Morgunblaðið - 03.09.2015, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 03.09.2015, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Ný sending af undirfatnaði frá • 1.500 • 1.900 • 2.900 • 3.900 • 4.900 • 5.900 LAGERHREINSUN Skoðið flottu fötin á friendtex.is Allt á að seljast Bonito ehf. • Friendtex • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is Opið fimmtudag - föstudag 12:00-18:00, laugardag 11:00-16:00, sunnudag 13:00-16:00 Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575 30% afsláttur Fimmtudag, föstudag og langan laugardag Buxna,- úlpu- og leðurjakkasprengja Laugavegi 63 • S: 551 4422 Vetrar- yfirhafnir í úrvali Skoðið laxdal.is/yfirhafnir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hagfræðideild Landsbankans spáir því að útflutningstekjur Íslands af ferðaþjónustu verði 349 milljarðar króna á þessu ári. Eru þá lagðar saman útflutn- ingstekjur af ferðalögum og farþegaflutning- um með flugi. Hér fyrir ofan má sjá línurit þar sem útflutnings- tekjur af ferða- lögum frá árs- byrjun 2013 eru sundurliðaðar eftir innflutningi og útflutningi. Súlan lengst til hægri hverju sinni sýnir svo þjónustujöfn- uðinn. Svo mikill er gangurinn í ferðalögum að jöfnuðurinn er já- kvæður um 26.465 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins, borið saman við 27.320 milljónir allt árið 2013. Samtals 45,5 milljarðar í fyrra Jöfnuðurinn var til samanburðar 45.456 milljónir allt árið í fyrra. Hagstofan birti í fyrradag tölur fyrir fyrri hluta þessa árs. Þær eru hluti gagna um utanríkisverslun. Gústaf Steingrímsson, sérfræð- ingur hjá hagfræðideild Landsbank- ans, útskýrir spá bankans með því að vísa til veltunnar á fyrri hluta ársins. „Á fyrri árshelmingi námu út- flutningstekjur ferðaþjónustunnar um 147,6 milljörðum króna, sem er um 15% meira en á sama tímabili í fyrra. Við höfum kosið að horfa á út- flutningstekjur ferðaþjónustunnar sem samtölu liðanna ferðalög og far- þegaflutningar með flugi eins og þeir eru skilgreindir hjá Hagstofunni.“ Vöxtur í komum ferðamanna „Síðari liðurinn snýr að öllum tekjum íslenskra flugfélaga af er- lendum ferðamönnum hvort sem þeir koma hingað til lands eða ekki. Fyrri liðurinn snýr eingöngu að ferðamönnum sem koma til Íslands og hefur verið mun meiri vöxtur á því sviði en í farþegaflutningum með flugi á síðustu árum enda hefur verið mikill vöxtur í komum ferðamanna hingað til lands. Ef við gefum okkur að vöxturinn í tekjum ferðaþjónustunnar á fyrri árshelmingi hafi forspárgildi fyrir vöxtinn yfir árið í heild má gera ráð fyrir að útflutningstekjur ferðaþjón- ustunnar verði um 349 milljarðar króna á þessu ári. Til samanburðar námu tekjurnar um 303 milljörðum í fyrra og myndi ferðaþjónustan því skila um 45 milljörðum meira í gjaldeyristekjur á þessu ári en í fyrra,“ segir Gústaf Steingrímsson. Þjónustuviðskipti við útlönd Ferðalög 2013, 2014 og fyrri hluta árs 2015 Milljónir 2013 2014 2015* 160.000 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 *Bráðabirgðatölur sem vísa til fyrstu sex mánaða ársins Útflutningur Innflutningur Þjónustujöfnuður Enn eitt metið í ferðaútrásinni  Útflutningstekjur fara stigvaxandi Gústaf Steingrímsson Gísli Thoroddsen mat- reiðslumeistari lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi, 2. september sl., 65 ára að aldri. Gísli fæddist í Reykjavík 6. desember 1949, sonur hjónanna Odds Birgis Thorodd- sen skipstjóra