Morgunblaðið - 03.09.2015, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.09.2015, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 Á visir.is birtist hinn 13. ágúst sl. greinin „Skilur vel flótta unga fólksins eftir heimsókn til Köben“ eftir Val- geir Skagfjörð leikara. Mér finnst greinin eiga erindi við sem flesta og hef fengið leyfi Valgeirs til þess að nota hana til grund- vallar hér. Íbúðakaup í Kaupmannahöfn Valgeir segir svo frá að dóttir hans hafi búið í Kaupmannahöfn undanfarin tvö og hálft ár við nám og störf. Svo segir hann: „Nýlega steig hún stórt skref, fór úr leigu- íbúð og keypti sér sína eigin í næsta nágrenni til þess að lækka greiðslu- byrðina um tæplega átta þúsund danskar krónur á mánuði eða jafn- virði 165 þúsund króna“. Valgeir segir að íbúðin hafi verið fjár- mögnuð sem hér segir: „1. Hún fær lán sem er sambæri- legt við íbúðalánasjóðslán sem ber 1% vexti. 2. Bankinn (Lån og Spar) ætlar að lána henni það sem upp á vantar, upp á tæplega 4% vexti. Það sem hún þarf að gera er að sýna fram á að hún hafi nægar tekjur til að standa undir afborgunum. Enginn í ábyrgð nema hún sjálf. (Standi hún ekki skilum, þá missir hún íbúðina)“ Valgeir segir að í kjölfarið gerist eftirfarandi: „a: Hún sér lánið sitt lækka í hvert sinn sem hún borgar af því. b: Hún eignast hlut í íbúðinni smátt og smátt og einn daginn, áður en hún verður gömul, þá stendur hún eftir með skuldlausa eign. c. Á meðan hún heldur vinnunni og þeim launum sem hún hefur, þá tekst henni að lifa mannsæmandi lífi á því sem útaf stendur þegar hún er búin að greiða sín gjöld. d: Hún þarf ekki að greiða fyrir barnið sitt á leikskólanum. e. Hún þarf ekki að taka upp veski þegar hún fer til læknis. f: Hún verslar í mat- inn fyrir umtalsvert lægra hlutfall af laun- um sínum. g: Þegar ungling- urinn hennar kemst í háskólanám, þá getur hann fengið námsstyrk á meðan hann er í skól- anum. M.ö.o. Hann fær greitt fyrir að vera í skóla.“ Íslenski veruleikinn Það er upplifun Val- geirs „að á Íslandi sé fólk hrakið út á leigumarkað til að halda áfram að greiða húsaleigu upp á 150 þúsund krónur á mánuði af því það stenst ekki greiðslumat upp á 120 þúsund króna greiðslubyrði á mánuði. Þegar láglaunamaður sé bú- inn að greiða sín gjöld sé hann jafn- vel í mínus um hver mánaðarmót.“ „Lánin hans hækka eftir því sem að borgað er af þeim – þökk sé hinni dásamlegu verðtryggingu sem síðan eru reiknaðir vextir ofan á. Hér hækka stöðugt komugjöld á heil- brigðisstofnanir og öll opinber þjón- usta hækkar í verði. Matarverð er með því hæsta í Evrópu. Samt sjáum við auðmenn og konur raka til sín milljörðum á meðan alþýða manna hefur vart til hnífs og skeiðar,“ segir Valgeir. Bendir hann á „að þeir sem verst séu settir séu gjarnan of stoltir til að harma hlutskipti sitt opin- berlega“. Stjórnmálin Valgeir veltir fyrir sér „hvort margir iðrist ekki að hafa kosið Framsóknarflokkinn og Sjálfstæð- isflokkinn yfir sig í andvaraleysi, í von um leiðréttingu sem átt hafi að færa fólki nýja trú á stjórnmála- stéttina og koma á sáttum milli þings og þjóðar. Átt hafi að taka á verðtryggingunni, lækka álögur, leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja auk almennra úrbóta almenningi til hagsbóta“. Mig langar að bæta því við að stjórnarandstöðuflokkarnir voru með engar tillögur um að hjálpa fólkinu og aðeins gagnrýndu Fram- sókn og Sjálfstæðisflokkinn fyrir það sem þeir voru þó með, þótt mag- urt væri. Hins vegar voru Hægri grænir með ákveðnar og mótaðar hugmyndir í þessum efnum, en náðu ekki kjöri sem kunnugt er. Kjörin hérlendis Íbúðalánasjóður lánar jafn- greiðslulán, mest 80% af kaupverði, að hámarki kr. 24 m. til 35 ára með 4,2% föstum, verðtryggðum vöxtum. Ég fór inn á reiknivél Arion banka fyrir íbúðarlán og sló