Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015
Á næsta ári verða
liðin 30 ár frá leiðtog-
fundinum í Höfða, þar
sem mættust for-
ustumenn Bandaríkj-
anna og Ráðstjórnar-
ríkjanna, þeir Ronald
Reagan og Mikhail
Gorbatsjov. Eins og
flestir vita var fundur-
inn mjög árangurs-
ríkur og Íslandi til
sóma. Miklar vonir
voru bundnar við að Ísland hefði
með fundinum mótað sér hlutleysis-
og friðarstefnu sem myndi skipta
máli. Í leiðara Morgunblaðsins 1.
október 1986, daginn eftir að boði
Íslands um að halda fundinn hafði
verið tekið, sagði:
„Við skulum vera hreykin og
samvinnufús og sýna umheiminum,
að við verðskuldum það mikla
traust, sem okkur hefur verið sýnt.
Það væri í anda sögu okkar og
markmiða, að fundur leiðtoga stór-
veldanna yrði til að bæta andrúms-
loftið í heiminum og efla frið og
tengsl þjóða í milli.“
Íslendingar gerðu sér vonir um
sjálfstæða utanríkisstefnu
Ekki er ofmælt að mikil og góð
stemning var í landinu fyrir leið-
togafundinum. Flestir landsmenn
gerðu sér vonir um að Kalda stríð-
inu væri að ljúka og jafnframt létu
margir í ljós von um að Ísland gæti í
framhaldinu orðið miðstöð alþjóð-
legs samstarfs, sérstaklega á vett-
vangi friðarviðræðna. Til dæmis
sagði Ólafur Ragnar
Grímsson í viðtali við
Þjóðviljann 2. október
1986:
„Mér sýnist að hug-
myndin um Reykjavík
sé staðfesting á þeim
sjónarmiðum sem ég
hef verið að benda á
undanfarið, að smæð
og sérstaða Íslands
geti skapað okkur ein-
stök tækifæri á sviði
utanríkismála, ef við
höfum manndóm og
skynsemi til.“
„Við eigum engra heimspólitískra
hagsmuna að gæta og lega landsins
mitt á milli Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna, sem sumir hafa talið að
væri röksemd fyrir hernaðar-
uppbyggingu í landinu, er eiginleiki
sem þvert á móti gæti skapað okkur
lykilhlutverk í baráttu fyrir friði og
bættri sambúð.“
„Það er athyglisvert að auk
Reykjavíkur hafa aðeins tvær borg-
ir í Evrópu verið fundarstaðir slíks
leiðtogafundar undanfarna áratugi,
Genf í Svisslandi og Vínarborg í
Austurríki. Báðar þessar borgir
hafa að auki verið griðastaður fyrir
margvíslegt alþjóðlegt starf og
stofnanir og forystumenn í Aust-
urríki og Sviss hafa kappkostað að
gæta þess vandlega í framgöngu
sinni í utanríkismálum að Genf og
Vínarborg gætu áfram gegnt þessu
hlutverki. Það er nú íslenskra for-
ystumanna að standast slíka próf-
raun.“
Mikil vonbrigði eru með núver-
andi ríkisstjórn Íslands
Vert er að hafa í huga að leiðtoga-
fundurinn 1986 var ekki fyrsti stór-
veldafundurinn á Íslandi. Árið 1973
hittust í Reykjavík þeir Georges
Pompidou og Richard M. Nixon,
forsetar Frakklands og Bandaríkj-
anna. Því gaf leiðtogafundurinn í
Höfða ákveðin fyrirheit um að Ís-
land yrði ríki sem nyti alþjóðlegrar
virðingar fyrir friðarvilja.
