Morgunblaðið - 03.09.2015, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi | Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
Haust 2015
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Læknar, hjúkrunarfólk,sjúklingar og aðstand-endur þeirra fara meðhelstu hlutverk í um tutt-
ugu fræðslu- og heimildarmyndum
sem Páll Kristinn Pálsson, rithöf-
undur og kvikmyndagerðarmaður,
hefur gert fyrir ýmis félaga- og
styrktarsamtök. Sjúkdómar eru
ævinlega í aðalhlutverki. Í nýjustu
myndinni, Líf með flogaveiki, er sjón-
um beint að flogaveiki, sem sam-
kvæmt Laufi – Félagi flogaveikra
hrjáir fjóra til tíu af hverjum eitt þús-
und landsmanna, eða 1.080 til 2.700
manns. Myndin er langt á veg komin
og verður sýnd á RÚV áður en langt
um líður, eins og allar hinar í áranna
rás.
Páll Kristinn er fyrir löngu kom-
inn með formúluna að myndum af
þessu tagi. Vanur maður. Stundum
er hann með margar í takinu í einu.
„Hugmyndafræðin að baki
myndunum gengur í stórum dráttum
út á að upplýsa og auka skilning al-
mennings á eðli sjúkdómsins, út-
skýra vandann sem sjúklingarnir
eiga við að glíma og hvernig þeir tak-
ast á við veikindin. Greiningu, með-
ferð og meðferðarúrræðum er gerð
skil auk þess sem fjallað er um rann-
sóknir og það sem er handan við
hornið á þeim vettvangi. Í öllum
myndunum legg ég áherslu á mann-
lega þáttinn, sem speglast best í
reynslusögum sjúklinga – yfirleitt
tveggja eða þriggja á ólíkum aldri og
með sjúkdóminn á mismunandi stig-
um, sem og aðstandenda,“ segir Páll
Kristinn.
Fordómar gagnvart
flogaveiki
Fræðslumyndin Líf með floga-
veiki, sem Lauf – Félag flogaveikra
stendur að, er af sama meiði. Finn-
bogi Jakobsson taugasérfræðingur
og Pétur Lúðvígsson, taugasérfræð-
ingur barna, fjalla um orsakir og
birtingarmyndir sjúkdómsins og
meðferðarúrræði. Brynhildur
Arthúrsdóttir, formaður Laufs, segir
frá glímu dóttur sinnar, Kristínar
Hrefnu Halldórsdóttur, við floga-
veikina frá barnæsku og Hilmir
Snær Guðnason leikari og Elín
Emilía Jónmundsdóttir framhalds-
skólanemi ræða um hvernig líf þeirra
er með flogaveiki.
„Enn eimir eftir af fordómum
gagnvart flogaveiki, sem sjúklingar
skynja margir hverjir, sem og van-
þekkingu fólks á sjúkdómnum. Sum-
ir halda jafnvel að hann sé smitandi.
Um 80% flogaveikra lifa nánast eðli-
legu lífi með lyfjum og eru annað-
hvort hættir að fá flogaköst eða fá
þau afar sjaldan. Þótt slík köst séu
erfið og komi fyrirvaralaust eru þau
sjaldnast eins alvarleg og þau líta út
fyrir að vera. Sú bábilja var lengi við
lýði að nærstaddir ættu að flýta sér
að stinga skeið í munn þess floga-
veika. Slíkt ætti alls ekki að gera,
heldur einfaldlega skorða eða koma
hinum flogaveika eins þægilega fyrir
og unnt er á hliðinni ef hann skyldi
kasta upp. Yfirleitt líður kastið hjá á
innan við þremur mínútum og því er
óþarfi að hringja á sjúkrabíl, nema
flogið standi lengur, en flogaveikum
er yfirleitt mikil raun að slíku rétt
eins og að fá kast á almannafæri.“
Oftast segir hann fólk verða svo-
lítið vankað eftir flogakast, geti jafn-
vel verið tvo til þrjá daga að jafna sig
og fái yfirleitt harðsperrur í kjölfarið.
„Flogaveiki á sér ýmsar skýringar.
Annars vegar getur hún verið sjálf-
vakin, en þá eru orsakir óþekktar eða
erfðafræðilegar. Hins vegar er talað
um að hún sé sjúkdómavakin og er þá
átt við að sjúkdómurinn sé af völdum
til dæmis áverka eða heilablæð-
ingar,“ útskýrir Páll Kristinn.
Í tengslum við heimildarmynda-
gerð í tvo áratugi hefur hann
óneitanlega orðið margs vísari um
alls konar sjúkdóma. Flest einkenni
flogaveiki þekkti hann þó áður hjá
fjölfötluðum og flogaveikum syni sín-
um.
