Morgunblaðið - 03.09.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.09.2015, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Biðlistar erublettur á ís-lensku heil- brigðiskerfi. Um miðjan júlí biðu 5.723 einstaklingar eftir skurðaðgerð. Af þeim höfðu fjög- ur þúsund manns beðið lengur en þrjá mánuði eftir því að komast að. Þetta er afleit staða og óverjandi. Hluta vandans má rekja til verkfalla lækna og heilbrigðis- starfsmanna í BHM. Í raun kem- ur vandinn þó verkföllunum ekki við því að biðlistarnir voru langir fyrir. Milli ára hefur fjölgað um 1.200 manns á biðlistunum. Aukningin milli ára er 26%. Biðlistarnir eru af ýmsum toga. Mest hlýtur að liggja við að hjartasjúklingar fái bót meina sinna. Þar slagar biðlistinn hátt í átta hundruð manns og í kring- um fimm hundruð hafa beðið lengur en í þrjá mánuði. Flestir eru á biðlistum eftir augnaðgerðum, tæplega þrjú þúsund manns. Þar á eftir koma þeir, sem bíða eftir gerviliðum. Þegar langir biðlistar eru orðnir viðvarandi er ekki annað hægt en að ætla að gengið sé út frá þeim. Þegar vísvitandi er lagt minna fé í aðgerðir en þarf til að anna þörfinni eru biðlistar komnir á stefnuskrá. Biðlistinn eftir augnaðgerðum er skýrasta dæmið um það. Gert er ráð fyrir að færri komist að en þurfa. Ekki er um það að ræða að allar stofur séu fullar og fleiri komist ekki að. Hæglega væri hægt að sinna öllum þeim, sem þurfa nýja augnasteina. Aðgerð- in sjálf tekur aðeins fimm mín- útur. Einfaldlega hefur verið sett þak á hversu margar að- gerðir megi gera á kostnað ríkis- ins. Fólki gefst kost- ur á að kaupa sig út af listanum. Það mun kosta um fjög- ur hundruð þúsund krónur. Hinn langi listi sýnir að það er mörgum um megn. Fólk kýs frekar að bíða – eða á ekki annars kost. Á meðan dregur ský fyrir sjónina. Með aðgerðinni er hægt að draga frá þannig að fólk sjái á ný og auka lífsgæði þess svo um munar. Bið eftir gerviliðaaðgerðum tekur einnig sinn toll. Oft eru þeir sem þurfa á gervilið að halda svo kvaldir að þeir geta ekki unnið fulla vinnu. Þar við bætist kostnaður vegna lyfja og umönnunar. Þá kostar meira átak að komast aftur af stað eftir því sem fólki hefur hrakað meira við að bíða eftir aðgerð. Biðlistarnir snúast um að slá óhjákvæmilegum aðgerðum á frest. Bið eftir aðgerð getur leitt til þess að heilsu fólks hraki enn meira en ella. Biðin er kostn- aðarsöm, jafnt fyrir einstak- lingana, sem í hlut eiga, sem þjóðfélagið. Nú ætlar ríkisstjórnin að setja kraft í að vinna á biðlistunum. Tilkynnt var að 1,2 milljarðar yrðu settir í að stytta biðina. Reyndar hlýtur að hafa verið gert ráð fyrir aðgerðunum, sem ekki áttu sér stað vegna verk- fallsins, þannig að ekki á að þurfa að finna peninga til að láta gera þær. Með biðlistunum er heilsu fólks stefnt í hættu og því gert að búa við skert lífsgæði og þján- ingar að óþörfu. Í biðlistunum felst enginn sparnaður, aðeins frestun útgjalda og aukinn kostnaður. Biðlistarnir eru bruðl. Í biðlistunum felst enginn sparnaður, aðeins frestun út- gjalda og aukinn kostnaður} Á biðlista Recep Tayiip Er-dogan Tyrk- landsforseti boðaði í síðustu viku til nýrra þingkosninga í land- inu, en þær sem haldnar voru í júlí leiddu óvænt til þess að AKP-flokkur Erdogans missti meirihluta sinn í fyrsta sinn frá árinu 2002. Stjórnar- myndunarviðræður flokksins gengu ekki sem skyldi, og því ákvað Erdogan að rjúfa þing frek- ar en að gefa stjórnarandstöðunni færi á því að mynda sam- steypustjórn. Tregða Erdogans til þess að virða sjálfsagðar leikreglur lýð- ræðisríkisins ætti ekki að koma á óvart í ljósi þróunar síðustu ára. Allt frá mótmælunum í Istanbúl vorið 2013, sem lögreglan barði niður, hefur sýnt sig að Erdogan hefur lítinn tíma fyrir andstöðu eða gagnrýni. Fjölmiðlamenn eru fangelsaðir í hrönnum, og voru til að mynda tveir breskir blaða- menn fangelsaðir fyrr í vikunni fyrir að taka myndir í héruðum Kúrda, sakaðir um þátttöku í hryðju- verkastarfsemi. Yfirlýst markmið Erdogans fyrir kosningarnar í júlí var að flokkur hans næði auknum meiri- hluta, þannig að hægt yrði að