Þessa dagana, þegar Ísland ger-
ist hins vegar taglhnýtingur ESB,
spyrja menn ágengra spurninga um
utanríkisstefnu Íslands. Þessar
spurningar varða ekki bara fjand-
skap við Rússland, heldur einnig
heimskulega veðurfarsstefnu og
aðrar boðskipanir ESB. Hvar eru
alþjóðlegu stofnanirnar sem menn
gerðu sér vonir um að yrðu settar
hér á stofn? Hvert hefur framlag Ís-
lands verið á liðnum árum til að
gera heiminn friðsamari? Hvar eru
merki um sjálfstæða utanrík-
isstefnu Íslands?
Er niðurlæging Rússlands
helsta markmið Íslands
í utanríkismálum?
Framganga NATO og ESB gagn-
vart Rússlandi er helstefna. Heims-
friðnum er ógnað með því að
þrengja svo landfræðilega að Rúss-
landi að það kann að grípa til
óvæntra hernaðaraðgerða. Slík
merki hafa þegar komið í ljós í
Georgíu og Úkraínu. Aukið sam-
starf Rússlands við Kína og hern-
aðaruppbygging á norðurslóðum
eru viðbrögð sem ekki verða mis-
skilin.
Reyndur maður í alþjóðamálum
eins og Henry Kissinger, sem var
utanríkisráðherra 1973-1977 í ríkis-
stjórnum Richards M. Nixon og
Geralds R. Ford, sagði nýlega í við-
tali við The National Interest: „Að
niðurlægja Rússland er orðið að
markmiði fyrir Bandaríkin.“ Ætlar
Ísland að taka þátt í þeim ljóta og
stórhættulega leik?
Benjamin Studebaker, sem er
sérfróður um alþjóðleg stjórnmál,
segir: „Bezti kostur NATO er að
hefja samstundis viðræður um gerð
varanlegs friðarsamnings, sem
tryggir til langframa Úkraínu sem
hlutlaust ríki á mörkum Rússlands
og Vestur-Evrópu. Að öðrum kosti
munu fleiri mannslíf glatast, án
nokkurs ávinnings.“ Fleiri sérfræð-
ingar í alþjóðamálum hafa komist
að sömu niðurstöðu. Rússar verða
ekki hraktir frá Úkraínu nema með
heimsstyrjöld. Eini vitræni kost-
urinn er að Úkraína verði hlutlaust
ríki á mörkum Rússlands og það
ætti að vera verkefni Íslands að
stuðla að þeirri lausn.
Er það ekki undarleg staða að
minnsta ríkinu innan NATO er ætl-
að að bera hæsta kostnaðinn af
heimskulegum stríðsleikjum? Nefnt
hefur verið að árlegt tekjutap Ís-
lands vegna viðskiptastríðsins við
Rússland geti orðið á bilinu 30-40
milljarðar króna. Fyrir þessa upp-
hæð væri hægt að reka öfluga
friðarstofnun og væri okkur meiri
sómi af. Ég legg því til að rík-
isstjórnin hugsi sitt ráð og íhugi
hvort stofnum Höfða – friðarstofn-
unar er ekki leiðin til að losna án
skammar úr ógöngunum. Jafnvel
húsbændurnir í Brussel munu ekki
hafa mikil rök gegn þessari lausn
Íslands.
Höfði friðarstofnun – frekar
en herförin gegn Rússlandi
Eftir Loft Altice
Þorsteinsson
»Eini vitræni kostur-
inn er að Úkraína
verði hlutlust ríki á
mörkum Rússlands og
það ætti að vera verk-
efni Íslands að stuðla að
þeirri lausn.
Loftur Altice
Þorsteinsson
Höfundur er verkfræðingur.
Það var hérna fyrir
nokkrum árum að
mér þótti afar gaman
að fylgjast með afla
uppsjávarskipa og
þykir enn. Ég hafði
verið tíu ár á sjó, þar
af tvö sumur á síld og
fengið af því smásalt-
bragð í munninn.
