Morgunblaðið - 03.09.2015, Blaðsíða 29
Hvíl í Guðs friði, elsku besta
Dísa systir mín.
Þín systir,
Lína Louise Lúðvíksdóttir.
Nú er ég kveð vinkonu mína,
hana Dísu Lúlla eins og hún var
oftast kölluð, kemur mér í hug
hvað lífið er hverfult. Maður reyn-
ir að skipuleggja fram í tímann, en
í raun og veru ræður maður engu
Um miðnætti á menningarnótt
sá ég skilaboð á tölvunni: „Hvað er
að frétta, Sigga mín? Kíki á þig í
næstu viku, kv. Dísa.“ Næsta
morgun fékk ég símtal frá dóttur
minni: „Dísa dó í nótt.“
Það var eins og tíminn stæði í
stað, engin viðvörun. Við trúum
því að henni hafi verið ætlað annað
hlutverk.
Mér er í fersku minni er ég sá
hana skjótast í heiminn, á afmæl-
isdegi mínum fyrir næstum 64 ár-
um. Síðan þá höfum við verið vin-
konur, þrátt fyrir aldursmun. Við
sögðum stundum að ég hefði feng-
ið stóra afmælisgjöf í það skiptið.
Dísa og systkini hennar ólust
upp í Króki 2 á Ísafirði, fyrst í
gamla Friðfinnshúsinu og síðan í
fallega húsinu sem faðir þeirra
byggði í frístundum sinum að
mestu.
Foreldrar Lúlla bjuggu með
þeim meðan heilsan leyfði. Ég
man eftir gamla manninum sem
sat á tröppunum í gamla húsinu og
leit eftir krökkunum. Einnig voru
foreldrar Önnu ennþá í gamla
Króksbænum. Dísa var mjög
hænd að Ásdísi ömmu sinni og
nöfnu og dugleg að rétta henni
hjálparhönd og mat hana mikils.
Nágrannarnir í Króknum voru
tíðir gestir á heimilinu, jafnt á há-
tíðum sem aðra daga .
Það kom því ekki á óvart hvaða
starf hún valdi sér, sem var
umönnun fatlaðra og eldra fólks.
Hún minntist stundum á að hún
hefði kannski átt að læra meira,
t.d. hjúkrun.
Hún giftist ung fyrri manni sín-
um, Gunnari Bjarnasyni, þau
eignuðust fjórar dætur svo það
urðu næg verkefni heima fyrir og
ekki var pláss fyrir annað.
Þau bjuggu fyrst á Ísafirði, en
fluttu síðan til Hveragerðis. Þau
slitu síðan samvistum nokkru síð-
ar, eins og gerist meira í dag en
áður.
Á næstu árum flutti síðan öll
fjölskyldan þangað. Það var mikill
samgangur milli heimila okkar á
Ísafirði, enda stutt á milli húsa,
börnin okkar á svipuðum aldri og
mikil tengsl.
Eftir að við öll vorum komin
suður var gaman að fara í sunnu-
dagsbíltúr til Hveragerðis.
Nú er þetta breytt, margir
horfnir, fjögur systkinanna úr
Króknum búa erlendis. Dísa talaði
oft um að það væri stundum skrít-
ið að vera ein eftir.
Eftir að foreldrar hennar voru
farnir af sínu heimili kom hún
stundum og tók mig með í heim-
sókn til þeirra, hún var dugleg að
heimsækja þau og sinnti þeim eins
vel og hún gat.
Í seinni tíð hefur hún ekki kom-
ið oft, en stundum hringdi hún og
sagði „Áttu smástund handa
mér“?
Fyrir nokkrum árum hóf hún
sambúð með seinni manni sínum,
Helga Leifssyni, sem hefur reynst
henni vel, saman hafa þau ferðast
hér innanlands og hún hefur einn-
ig getað skroppið til útlanda og
þau átt saman góðar stundir.
Einnig lét hún gamlan draum
rætast og útskrifaðist sem fé-
lagsliði fyrir nokkrum árum.
Ég gæti sagt svo margt fleira
en læt þetta nægja og þakka henni
allar góðu stundirnar, ekki síst
fyrir fallegu júlínóttina þegar við
gengum saman í logninu og sáum
sólina setjast við Gróttu.
