Morgunblaðið - 03.09.2015, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015
✝ Ásdís JónaLúðvíksdóttir
fæddist á Ísafirði 5.
nóvember 1951.
Hún lést á heimili
sínu 23. ágúst 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Lúðvík
Kjartan Kjartans-
son frá Dverga-
steini, Ísafjarðar-
djúpi, f. 14.12.
1921, d. 2.3. 2008,
og Anna Jónsdóttir, f. 5.6. 1925
á Ísafirði, d. 19.7. 2009.
Systkini hennar eru Ólína Lo-
uise, f. 13.9. 1949, Hólmfríður, f.
15.9. 1955, Kjartan Jón, f. 30.7.
1959, og Óli Pétur, f. 30.9. 1963.
Ásdís giftist Gunnari Jóhann-
esi Bjarnasyni, f. 26.9. 1948, í
júní 1971. Þau slitu samvistum
1993.
Dætur Ásdísar og Gunnars
eru: 1) Anna Linda, f. 11.5.
1971, gift Grétari Geir Hall-
dórssyni, f. 29.10. 1967. Börn
þeirra eru a) Halldór Ari, f.
þeirra eru a) Erla María, f. 3.3.
2004, b) Þorbergur Gunnar, f.
2.7. 2008.
Sambýlismaður Ásdísar síð-
ustu 15 ár var Helgi Leifsson, f.
1.12. 1945.
Ásdís ólst upp á Ísafirði hjá
foreldrum sínum og systkinum.
Hún fór snemma að vinna og
vann alla tíð í umönn-
unarstörfum. Átján ára gömul
fór hún í Kvennaskólann á
Blönduósi, þar kynntist hún
fyrri manni sínum, Gunnari.
Þau giftu sig í júní 1971 og
fluttu til Ísafjarðar. 1980 fluttu
þau til Hveragerðis og hóf Ásdís
störf á Dvalarheimilinu Ási þar
sem hún starfaði með hléum til
1995. Þá flutti hún til Reykja-
víkur og starfaði á Skógarbæ.
Eftir það hefur hún störf í
Gerðubergi ásamt því að fara í
skóla og útskrifast sem félags-
liði. Einnig spilaði hún badmin-
ton í fjöldamörg ár og keppti
um land allt. Ásdís starfaði mik-
ið í félagsmálum og var trún-
aðarkona í mörg ár. Einnig var
hún mikil hannyrðakona og
prjónaði, saumaði og heklaði
mikið alla tíð.
Útför Ásdísar Jónu fer fram
frá Bústaðakirkju í dag, 3. sept-
ember 2015, kl. 15.
28.4. 1989, sam-
býliskona Klara
Kristjánsdóttir, f.
3.10. 1989, b) Gunn-
ar Freyr, f. 10.6.
1992, sambýliskona
Guðrún Ósk Val-
þórsdóttir, f. 27.8.
1991, dóttir þeirra
er Gabríela Máney,
f. 9.7. 2012, c) Katr-
ín Eva, f. 28.5.
1999. 2) Sandra
Björk, f. 15.1. 1976, börn henn-
ar eru a) Daníel Ágúst, f. 4.5.
1995, b) Ásdís Birta, f. 1.12.
1997, c) Örvar Reyr, f. 15.9.
1999, d) Kristín Björk, f. 13.6.
2004. 3) Brynja Dögg, f. 5.3.
1978, sambýlismaður hennar er
Bjarni Valur Ásgrímsson, f. 6.5.
1973. Börn þeirra eru a) Ás-
grímur Þór, f. 3.7. 1998, b) Þor-
bergur Böðvar, f. 5.6. 2001, c)
Ingibjörg Rós, f. 7.12. 2012. 4)
Kristbjörg, f. 28.10. 1985, sam-
býlismaður hennar er Ingólfur
Þorbergsson, f. 4.7. 1984. Börn
Elsku mamma, nú ertu farin í
ferðina löngu alltof fljótt, snöggt
og alltof ung.
Ég trúi ekki að ég sitji hér og
skrifa þessi orð til þín, elsku engill.
Þetta er svo ótrúlega sárt að það
nístir hjarta mitt.
Við áttum eftir svo mikinn tíma
saman og vorum að plana Noregs-
ferðina okkar saman og margt
fleira.