sem dæmi inn kaup á íbúð fyrir 35 m. kr. Hámarks- upphæð láns til slíkra kaupa er 28 m. kr. til 40 ára. Með því að taka jafn- greiðslulán og svokallað blandað lán sem er 50% verðtryggt og 50% óverðtryggt, með breytilegum vöxt- um, nú 6,60% á óverðtryggða hlut- anum og 4,78% á hinum verð- tryggða, með 2,00% áætlaðri verðbólgu að jafnaði, er greiðslu- byrðin kr. 148.900 á mánuði og heild- argreiðslan kr. 87.912.042. Óvissan er verðbólgan og vextirn- ir, en ljóst er að unga fólkið sem kaupir þessa litlu íbúð þarf að eiga eigið fé upp á 7 milljónir og þá vant- ar líklega ýmislegt eins og húsbún- að. Þá þarf að hafa í huga að lítil íbúð dugar skammt fyrir stækkandi fjöl- skyldur. Það er umhugsunarvert, mikið áhyggjuefni og næsta óhugn- anlegt, að það sé ómögulegt fyrir ungt fólk með segjum t.d. 4-450.000 þús. kr. á mánuði, hvað þá minna, að eignast þak yfir höfuðið á Íslandi. Takk fyrir, Valgeir Skagfjörð Eftir Kjartan Örn Kjartansson Kjartan Örn Kjartansson » Það er umhugsunar- vert, mikið áhyggju- efni og næsta óhugnan- legt að það sé ómögu- legt fyrir ungt fólk að eignast þak yfir höfuðið á Íslandi. Höfundur er fyrrv. forstjóri og Hægri grænn. Það hefur lengi verið ætlun ráðamanna, að þorskafli landsmanna tvöfaldaðist. Þá yrði hann eins mikill og samanlagður afli Ís- lendinga og útlendinga var við Ísland, áður en fiskveiðilandhelgin var færð út svo um munaði. Þrátt fyrir þessa ætlun hefur aflinn hjakkað í sama farinu. Afli landsmanna sjálfra er eins og hann var, en ekkert hefur bæst við hann við hvarf erlendra skipa af miðunum. Eins og staðið hefur ver- ið að fiskveiðistjórn, er það eðlilegt, þar sem það ráð hefur verið hunsað, sem fiskihagfræðingurinn Rögnvald- ur Hannesson setti fram fyrst ráða, sbr. grein um hagfræðiráð við fisk- veiðar í Morgunblaðinu 22. ágúst. Ráð Rögnvalds er ekki sérmál hans; sama sjónarhorn er haft við kennslu í Sjáv- arútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna hér í Reykjavík, svo að dæmi sé nefnt. Þetta er heimfærð líffræði og lætur fjölda nytjadýra og nytjajurta stand- ast á við þá næringu, sem kostur er á. Gömul reynsla og ný er það, hvern- ig dýr og gróður fer í óhirðu, þegar dýrin og jurtirnar eru fleiri en svarar til þeirrar næringar, sem þarf til eðli- legs þroska. Það blasir víða við hér á landi, að trjáreitir og skógar eru í óh- irðu, vegna þess að trén eru of mörg- .Við horfóðrun voru fleiri dýr sett á en fóður var fyrir, ef tíð varð hörð vetur og vor. Það er einfalt mál að tvöfalda vöxt vanhirtra skóga með grisjun eða afurðir vanfóðraðs búfjár með því að fækka á fóðrum. Öfugt við þetta er að fjölga einstaklingunum umfram nær- ingu, sem býðst. Iðulega er tilkynnt í Útvarpinu bann við veiði á grunnslóð um lengri eða skemmri tíma; slík vinnubrögð geta haft sömu áhrif á fiskstofninn og að setja niður helmingi fleiri útsæðiskartöflur en menn hafa reynslu fyrir, að skilar bestum ár- angri, uppskeran yrði mest smælki. Heildaraflamark stjórnvalda á þorski verður ekki reist á gildum rök- um, fyrr en honum hafa verið búin lífsskilyrði með áðurnefndu ráði fiski- hagfræðingsins um grisjun. Ekki eru heldur líffræðileg rök fyrir því, að stór hrygningarstofn þorsks tryggi betur viðgang þorsksins en lítill. Enda þótt til séu líffræðileg ráð til að tvöfalda þorskstofn og þorskafla, er eins víst, að ráðamenn séu í sjálfheldu og ekki muni takast að breyta stjórn fisk- veiða, svo að þorskaflinn nái þeirri stærð, sem hann hafði, þegar lands- menn og útlendingar veiddu án op- inberra takmarkana. Þetta er af því, að heildaraflamarkið, skipting þess í aflaheimildir útgerða ásamt framsals- rétti þeirra skapar útgerðinni öryggi við afla og vinnslu og er lykillinn að öflugri út- gerð einstakra fyr- irtækja. Um leið er aflamarkið viðmið þeirra, sem