Ég og börnin mín vottum dætr-
um hennar og fjölskyldum okkar
dýpstu samúð og vonum að þau
njóti alls sem hún óskaði þeim,
einnig Helgi sem kveður nú ástina
sína
Far þú í friði, kæra vinkona.
Sigríður Aðalsteins og börn.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015
✝ Rannveig Sig-urðardóttir
frá Möðruvöllum í
Hörgárdal fæddist
6. apríl 1940. Hún
lést 18. ágúst
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Stefánsson, prest-
ur, síðar vígslu-
biskup, f. 10. nóv-
ember 1903, d. 8.
maí 1971. Kona hans María
Júlíana Kristjana, cand, phil.,
f. 30. janúar 1904, d. 18. ágúst
1967. Börn þeirra, Sigrún, f.
28. ágúst 1929, Björn, f. 9. maí
1934, Ágúst Matthías, f. 15.
mars 1938, d. 22. ágúst 2010,
Rannveig, f. 6. apríl 1940, d.
18. ágúst 2015.
Rannveig lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akur-
Rannveig og Tómas bjuggu
fyrstu árin í Reykjavík, og
seinna í Kópavogi. Rannveig
var flugfreyja hjá Loftleiðum
frá 1962-1972. Seinna vann
hún hjá Ferðaskrifstofunni
Útsýn og sem kennari í Kópa-
vogi. Þáttaskil urðu hjá þeim
hjónum árið 1984 þegar Tóm-
as fékk stöðu hjá Norður-
landaráði og þau fluttu til Sví-
þjóðar. Lengst af bjuggu þau í
glæsilegu húsi sínu á Sunne-
mobacken 24 í Farsta. Rann-
veig var kennari þar í 25 ár.
Tómas fékk krabbamein 2009
og dó á Líknardeild Dalens
sjukhus sem fyrr segir, í mars
2012. Rannveig fékk hinn
sama sjúkdóm fyrir tveimur
árum en varð alvarlega veik
snemma sumars 2015. Hún
lést á sama stað og maður
hennar, á líknardeild Dalens
sjukhus. Þau bjuggu alla tíð
frá 1984 til dauðadags, í Sví-
þjóð.
Útför Rannveigar fer fram í
dag, 3. september 2015, kl. 11
að staðartíma, frá Maria
Bebådelsekyrka í Stokkhólmi.
eyri og síðar
Kennaraprófi frá
Kennaraskóla Ís-
lands. Hún giftist
Tómasi H. Sveins-
syni, f. 13. febrúar
1941, d. 11. mars
2012, líka stúdent
frá Menntaskól-
anum á Akureyri,
síðar viðskipta-
fræðingur. Þau
giftust 3. október
1962 í Möðruvallakirkju.
Börn þeirra eru María
Sigrún f. 26. ágúst 1974 og
Tómas Breki f. 23. sept. 1980.
María er rekstarhagfræð-
ingur, Breki tæknifræðingur,
bæði búsett í Stokkhólmi.
María á þrjá syni, Tómas Ara
f. 2005, Davíð Hrafn f. 2007 og
Stefán Hauk f. 2009. Tómas
Breki er ógiftur og barnlaus.
Að lýsa mömmu minni er efni
í heila bók og að tjá tilfinningar
mínar gagnvart henni er efni í
aðra. Ég á engin orð sem geta
hjálpað mér að koma því til
skila á réttan hátt, hversu stór-
kostleg hún var í mínum augum.
Engin önnur kona bjó yfir eins
miklum þokka, fegurð, styrk og
gáfum.
Hún kunni allt og vissi allt,
fannst mér. Hvernig ég á að
halda áfram án þess að þiggja
hennar góðu ráð, getað leitað til
hennar og rætt lífið og til-
veruna? En hún bjó mig vel
undir lífið og að fá að vera þess
aðnjótandi að alast upp sem
dóttir svo margbrotinnar konu
hafa verið mikil forréttindi.
Minningar frá mínum 40 ár-
um í hennar návist streyma yfir
mig og allar eru þær jafn ljúfar
og dýrmætar. Mér finnst allt
baðað í sól þegar ég hugsa til
hennar.