Ég veit að vel hefur verið tekið
á móti þér af ömmu og afa og Jónu
vinkonu þinni, ég vona að þér líði
vel þar sem þú ert og munum við
hittast aftur þegar minn tími kem-
ur.
Takk fyrir allt, elsku mamma,
Guð geymi þig
Ég elska þig og sakna þín óend-
anlega mikið, hvíldu í friði.
Þótt móðir mín
sé nú aðeins minningin ein
mun ég ávallt minnast hennar
með glöðu geði
og dýpstu virðingu,
hugheilu þakklæti
og hjartans hlýju,
fyrir allt og allt.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þín dóttir,
Kristbjörg.
Elsku mamma mín, hér sit ég
með flóð af tárum að skrifa minn-
ingagrein um þig, elsku bestu
mömmu sem var kletturinn minn,
sem stóð með mér í gegnum súrt
og sætt. Ég get ekki né vil með-
taka þetta, að þú sért farin fyrir
fullt og allt, þú sem áttir svo mörg
ár eftir og varst svo engan veginn
tilbúin til þess að yfirgefa þennan
heim.
En þér hefur verið ætlað
stærra hlutverk á öðrum stað.
Þú kenndir mér svo margt í
gegnum árin og heillaðist ég fljótt
af bakstrinum og heilbrigðisgeir-
anum eins og þú gerðir, minn
draumur er að verða hjúkrunar-
fræðingur eins og þinn draumur
var alltaf, en þú útskrifaðist sem
félagsliði og það með stæl og mik-
ið sem ég stolt af þér, mamma
mín. Hver á að spila við mig hand
and foot núna? Spilið góða sem þú
lærðir í Flórída og kenndir mér og
spiluðum við það mjög oft. Þú
varst búin að kenna Kristínu
minni það og spiluðuð þið alltaf
þegar þið hittust.
Margar góðar og fallegar minn-
ingar á ég um þig sem ég mun
varðveita í hjarta mínu um
ókomna tíð. Þú varst svo klár í
höndunum, hvort sem það var að
sjá um heilu veislurnar, prjóna
meistarastykki eða sauma eins og
þú gerðir á okkur systur þegar við
vorum litlar, við áttum bara
heimasaumuð föt og vorum lang-
flottastar. En, elsku mamma mín,
nú skiljast leiðir þar til minn tími
kemur og þú vonandi búin að hitta
ömmu og afa. Mátt smella kossi á
kinn þeirra frá mér. Elsku
mamma mín, takk fyrir allt og allt.
Margs er að minnast,
margt er þér að þakka
Guði sé lof fyrir liðna tíð
Margs er að minnast,
margs er að sakna
Guði þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Þín elskandi dóttir,
Sandra Björk.
Elsku mamma mín. Nú kveð ég
þig. Þetta var svo ófyrirséð, ég
hélt að ég myndi hafa meiri tíma
með þér. Mér finnst svo erfitt að
hugsa til þess að ég hitti þig ekki
aftur.
Það er svo margt sem mig lang-
ar að segja þér. Minningar hrann-
ast upp í huganum, þú í garðinum
á Lyngheiði 13, þér fannst svo
gaman að vinna í garðinum. Við
sóttum grjót uppá heiði sem þú
hlóðst í falleg steinbeð og fylltir
þau af fallegum sumarblómum.
Gardínurnar sem þú heklaðir fyrir
stofugluggana á Lyngheiðinni. Þú
varst alltaf að prjóna og sauma.
Barnabörnin nutu góðs af því.
Þeirra missir er stór, þú varst allt-
af svo mikill félagi þeirra og þau
leituðu mikið til þín.
Núna ertu komin til ömmu og
afa sem taka vel á móti þér.
Það er svo margs að minnast og
erfitt að rifja upp, það er sagt að
tíminn lækni öll sár en núna er erf-
itt að trúa því.
Þú varst alltaf svo góð við mig,
ég fékk athygli þína óskipta,
þú lifðir fyrir mig,
hlustaðir á mig,
talaðir við mig,
leiðbeindir mér,
lékst við mig,
sýndir mér þolinmæði,
agaðir mig í kærleika,
sagðir mér sögur,
fræddir mig
og baðst með mér.
Þú varst alltaf svo nærgætin
og skilningsrík,
umhyggjusöm og hjartahlý.
Þú varst skjól mitt og varnarþing.
