég lít yfir torgið myndi ég
giska að hér væru 700 manns í bláu og
einhverjir í borgarlegum klæðnaði. Það
er líka fullt af Hollendingum hér sem
vilja vera með í gleðinni.
Ég myndi segja að hér væri landsliðs-
stemning eins og hún gerist best. Stuðið
í kringum landsliðið hefur á undan-
förnum misserum farið fram úr björt-
ustu vonum og þjóðhátíð er bara klink
þegar Tólfan er í stuði og í fullu fjöri,“
sagði Benni að endingu.
Allt fór vel fram í gær og vakti fram-
ganga Íslendinganna töluverða athygli
heimamanna sem margir kíktu í heim-
sókn en fleiri fylgdust með úr fjarska.
Allir með sama markmið
Um 2.800 manns, hið minnsta, eru að
koma í dag með Gaman-ferðum í það
sem Benjamín kallar Tólfupartí ársins.
„Tólfan er orðin svo stór að hún rúmast
ekki í einni flugvél,“ segir hann. „Það er
verið að flétta allskonar ferðum saman
hingað. Vinir eru að koma saman, fjöl-
skyldur og vinnustaðir. Ég hitti mann
hér áðan sem var í árshátíðarferð með
Arjen
Robben
Gylfi Þór
Sigurðsson
Sex stig ættu að
duga til Frakklands