breyta stjórnarskrá landsins á þann veg að forseti landsins yrði mun valdameiri en hann er nú. Úrslitin voru því kjaftshögg fyrir Erdogan, sem hann virðist stað- ráðinn í að snúa við. Í því samhengi verður auðveld- ara að skilja hvers vegna Tyrkir hafa sótt svo hart fram gegn Kúrdum í kjölfar kosninganna, því að sá flokkur sem mestan þátt átti í að neita Erdogan um völdin, HDP, er flokkur hófsamra Kúrda og náði því að verða fjórði stærsti flokkur landsins í júlí. Átökin á milli Tyrkja og Kúrda gætu grafið undan HDP og fært Erdogan aft- ur taumhaldið í tyrkneskum stjórnvöldum. Fari svo gæti sneyðst nokkuð um lýðræðið í Tyrklandi. Forseti Tyrklands reynir enn að seilast til meiri valda en landinu er hollt} Önnur tilraun hjá Erdogan F jölmiðlar og samfélagsmiðlar heimsins eru uppfullir af frá- sögnum af flóttafólki sem streymir til Evrópu frá stríðs- hrjáðum heimalöndum sínum. Allt annað sem er að gerast þessa dagana í ís- lensku samfélagi og ratar í fréttir virðist held- ur fáfengilegt í samanburði, sérstaklega þó fréttir af ungfrúnni góðu, Ashley Madison, sem gert hefur nokkrum karlmönnum lífið leitt. Það er átakanlegt að horfa á ljósmyndir og myndbrot af flóttafólki í aðstæðum sem eng- inn vill vera í. Skörungurinn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að löndin í Evrópu verði að deila ábyrgðinni. Þetta er eitt stærsta vandamálið sem leiðtogar Evrópu hafa þurft að horfast í augu við í langan tíma og sér ekki fyrir endann á því. Rót vandans er stærri en hægt verður að leysa á skömmum tíma. Engin lausn er í sjónmáli og gæti tekið nokkrar kynslóðir að finna frið í þeim heims- hluta sem flóttafólkið flæðir frá. Á meðan verður að finna samastað fyrir manneskjurnar sem leggja líf sitt að veði og freista þess að komast í skjól Evrópu. Það er ekki nokkur leið fyrir okkur að horfa í hina átt- ina og láta sem þetta komi okkur ekkert við. Ísland verð- ur að taka þátt með öðrum Evrópuþjóðum þó landamæri okkar liggi annars staðar. Við getum ekki staðið hjá án þess að leggja eitthvað af mörkum sem skiptir máli. Íslendingar geta verið hugumstórir og hefur það sýnt sig þegar áföll hafa dunið yfir land og þjóð. Þá eru flestir reiðubúnir að leggja hönd á plóg til að leysa vanda, meðal annars þegar eldgos og snjóflóð hafa dunið yfir. Í vikunni hafa hundruð Íslendinga boðist til að aðstoða flóttafólk með stóru og smáu. Hefur valdið færst til fólksins með tilkomu samfélagsmiðla eða las félagsmálaráðherra stöðuna rétt þegar hún kallaði eftir aðstoð landsmanna? Stjórnvöld ákváðu að hæfilegt væri að leyfa 50 flóttamönnum að koma til landsins en nú þegar almannarómur á sam- félagsmiðlunum hækkar með hverjum deg- inum með tilheyrandi áskorunum á yfirvöld um að endurskoða þessa ákvörðun hefur rík- isstjórnin þurft að bregðast við. Þó forsætis- ráðherra vilji enn ekki nefna neina tölu um fjölda flóttamanna hefur hann þó sett málið í þann farveg að það er komið á borð nokkurra ráðherra. Í nýrri skýrslu OECD fær Ísland góða einkunn og ber vitni um að fjármálaráðherra hafi staðið sig vel í að stýra ríkissjóði. Í skýrslunni kemur fram að hagvöxtur verði 4,3% í ár sem er töluvert hærra en meðaltalið í OECD löndunum. Við höfum því svigrúm til að leyfa fleirum að njóta. Hver sem fjöldinn verður þá mun það án efa skipta sköpum fyrir það fólk að fá tækifæri til að fóta sig í ör- yggi íslenska samfélagins. Sýnum mannúð, látum af for- dómum og réttum þeim trausta hjálparhönd. Það liggur á að taka ákvörðun og vonandi þarf ekki að bíða í margar vikur vegna fundarhalda ráðherra. margret@mbl.is Margrét Kr. Sigurðardóttir Pistill Svigrúm til að fleiri fái að njóta STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Fyrir 15 árum lá það ljóstfyrir að byggja þyrftinýjan spítala eftir sam-einingu sjúkrahúsanna í Reykjavík, Sjúkrahúss Reykjavík- ur og Landspítalans í mars 2000. Hvar og hversu stór nýi spítalinn yrði hefur verið deilt um síðan. Fjöldi nefnda hefur verið skipaður, og ýmsar úttektir farið fram eins og fylgir jafn viðamikilli fram- kvæmd. Fyrsta nefndin um framtíðar- skipulag og uppbyggingu Landspít- ala háskólasjúkrahúss skilaði af sér áliti árið 2002. Þáverandi heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra skipaði nefndina. Hún skoðaði hver af þessum þremur kostum hentaði best undir spítala: Hringbraut, Fossvogur og Vífilsstaðir. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að: „Framtíðarsjúkrahúsið verði við Hringbraut og nýbyggingar rísi aðallega sunnan núverandi Hring- brautar, nýtt háskólasjúkrahús.“ Þar er bent á að kostnaðurinn væri lægstur þar m.a. vegna bygginga sem þegar eru á svæðinu. Tveimur árum síðar skilaði nefnd af sér skýrslu um heildar- kostnað ásamt tillögu að alþjóðlegri hugmyndasamkeppni um skipulag lóðarinnar. Ríkisstjórnin heimilaði að efnt væri til umræddrar sam- keppni. Teymi undir forystu arki- tektanna C.F. Møller varð hlut- skarpast árið 2005. Á árunum 2006-2008 var unnið að ítarlegri þarfa- og tæknigreiningu og nánari útfærslu á tillögunni. Þeirri frum- athugun lauk í mars 2008. Meðal bestu á Vesturlöndum Mánuði áður, í febrúar árið 2008, skilaði stýrinefnd LSH vegna undirbúnings byggingar nýs Land- spítala stöðuskýrslu. Þar segir m.a.: „[...] raunhæft markmið sé fyrir LSH að verða á meðal bestu sjúkrahúsa á Vesturlöndum. Há- skóli Íslands setti sér það markmið að verða í hópi 100 bestu háskóla í heiminum. Starfsemi LSH og HÍ er það samofin að önnur stofnunin nær varla háleitum markmiðum nema með því að hin nái þeim líka.“ Stuttu síðar varð efnahags- hrunið sem raskaði áformunum. Snemma árs 2009 yfirfóru norsku hönnunar- og ráðgjafarfyr- irtækin Momentum Arkitekter AS og Hospitalitet AS áætlanir og hönnunarforsendur nýs háskóla- sjúkrahúss. Í stuttu máli má segja að í endurskoðaðri áætlun norsku ráðgjafanna var staðsetningunni við Hringbraut haldið og staðfest að fjármunir myndu sparast við að flytja starfsemina úr Fossvoginum yfir á Hringbraut. Síðar sama ár, hinn 4. nóv- ember 2009, var undirrituð sameig- inleg viljayfirlýsing meginþorra líf- eyrissjóða landsins og ríkis- stjórnarinnar, um samstarf við undirbúning að fjármögnun, útboði og framkvæmdum við nýbyggingar Landspítala. Ári síðar var opinbert hlutafélag Nýr Landspítali ohf. (NLSH), stofnað. Markmiðið er að standa að nauðsynlegum undirbún- ingi og láta bjóða út byggingu nýs Landspítala. Í upphafi þessarar viku skilaði KPMG skýrslu, sem unnin var fyrir um NLSH, um hver væri heppileg- asta staðsetning nýs Landspítala. Þar kemur fram að Hringbrautin sé best. Í skýrslunni voru skoðaðir fimm þættir sem taldir voru hafa hlotið mesta gagnrýni í gegnum tíð- ina: Umferðarálag, samræmi við borgarskipulag, byggingarkostn- aður, rekstrarkostnaður og kostn- aður við fólksflutninga. Samhliða undirritun heilbrigð- isráðherra við Corpus-hópinn um fullnaðarhönnun á meðferðarkjarna nýs Landspítala mun NSLH bjóða út verkframkvæmd á sjúkrahóteli. Áætlað er að hefja framkvæmdir þar í byrjun nóvember og mun það rísa á Hringbrautarlóðinni norðan kvennadeildar Landspítalans. Framkvæmdir við spítala 15 árum síðar Teikning/Corpus hópurinn Spítali Nýr Landspítali háskólasjúkrahús mun setja svip á umhverfið. „Þetta er yfir- lýsing um að við viljum end- urbyggja þjóð- arsjúkrahús Ís- lendinga við Hringbraut og erum að ýta þessu nær fram- kvæmdastigi,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra við undirritun samn- ings við Corpus-hópinn um fullnaðarhönnun á meðferðar- kjarna nýs Landspítala. Áætluð heildarstærð með- ferðarkjarnans er um 58.500m². Byggingin mun verða á sex hæðum ofan götu, fimm hæðum neðan götu auk kjallara. Mun byggingin rísa á lóð Landspítala við Hringbraut. Meðferðarkjarninn mun tengj- ast öðrum byggingum á Land- spítalalóðinni. Corpus hópurinn bauð lægst í verkið, í útboði sem fram fór síðastliðið sumar. Fjögur fyrir- tæki standa að Corpus hópnum þ.e. Basalt arkitektar, Horn- steinar arkitektar, Verkfræði- stofa Jóhanns Indriðasonar og VSÓ ráðgjöf. Skriður á framkvæmd HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Kristján Þór Júlíusson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.