Við stóðum saman í blíðu og stríðu,
vorum sannir vinir.
Mér þótti svo undur vænt um þig,
elsku mamma mín.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Hvíldu í friði, minning þín lifir í
hjörtum okkar.
Þín dóttir,
Anna Linda Gunnarsdóttir.
Elsku mamma mín. Ég veit
ekki hve oft þessi orð eru búin að
koma upp í huga minn síðustu
daga.
Ég trúi ekki að þú sért farin,
hvern einasta morgun þegar ég
hef vaknað síðan þú fórst er mað-
ur að vona að þetta hafi bara verið
martröð áður en raunveruleikinn
skellur á manni.
Þú varst á leiðinni í útilegu, eitt
af því skemmtilegasta sem þú
gerðir, og svo var mánaðarferð til
Spánar framundan sem þú hlakk-
aðir svo mikið til að fara í. Þetta er
svo óendanlega óréttlátt.
Mig langar að þakka þér fyrir
allt, hve heitt þú elskaðir mig og
vildir gera allt fyrir mig. Hve stolt
þú varst af mér og sýndir það vel.
Hve heitt þú elskaðir börnin mín
sem sakna ömmu sinnar sárt.
Það er svo erfitt að reyna að
skilja þetta og reyna að sætta sig
við þetta en alveg sama hve mjög
maður óskar sér þá getur maður
engu breytt.
Hvar sem þú ert núna, þá bið ég
að þér líði vel og að amma og afi
hafi tekið vel á móti þér . Ég veit í
hjarta mínu að þú fylgist með okk-
ur og verður hjá okkur alltaf þó
svo við sjáum þig ekki.
Hvíldu í friði, elsku mamma,
þín er sárt saknað.
Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni,
og sorgartárin falla mér á kinn,
en hlýjan mild af heitri ástúð þinni,
hún mýkir harm og sefar söknuðinn.
Í mínum huga mynd þín skærast ljómar,
og minningin í sálu fegurst ómar.
Þú móðir kær þér aldrei skal ég gleyma,
þinn andi fylgi mér á lífsins strönd.
Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma
og halda fast í Drottins styrku hönd.
Með huga klökkum kveð ég góða móður.
Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti
sjóður.
(Árni Gunnlaugsson)
Þín dóttir,
Brynja .
Elsku amma okkar, við eigum
eftir að sakna allra góðu stund-
anna með þér og vildum óska þess
að þær hefðu orðið fleiri.
Við munum sakna þín þegar við
förum í útilegu, hjá þér fengum
við pönnukökur og heitt kakó. Það
verður erfitt að mæta í fjölskyldu-
veislur án þess að hafa þig með
okkur. Þú varst alltaf svo góð og
studdir okkur í gegnum allt, það
verður erfitt að vera án þín, elsku,
fallega amma okkar.
Vonandi líður þér vel þar sem
þú ert. Guð geymi þig og hvíldu í
friði, elsku amma.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Ásdís Birta, Erla María
og Þorbergur Gunnar.
„Elsku amma, nú ert þú frá
okkur farin langt fyrir aldur fram.
Söknuðurinn er mikill sem og
sorgin. Ævilangt verð ég þakklát-
ur þér fyrir að hafa fengið frábær
20 ár með þér. Þú kenndir mér
margt, skilgreiningu á réttu og
röngu. Þú varst sú manneskja sem
alltaf hélst fjölskyldunni saman í
blíðu sem stríðu.
Ef það var eitthvað þá tókst þér
að leysa ágreininginn og þér að
þakka að fólk gat lifað aftur í sátt
og samlyndi. Söknuðurinn er gríð-
arlega mikill.
Einnig er ég þakklátur þér fyr-
ir það hvað þú skildir eftir þig
mikið af góðu fólki sem gerir það
kleift að allir geta leitað til allra á
stundum sem þessum. Ég veit að
Guð, heilagur andi, mun vaka yfir
þér og passa þig öllum stundum,
og ég veit líka að þú sendir styrk
til þeirra sem þurfa.
En umfram allt vil ég þakka
fyrir allar minningar sem við átt-
um saman, Bandaríkjaferðin okk-
ar 2010. Spiluðum langt fram eftir
nóttu „Hand & Foot“ sem þú
kenndir okkur. Minnist einnig úti-
leguferðanna þegar ég kom og
heimsótti þig og afa Helga. Þá var
alltaf mikil gleði og afi fljótur að
taka upp myndavélina og er ég
feginn því að við skulum eiga
fjölda minninga til á myndum.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Ég sakna þín, amma mín.