og Hrefnu Gísladóttur Thoroddsen, húsfreyju og félagsmála- frömuðar. Gísli ólst upp á Ás- vallagötunni í Vestur- bæ Reykjavíkur. Hann lauk námi í matreiðslu árið 1971 á veitingahús- inu Brauðbæ og sótti sér síðan starfsreynslu til Danmerkur í tvö ár, vann m.a á Balkonen í Tívolí, Sheraton, Grand Hótel og Hótel Codan. Er heim kom varð hann fljótlega yfirmatreiðslumaður á Brauðbæ sem seinna varð Hótel Óð- insvé. Árið 1991 hóf hann veitinga- rekstur í Perlunni ásamt öðrum og sinnti þeim starfa fram á vor á þessu ári, eða á meðan heilsan leyfði. Á áttunda og níunda áratugnum fór hann utan í matreiðslukeppnir og vann til fjölda verðlauna og átti síðar eftir að þjálfa nemalandslið Ís- lands. Hann átti eftir að útskrifa og leiðbeina hundruðum matreiðslu- nema og var sveins- prófsdómari á árunum 1984 – 1996. Gísli sinnti mat- reiðslustörfum í opin- berum veislum fyrir frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta í tólf ár og sem slíkur eldaði hann ofan í fjölda þjóðhöfðingja um allan heim. Hann var meðlimur í Club des Chefs des Chefs (Alþjóðleg samtök mat- reiðslumanna þjóðhöfð- ingja), í Klúbbi mat- reiðslumeistara og í Félagi matreiðslumanna og sinnti ýmsum félags- og ábyrgðarstörfum á þeim vettvangi. Gísli fór sem gestakokkur hjá Cunard skipafélag- inu í ferð árið 1996 og kynnti sér matreiðsluhætti í skólum og á hótel- um í Grænlandi í þremur ferðum þangað. Þá hafa uppskriftir eftir Gísla birst í Gestgjafanum. Gísli var skáti á yngri árum og studdi við starf þeirra alla tíð. Hann var mikill áhugamaður um bridge og skák og sinnti þeim áhugamálum í gegnum klúbba sem hann og æsku- félagar hans stofnuðu til á tvítugs- aldri. Eftirlifandi eiginkona Gísla er Bryndís Þorbjörg Hannah og börn þeirra eru þau Arnar Eggert, Curv- er og Eva Engilráð. Andlát Gísli Thoroddsen Persónuvernd hefur staðfest að stjórnendur DV hafi brotið lög með meðferð sinni á tölvupósthólfum þriggja fyrrverandi starfsmanna sinna; Reynis Traustasonar, fyrr- verandi ritstjóra, Jóns Trausta Reynissonar, fv. framkvæmdastjóra, og Heiðu B. Heiðarsdóttur, fv. aug- lýsingastjóra blaðsins, eftir að þau luku störfum hjá blaðinu. Héldu þremenningarnir því fram að sér hafi ekki verið gefinn kostur á að skoða pósthólfin til að aðgreina einkapósta frá þeim sem vörðuðu starfsemi DV, pósthólfin hefðu verið áfram opin eftir að þau hættu og einkapóstur þeirra áframsendur á aðra starfsmenn DV. Í úrskurði sínum fellst Persónu- vernd á umkvartanir þremenning- anna og segir að DV ehf. hafi brotið lög. Lagt er fyrir félagið að staðfesta með skriflegum hætti að pósthólfum starfsmannanna fyrrverandi hafi verið lokað og að þeim hafi verið gef- inn kostur á að yfirfara póstinn sinn. Sendu einkapósta á fyrrver- andi samstarfsfélaga DV Morgunblaðið/Árni Sæberg Deilur DV var til húsa við Tryggva- götu þegar umrætt mál kom upp. Eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi við Gvendargeisla í Reykjavík upp úr hádegi í gær. Í húsinu eru 36 íbúðir en þeir íbúar sem voru heima yfirgáfu íbúðir sínar meðan á slökkvistarfinu stóð. Slökkviliðs- menn í reykkafarabúningum fóru inn í íbúðina en hún reyndist mann- laus. Ennfremur kom í ljós að eld- urinn var minniháttar og gekk slökkvistarf hratt fyrir sig. Fólki var tilkynnt skömmu síðar að óhætt væri að snúa aftur í íbúðirnar. Eldur í mannlausri íbúð í fjölbýlishúsi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.