Morgunblaðið - 03.09.2015, Síða 12

Morgunblaðið - 03.09.2015, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á síðustu sex áratugum hafa um 550 flóttamenn komið til landsins. Þró- unin er sýnd á grafi hér til hliðar. Áshildur Linnet, verkefnisstjóri málefna hælisleitenda og flótta- manna hjá Rauða krossi Íslands, segir 50 kvótaflóttamenn sem koma eiga til landsins í ár og á næsta ári ekki tekna með í samantektinni. Hún segir að á árunum 1956 til 1991 hafi ekki verið búið að stofna flóttamannanefnd á Íslandi. Sam- starf ríkisins og sveitarfélaga hafi ekki verið með þeim hætti sem tíðk- aðist eftir að nefndin var stofnuð. Því er móttökusveitarfélag ekki tilgreint árin 1956-1991 hér til hliðar. Víetnamarnir til Reykjavíkur „Á þessum árum tók Rauði kross- inn á móti fólkinu nema hvað stjórn- völd tóku ein á móti einum hópi,“ segir Áshildur og bætir því að Ung- verjarnir og Víetnamarnir í fyrstu hópunum hafi komið til Reykjavíkur. Með hliðsjón af þeim mikla fjölda flóttamanna sem nú hefst við í Ung- verjalandi, eða fer í gegnum landið, rifjar Áshildur upp söguna. „Til að setja þetta í sögulegt sam- hengi er áhugavert að hugsa til þess að árið 1957 höfðu 42 þjóðríki veitt um 160.000 Ungverjum hæli, helm- ingur þeirra fór til Evrópulanda.“ Fram kom í Morgunblaðinu í gær að velferðarráðuneytið áætlar að kostnaður við hvern flóttamann sé 4 til 5 milljónir króna fyrsta árið. Þær upplýsing- ar fengust frá vel- ferðarráðuneyt- inu að kostnaður við móttöku síð- ustu þriggja hópa samtals 24 flótta- manna (sjá árin 2014, 2014-2015 og 2015 í töflunni hér til hliðar) væri rúmlega 113 millj- ónir króna, eða 4,7 milljónir á mann. Stærsti kostnaðarliðurinn hljóðar upp á 44,6 milljónir og er vegna heil- brigðisþjónustu til handa sýrlensku flóttafólki sem hingað kom. Óljóst hver kostnaðurinn er Karl Björnsson, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfé- laga, segir samtökin ekki hafa tekið saman gögn um kostnað sveitarfé- laga af komu kvótaflóttafólks. „Það er óljóst hver kostnaðurinn er. Vegna umræðunnar að undan- förnu teljum við eðlilegt að við tök- um saman upplýsingar og miðlum þeim. Ef sveitarfélög sýna áhuga á að taka við flóttafólki er mikilvægt að geta miðlað upplýsingum til þeirra. Slíkar upplýsingar eiga þó að liggja að einhverju leyti hjá velferð- arráðuneytinu. Fyrirkomulagið er þannig að gerðir eru samningar milli viðkomandi sveitarfélaga og viðkom- andi ráðuneyta. Sambandið kemur ekki að þessu,“ segir Karl. Haft var eftir Regínu Ásvaldsdótt- ur, bæjarstjóra á Akranesi, í Morgunblaðinu í gær, að lengja þyrfti tímabilið sem sveitarfélög fá stuðning frá ríkinu vegna kvóta- flóttafólks. Karl tekur undir þetta sjónarmið. „Við höfum heyrt það frá fulltrú- um sveitarfélaganna að tíminn sem ríkið styrkir sveitarfélögin vegna flóttafólks sé of stuttur. Ef það eigi að gera þetta vel kalli það á meiri út- gjöld en sem nemur stuðningi rík- isins í núverandi fyrirkomulagi.“ Langir biðlistar í borginni Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að reikna út kostnað við komu flóttamanna áður en fjöldinn er ákveðinn. Langir biðlistar séu eft- ir margvíslegri þjónustu í Reykjavík, til dæmis sérkennslu í skólum. „Við höfum farsæla reynslu af því að taka við flóttamönnum, eftir því sem aðstæður leyfa. Þeir hafa komið í litlum hópum og þetta hefur verið vel viðráðanlegt. Það má mín vegna bæta í þann fjölda sem hefur verið ákveðinn. Nú hefur það hins vegar gerst að umræðan tekur furðulega stefnu. Það er byrjað að nefna að Ís- land eigi að taka við mörg hundruð eða jafnvel þúsundum flóttamanna. Síðan fara vissir stjórnmálamenn að ljá máls á því að hingað eigi að koma sem flestir flóttamenn. Það sagði í tillögu í borgarstjórn [í fyrra- dag] að veita ætti sem flestum skjól, án þess að menn átti sig á því hvað það kostar. Menn eiga að byrja á réttum enda. Áður en farið er að ræða töluna held ég að kanna ætti raunverulegt svigrúm og getu hins opinbera til að taka við stórauknum fjölda flóttamanna í Reykjavík.“ Um 550 flóttamenn á um 60 árum Kvótaflóttamenn á Íslandi Skipting eftir upprunalandi 1956 til 2015 Komuár Móttökusveitarfélag Uppruni Fjöldi 1956 Ungverjaland 52 1959 Júgóslavía 32 1979 Víetnam 34 1982 Pólland 26 1990 Víetnam 30 1991 Víetnam 30 1996 Ísafjörður Krajina 30 1997 Hornafjörður Krajina 17 1998 Blönduós Krajina 23 1999 Hafnarfj., Fjarðab., Dalvík Kósóvó 75 2000 Siglufjörður Krajina 24 2001 Reykjanesbær Krajina 23 2003 Akureyri Krajina 24 2005 Reykjavík Kósóvó 7 2005 Reykjavík Kólumbía 24 2007 Reykjavík Kólumbía 30 2008 Akranes Palestínumenn frá Írak 29 2010 Reykjavík Kólumbía 6 2012 Reykjavík Afganistan 9 2014 Hafnarfjörður Afganistan 6 2014-2015 Reykjavík Simbabve, Úganda, Sýrland og Kamerún 5 2015 Reykjavík Sýrland 13 Samtals 549 Karl Björnsson Kjartan Magnússon Áshildur Linnet  Frá árinu 1956 hafa vel á sjötta hundrað flóttamenn frá ýmsum heimshlutum komið til landsins  Kostnaður við móttöku flóttamanns er 4,7 milljónir  Borgarfulltrúi segir kostnaðarmat mikilvægt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.