Hvíl í friði. Þitt barnabarn,
Daníel Ágúst Árnason.
Elsku amma. Ég trúi ekki að þú
sért farin. Þú varst alltaf að fylgj-
ast með fótboltanum hjá mér og
spurðir mikið út í leiki og hvernig
gekk hjá mér. Það var alltaf svo
gaman að fá þig í mat og þú varst
alltaf svo góð við alla.
Mér þykir óendanlega vænt um
þig og sakna þín sárt.
Langt úr fjarlægð, elsku amma mín,
ómar hinzta kveðja nú til þín.
En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér,
ég allar stundir geymi í hjarta mér.
Ég man frá bernsku mildi og kærleik
þinn,
man hve oft þú gladdir huga minn.
Og glæddir allt hið góða í minni sál,
að gleðja aðra var þitt hjartans mál.
Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín
þá lýsa mér hin góðu áhrif þín.
Mér örlát gafst af elskuríkri lund,
og aldrei brást þín tryggð að hinztu
stund.
Af heitu hjarta allt ég þakka þér,
þínar gjafir, sem þú veittir mér.
Þín blessun minning býr mér ætíð hjá,
ég björtum geislum strái veg minn á.
(Höf. ók.)
Ásgrímur (Ási).
Elsku amma mín, það er svo
sárt að þú sért farin og erfitt að
trúa því.
Þú varst alltaf svo góð og það
var svo gaman að vera í kringum
þig.
Ég mun alltaf sakna þín.
Elskulega amma er dáin,
angrið sára vekur tár,
amma, sem var alla daga
okkur bezt um liðin ár,
amma sem að kunni að kenna
kvæðin fögru og bænaljóð,
amma, sem að ævinlega
okkur var svo mild og góð.
Ef við brek í bernskuleikjum
brotin lágu gullin fín,
þá var gott að eiga ömmu,
er alltaf skildi börnin sín.
Hún var fljót að fyrirgefa
og finna á öllum meinum bót,
okkur veittist ekkert betra
en ömmu mildi og kærleiksbót.
Vertu blessuð, elsku amma,
okkur verður minning þín
á vegi lífsins, ævi alla,
eins og fagurt ljós, er skín.
Vertu blessuð, kristna kona,
kærleikanum gafstu mál,
vertu blessuð, guð þig geymi,
góða amma, hreina sál.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Þorbergur (Tobbi).
Elsku systir, þú kvaddir svo
snögglega, svo óvænt. Ég sit hér
og hugsa um liðna tíð og upp úr
stendur að ég gat alltaf leitað til
þín, þú hlustaðir, þú skildir og þú
vissir. Já, þú reyndist mér vel og
mig langar að þakka þér það. Þú
varst sú sem reyndir að halda fjöl-
skyldunni saman, afmæli, útskrift,
fermingar, já og jólin, þá mættir
þú eða hélst veislurnar og sást oft-
ar en ekki um kræsingarnar. Þú
varst listamaður er kom að slíku,
handavinna lék í höndum þér og
svo margt fleira. Ég veit að oft var
lífið þitt erfitt, en þú varst sterk
kona og gafst ekkert upp, þú eign-
aðist fjórar dætur sem nú eiga um
mikið sárt að binda. Barnabörnin
elska þig öll og er þeirra missir
mikill, enda varstu ekki bara
mamma og amma, þú varst svo
góður vinur þeirra, alltaf hress.
Sambýlismaður þinn, við systkini
þín og aðrir ættingjar og vinir, öll
missum við mikið. En svona er
þetta líf, að heilsast og kveðjast, ég
vil trúa að þín hafi verið meiri þörf
annars staðar, elsku systir, takk
fyrir allt, við hittumst svo er minn
tími kemur. Guð geymi þig.
Hólmfríður Lúðvíksdóttir.
Minning þín er mikils virði,
mun um síðir þrautir lina.
Alltaf vildir bæta byrði,
bæði skyldmenna og vina.
Nú er ferð í hærri heima,
heldur burt úr jarðvist þinni,
Þig við biðjum Guð að geyma,
gæta þín í eilífðinni.