vilja sækja meira fé til sjávar- útvegsins til handa hinu opinbera, og heitir ýms- um nöfnum, svo sem auðlegðarskattur og uppboð á aflaheim- ildum. Þar sem afla- markið er öryggis- og afkomuráð sjávarút- vegsins, snýst atvinnugreinin til varnar því fyrirkomulagi. Þá mundu þeir, sem ætla sjávarútveginum að skila ríkinu meira fé og með með til- liti til aflamarksins, í andstöðu við út- gerðina, missa verkfæri í þágu stefnu sinnar, ef það hyrfi. Þannig standa andstæðingar saman um varðveislu aflamarksins sem þjóðráð. Þrátt fyrir það að ákvörðun á heildaraflamarki verði ekki studd líf- fræðilegum rökum og öll viðmiðun við það kunni að halda nýtingu fiski- slóðanna í helmingi þess, sem náttúr- an gæti gefið, er aflamarkið viðmið, sem stjórnmálin hverfast um, en með öðrum ráðum til fiskveiðistjórnar yrði núverandi vígstaða stjórnmála- og hagsmunaafla um hana marklaus, að því ógleymdu, að með aflamarkinu sjá þeir, sem stefna Íslandi í Evrópu- sambandið, tækifæri til að liðka til við upptöku landsins í það, sbr. grein- ina „Hugmyndir að baki stjórn rík- isins á fiskveiðum“ í Morgunblaðinu 30. júlí. Með leikreglum sjóðvals má á ábyrgan hátt gera út um hvaðeina, sem lýtur að fiskveiðistjórn, svo sem fiskihagfræðileg ráð til varanlegrar nýtingar fiskstofna og með tilliti til öryggis við veiðar og vinnslu og um tekjuöflun ríkisins af auðlindum. Lýðræðissetrið gerði tilraun til um- fjöllunar um afmarkaðan hluta fisk- veiðistjórnar með sjóðvali meðal þingmanna og varaþingmanna. Þátt- taka varð lítil. Pétur heitinn Blöndal, alþingismaður og stærðfræðingur, sem var þekktur fyrir að taka sjálf- stæða afstöðu, viðurkenndi aðferð- ina, en kvaðst ekki geta tekið þátt í þessu sjóðvali, sem bauð upp á ýmis afbrigði að taka afstöðu til, þar eð þingflokkurinn hefði ákveðið að hafa samhljóða afstöðu. Þingflokkur hans skar sig ekki úr í því. Þorskveiðar: helmingur eðlilegs afla Eftir Björn S. Stefánsson » Stjórn fiskveiða hef- ur brugðist til að auka afla, en málið allt er í sjálfheldu and- stæðra afla. Björn S. Stefánsson Höfundur stendur fyrir Lýðræðissetrinu. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Bridsdeild eldri borgara í Reykjavík Fimmtudaginn 27. ágúst var spil- aður tvímenningur á 13 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 410 Ormarr Snæbjss. – Sturla Snæbjörnss. 363 Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 354 Jón Þór Karlss. – Björgvin Kjartanss. 341 A/V Hrólfur Guðmss. – Axel Lárusson 360 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 354 Gunnar Jónss. – Bjarni Þórarinsson 352 Óli Gíslason – Magnús Jónsson 334 Mánudaginn 31. ágúst var spilað á 13 borðum. Efstu pör í N/S Sigurður Lárusson – Logi Þormóðss. 380 Siguróli Jóhanns. – Bergur Ingimundars.325 Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 319 Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 318 A/V Friðrik Jónsson – Jóhannes Guðmss. 401 Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannsson 348 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 341 Óli Gíslason – Magnús Jónsson 328 Spilað er í Síðumúla 37 mánudaga og fimmtudaga kl.13. Það fjölgar enn í Kópavoginum 24 pör mættu til leiks mánudaginn 31. ágúst. Úrslit í N/S: Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 207 Guðl. Nielsen - Pétur Antonsson 204 Jónína Pálsd. - Þorleifur Þórarinss. 189 Unnar Guðmss. - Guðm. Sigursteinss. 184 A/V Rut Árnadóttir - Ása Jónsdóttir 211 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 202 Ragnar Haraldss. - Davíð Sigurðss. 190 Samúel Guðmss. - Jón Hanness. 188 Spilað er alla mánudaga og fimmtudaga og hefst spilamennska kl. 13.Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Þér er í lófa lagið að taka upp Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.