Ég átti eftir að spyrja að svo
mörgu, ég hélt að tíminn myndi
endast okkur betur. Þó veit ég
ekki hvort það er nokkurn tíma
hægt að eiga kveðjustund með
heittelskuðu foreldri, að það sé
hægt að segjast vera búin að
ræða allt og eiga saman allar
stundir sem eiga að duga mér
um ókomin ár.
„Bráðum kemur betri tíð,
með blóm í haga,“ sagði mamma
alltaf þegar mig vantaði upp-
örvun eða leitaði til hennar að
styrk. Ég efast um að betri tíð
birtist mér á næstunni, lífið er
tómlegt án foreldra minna.
En hennar betri tíð er hafin
og fyrir það er ég þakklát. Ég
trúi því að mamma og pabbi séu
saman á ný eftir þriggja ára að-
skilnað og að það séu sannar-
lega blóm í haga á þeirra nýja
samastað.
Segið það móður minni,
að mér sé hennar tunga
söngur, er létti löngum
lífsharm, snjóþunga.
Sá ég í orðum og anda
Ísland úr sæ rísa.
Og hlaut í völvunnar veðrum
vernd góðra dísa.
Segið það móður minni,
að mold sé farin að anga,
svali leiki um sali
og sólbrennda vanga.
Býst ég brátt til ferðar,
brestur þó vegnesti,
en þar bíða vinir í varpa,
sem von er á gesti.
Segið það móður minni,
að mörg hafi sprek brunnið,
héla, sem huldi rúður,
hjaðnað og runnið.
Skin leggur af skari.
Skuggar falla á glugga.
En minningar á ég margar,
sem milda og hugga.
(Davíð Stefánsson)
Ég þakka fyrir sýndan sam-
hug og fallegar kveðjur til okk-
ar Breka og sona minna.
Með söknuði og sorg,
María Sigrún Tómasdóttir.
Ég var stödd fyrir norðan, á
Möðruvöllum, æskuheimili okk-
ar, þegar þær fréttir bárust að
systir mín hefði látist þann
sama dag, að morgni 18. ágúst,
eftir vikudvöl á líknardeild Da-
lens sjukhus í Stockhólmi. Bar
andlát hennar upp á sama dag
og móður okkar sem lést 1967.
Þetta var þungt högg. Ég
vissi ekki hversu mikið veik hún
var. Eftir að hún veiktist fyrir
tveimur árum urðu lítil sem
engin samskipti okkar á milli.
Hún lokaði þá á alla ættingja og
vini, bar þessa byrði eingöngu
með börnum sínum, Maríu og
Breka.
Loforð var af þeim tekið að
nefna þetta ekki við okkur. Eft-
ir lát eiginmanns hennar, Tóm-
asar, breyttist viðhorf hennar.
Hún fór í svo mikla afneitun að
það olli sambandsslitum. Það
var ákaflega sárt en ekki hægt
að breyta. Þau fóru að vilja
hennar í einu og öllu eins og
ávallt. Stíflan brast við lát henn-
ar og mín yndislega María Sig-
rún hringdi og lét vita. Hún
hjúkraði mömmu sinni af miklu
hugrekki og kærleik. Sjálf átti
hún þrjá syni sem þurftu líka á
mömmu sinni að halda. Öllu
þessu áorkaði hún eins og henn-
ar var von og vísa.
Ég vil minnast minnar elsku-
legu systur sem einstakrar
konu. Hún var svo glæsileg að
eftir var tekið hvar sem hún fór.
Minningar um hana eru svo
margar að þær lifa með mér svo
lengi sem ég lifi. Ég verð að
hafa eftir Tómasi eina setningu.
Einhvern tíma sagði ég við
hann, „mikið er hún Rannveig
erfið“. Hann brosti og svaraði,
„Já, en hún Rannveig sér um
sína“. Það voru orð að sönnu.
Fjölskylda hennar var henni
eitt og allt. Seinna varð hún svo
lánsöm að eignast þrjá yndis-
lega dóttursyni sem nutu henn-
ar á sama hátt. Minningar okk-
ar systra eru svo margar. Einu
sinni var hún ákaflega fé-
lagslynd, glaðvær, hafði smit-
andi hlátur, svo var hún ein-
staklega orðheppin og
skemmtileg. Hrókur alls fagn-
aðar í hópi vina og ættingja.