(B. Þorsteinsson)
Kæra Dísa systir mín. Síðasta
kveðjan þín er komin svo óvænt og
sár. Á þessum tímamótum reikar
hugurinn til baka heim á Krók 2 á
Ísafirði til mömmu, pabba og syst-
kina, í skjólið góða, gleðina og ótta-
lausa framtíðina. Það var gott að
alast upp í Króknum. Krókspúkar
vorum við kölluð, Dísa, ég, Hófa,
Kjartan og Óli, og allir hinir sem
áttu heima þar og á Hnífsdalsveg-
inum. Nú eru nokkur þeirra farin í
Guðsríki. Blessuð sé minning allra
þeirra sem farin eru.
Góði Guð, því þurfti Dísa að fara
svona snöggt og óvænt? Ég veit að
vel var tekið á móti henni stoltu,
sterku, fallegu, glöðu og hlýju
systur minni. Elsku Dísa mín, ég
sakna þín. Þetta er svo sárt. Dísa
ætlaði að heimsækja okkur Hófu
hingað til Spánar eftir nokkra
daga og við hlökkuðum þvílíkt til
að eyða heilum mánuði saman. En
það fór á annan veg. Núna verðum
við öll að ylja okkur við minningu
Dísu okkar.
Við Dísa vorum samrýndar
systur og góðar vinkonur. Bar-
næskan á Ísafirði var yndisleg og
við lékum langt fram á kvöld og
fórum í göngutúra út á Hnífsdals-
bryggju, með dúkkuvagna og í há-
hæluðum skóm af mömmu skakk-
löppuðumst við voða fínar. Svo var
farið upp í „Súpu“ með nesti og
nýja skó. Þegar við vorum 10-12
ára fengum við að passa einhvern,
helst í kerru eða vagni. Dísa var
alltaf með hóp af börnum á eftir
sér, svo barngóð og dugleg og hún
og amma Dísa í Króksbæ, Ásdís
Katrín Einarsdóttir, sem bjó á Ísa-
firði á þessum tíma, voru miklar
vinkonur.
Við kláruðum barnaskólann og
gaggó eins og flestir aðrir, svo tók
lífið við. Við Dísa vorum báðar
ungar þegar við fórum úr hreiðr-
inu. Við fórum til Blönduóss í Hús-
mæðraskóla og þar var slett úr
klaufunum. Þar kynntist Dísa
Gunnari Bjarnasyni sem síðar
varð eiginmaður hennar og eign-
uðust þau fjórar dætur. Síðar
skildu þau. Seinna kynntist Dísa
sambýlismanni sínum til margra
ára, Helga Leifssyni, og átti hún
góð og skemmtileg ár með honum
allt til dauða.
Dísa var ofboðslega dugleg
kona og minnti mig oft á pabba
okkar. Hún var líka ofboðslega
mikil amma og mjög náin öllum
barnabörnum og dætrum sínum.
Dísa var listahandavinnukona,
listakokkur og las mikið. Heimili
þeirra Helga glansaði af hreinlæti
og smekkvísi.
Ó, elsku Dísa mín, það er erfitt
að missa þig svona allt of snemma.
Elsku Helgi, Anna, Sandra,
Brynja, Kristbjörg, tengdasynir,
barnabörn og langömmubarn,
systkini okkar og fjölskyldur. Ég
votta ykkur öllum mína dýpstu
samúð vegna fráfalls Ásdísar Jónu
Lúðvíksdóttir. Guð gefi okkur öll-
um styrk á þessum sorgartímum.
Guð blessi minningu elsku Dísu
okkar.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt
(V. Briem)
Allt var kyrrt og allt varð hljótt
öllu lokið furðu fljótt,
englar himins grétu í dag, í dag.
(KK)
Ásdís Jóna
Lúðvíksdóttir
HINSTA KVEÐJA.
Við kveðjum þig, elsku amma
mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir,
með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu, góði guð,
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma,
sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt,
það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Þín elskandi barnabörn,
Örvar Reyr og Kristín Björk.
Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
GUÐRÚN ÁGÚSTA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Kennari,
Åkarp,
Svíþjóð,
andaðist á spítalanum í Malmö
þriðjudaginn 1. september.
.
Guðmunda Inga Forberg,
Erna Birna Forberg,
Ágústa Hrefna Forberg,
tengdasynir og barnabörn.