„Fyrst þegar ég fór að gera
þessar myndir fékk ég annað slagið
snert af svokölluðu læknanemasynd-
rómi, sem lýsti sér í því að ég ímynd-
aði mér að ég væri með einkenni sem
bentu til þess að ég væri haldinn
þeim sjúkdómi sem ég var að fjalla
um hverju sinni. Þetta hefur rjátlast
af mér en ég hef líka komist að raun
um að ólíkir sjúkdómar hafa svipuð
einkenni, sem lýsa sér oft í þreytu,
verkjum og höfuðverk.“
Vatt upp á sig
Tildrög þess að Páll Kristinn hóf
að vinna að gerð fræðslu- og heimild-
armynda má rekja til þess að þegar
hann kom heim frá námi í kvik-
myndafræði við Kaupmannahafnar-
háskóla árið 1993 starfaði hann sem
blaðamaður og textasmiður og var
beðinn um að ritstýra MeginStoð,
tímariti MS-félagsins.
„Nokkrum árum áður hafði ég
meðal annars gert heimildarmyndina
Almannatryggingar í hálfa öld fyrir
Tryggingastofnun ríkisins. Sama ár
og ég byrjaði að ritstýra Megin-
Stoðum ákvað MS-félagið að gera
heimildamynd um MS-sjúkdóminn
og þá var handhægast að fá mig til að
skrifa handritið, sem ég vann síðan
með leikstjóranum Jóni Gústafssyni,
sem var jafnframt upptökustjóri. Níu
árum eftir sýningu myndarinnar
fannst stjórn MS-félagsins tímabært
að gera aðra heimildamynd um sjúk-
dóminn, enda hafði læknavísindunum
fleygt fram og margt hafði breyst til
hins betra varðandi meðferðar-
úrræði, lyf og þvíumlíkt. Ég var feng-
inn til verksins og sama var uppi á
teningnum árið 2013 þegar aftur var
afráðið að ráðast í gerð heimildar-
myndar, þeirrar þriðju, MS: Tauga-
sjúkdómur unga fólksins.“
Í millitíðinni hafði Páll Kristinn
gert tólf myndir, þar af fimm árið
2013, sem tengdust sjúkdómum með
einum eða öðrum hætti, m.a. um
langvinna lungnateppu, kæfisvefn,
sykursýki, nýrnasjúkdóma, krabba-
mein í ristli og endaþarmi, meðfædda
hjartagalla og gigt. Á sama tíma
skrifaði hann líka skáldsögur, smá-
Mannlegi þátturinn speglast
í reynslusögum sjúklinga
Páll Kristinn Pálsson, rithöfundur, blaðamaður og kvikmyndagerðarmaður, hefur síðastliðna tvo áratugi
meðal annars haft lifibrauð sitt af gerð fræðslu- og heimildarmynda um sjúkdóma. Fyrstu árin fékk hann af og
til snert af svokölluðu læknanemasyndrómi og ímyndaði sér einkenni sjúkdómanna hjá sjálfum sér. Sá tími er
liðinn. Nýjasta myndin úr smiðju hans er um flogaveiki.
Margs vísari Í tengslum við
fræðslu- og heimildamynda-
gerði í tvo áratugi hefur Páll
Kristinn orðið margs vísari
um sjúkdóma.
Líf með flogaveiki Hilmir Snær Guðnason, Elín Emilía Jónmundsdóttir og
mæðgurnar Brynhildur Arthúrsdóttir og Kristín Hrefna Halldórsdóttir tala
um reynslu sína af sjúkdómnum í myndinni Líf með flogaveiki.
Ragna Sigurðar-
dóttir, rithöfundur
og myndlistar-
maður, leiðir nám-
skeiðið Spjöllum
saman um mynd-
list, sem hefst 9.
september hjá
Myndlistaskóla
Reykjavíkur
Í námskeiðslýs-
ingu segir m.a..:
„Við höfum öll lent í því að fara á
myndlistarsýningar en vita ekki alveg
hvernig við eigum að koma upplifun
okkar í orð. Námskeiðið Spjöllum
saman samanstendur af heimsókn-
um á myndlistarsýningar með spjalli
þátttakenda og fræðsluerindum um
myndlist og listasögu.“ Leitast verð-
ur við að kafa dýpra í myndlistarsýn-
ingar og bæta við þekkingu í lista-
sögu og samtímamyndlist. Nánar á
vefnum myndlistaskolinn.is.
Námskeið hjá Myndlista-
skóla Reykjavíkur
Spjöllum sam-
an um myndlist
Ragna
Sigurðardóttir