Þessu fylgdi pælingar
um að ekki væri nóg
að ná aflanum, það þyrfti að selja
hann. Til að selja aflann þurfti að
koma upp sölukerfi að auki við þau
er fyrir voru, það er að segja að
mennta upp duglega og hæfa menn
og konur sem kunnu á markaðinn
hverju sinni. Þetta var á þeim tíma,
áður en loðnan var veidd, síldin
horfin, spærlingur og makríll ekki
komnir til veiða og öllum humri
hent. Skötusel og rækju hent að
mestu leyti og þorskurinn og ýsa að
deyja út vegna ofveiði. Þá kom
kvótinn, sem ásamt öðru hefur
bjargað flestum fiskistofnum.
Ég var oft að skrifa í Moggann
(blaðið mitt) þar sem ég hvatti til
að hugað yrði að því að meðal ann-
ars yrði reynt að veiða og hirða
aðrar tegundir og við fengjum
meiri pening fyrir fiskinn, en til
þess þurfti sölufólk. Við höfum ekki
alltaf farið vel með fiskinn. Ég held
þó að ljótasta meðferð á fiski hjá
okkur hafi verið þegar stórkarfinn
frá Nýfundnalandi var að mestu
látinn í bræðslu. En þá
má líka hugsa, er
nokkur munur á því
sem ég nú ætla að
minnast á?
Á stríðsárunum síð-
ustu var feikilegt magn
af fiski flutt út sem ís-
fiskur. Þetta var flutt
til Bretlands fyrir
feikilegan pening, en
ég hugsa að færri viti
það þó að hvert einasta
bátskrípi sem að flestu
leyti teldist fljótandi hafi verið not-
að við þessa flutninga. Þá var að
mestu leyti allur fiskur hausaður.
Þorskurinn sem hefur svo stóran
haus að hann er nær þriðjungur
fisksins. Ég er ansi hræddur um að
það hefði mátt fá allnokkuð fyrir
hausinn en það var enginn tími til
þess að finna markað og koma hon-
um á markað. Nú er of seint að
hugsa út í svoleiðis.
En stundum leita svona hugsanir
á mann án þess að maður geti að
því gert.
Hugsað eftir á
Eftir Karl Jóhann
Ormsson
Karl Jóhann Ormsson
»Ég held þó að ljót-
asta meðferð á fiski
hjá okkur hafi verið
þegar stórkarfinn frá
Nýfundnalandi var að
mestu látinn í bræðslu.
Höfundur er fv. deildarstjóri.
Ég hef fylgst með Lee Kuan Yew
forsætisráherra Singapúr af og til
frá því hann öðlaðist völdin 1965 er
Singapúr var vikið úr Malasíu. Hann
hóf Singapúr upp úr því að vera
þriðja heims land í að vera með
bestu einkunn á flestum sviðum;
sjúkrahús, sjúkratryggingar fyrir
alla, skólar, löggæsla og flest það
sem aðrir eru í vandræðum með.
Hann sneiddi hjá því að taka þátt í
að setja út á siði og venjur annarra
þjóða, sem við hefðum átt að sleppa
að gera. Saga þessa manns og konu
hans er svo stórkostleg að það er
tímabært að mínu mati að vekja at-
hygli á þessum merkilegu hjónum
sem stjórnuðu Singapúr frá 1965 til
1995 og hann eitthvað lengur í minni
háttar embætti. Það er til mikið af
bókum og ræðum hans sem núver-
andi og komandi stjórnmála-
menn/konur gætu lært af – að vera
trúr samvisku sinni og ekki líða
sinnuleysi í stjórnsýslu og lögbrot á
settum lögum.
Exmar.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Merkur stjórn-
málamaður
Lee Kuan Yew
Singapúr Landrými er af afar skornum
skammti í því ágæta landi.
Aukablað alla
þriðjudaga
Vilt þú vita hvers virði
eignin þín er í dag?
Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga!
HRINGDU NÚNA 820 8080
Sylvía
Löggiltur fasteignasali
sylvia@fr.is
Brynjólfur
brynjolfur@fr.is