Það var unun að sækja þau
heim, bæði hérna og í Stokk-
hólmi. Heimili þeirra var glæsi-
legt í Sunnemöbacken síðustu
árin. Það bar vott um sérstak-
lega fágaðan smekk.
Ég held að hún hafi búið
þeim það fegursta hemili sem
ég hef séð. Þangað var gottt að
koma. Rannveig var mikill fag-
urkeri. Það voru réttir hlutir á
réttum stöðum. Eins var um
klæðaburð hennar, allt það fal-
legasta handa þessari fallegu
konu. Hún var ákaflega gjaf-
mild, heima hjá mér eru hlutir í
hverju horni frá henni. Allt það
fallegasta til að gleðja mig.
Einu sinni bar ég undir hana
hvað væri gaman að fá vinnu í
Stokkhólmi.
Ekki stóð á aðstoð frá henni,
ég var komin í vinnu á Sto-
torpskliniken sama vor, 1989.
Hún lét þennan draum minn
rætast. Ég minnist líka með að-
dáun umhyggju hennar fyrir
foreldrum okkar. Eftir veikindi
pabba 1962, parkinson, þá létti
hún þeim þunga byrði í orðum
og verki.
Ég minnist ferðalags þeirra
til Noregs til vinafólks hennar
sem veitti þeim ómælda gleði.
Svona var hún systir mín,
óvenjuleg, stórbrotin kona. Nú
fær þessi elskulega systir mín
að hvíla við hlið síns elskaða
eiginmanns.
Blessaðar séu allar okkar
ljúfu minningar sem ég mun
geyma til dauðadags. Guð blessi
elskaða systur. Hvíli hún í friði
við hlið síns elskaða eigin-
manns.
Þessi orð eru frá systur.
Sigrún frá Möðruvöllum.
Mín fyrsta minning um
Rannveigu er þegar ég, fimm-
tán ára gömul, stend við
gluggann heima á Ásvallagötu
og horfi á hávaxna ljóshærða,
hnarreista og virðulega konu
koma gangandi niður Blóm-
vallagötu í blárri dragt, hald-
andi á marglitri slæðu í hægri
hendi, flaksandi í takt við
göngulagið. Hún horfði upp í
himininn, njótandi þess að
ganga heim eftir langan vinnu-
dag. Ekki grunaði mig þá að
þessi kona ætti eftir að verða
nágranni og góð vinkona mín 16
árum síðar þegar við fluttum til
Stokkhólms. Fjölskyldan,
Rannveig, Tómas, Maja og
Breki bjuggu óvænt í sömu
götu. Þau urðu bjargvættir okk-
ar þar sem gámi með búslóð
okkar seinkaði. Fyrir tilviljun
heyrðum við talaða íslensku á
nýrri heimaslóð og sjálfsagt var
að lána okkur það sem okkur
vantaði, svo sem dýnur, potta,
pönnur, stóla og borð, þar til
gámurinn loksins kom.
Við vorum svo lánsöm að þau
urðu vinir okkar frá fyrsta degi
og betri vini er ekki hægt að
eignast. Börn okkar urðu vinir
og ekki er heldur mögulegt að
eignast betri nágranna.
Rannveig var vinur vina
sinna, trygg og trú. Okkur þótti
afar vænt um hana. Hún sagði
eitt sinn við mig; „Ég snobbast
svolítið upp á við og finnst það
gaman.“
Við hlógum saman að svona
vitleysu yfir kaffibolla á morgn-
ana þegar börnin voru farin í
skólann og við höfðum smá tíma
til að spjalla.
Rannveig var vel lesin og gat
talað um alla skapaða hluti af
þekkingu og sérstakur hlátur
hennar hreif mig alltaf með.
Hún var stolt af börnunum
sínum og það var hennar kapps-
mál að þau fengju góða mennt-
un. Henni varð að þeirri ósk
sinni.
Menntun var Rannveigu
ávallt sérstaklega hugleikin og
nutum við góðs af því þar sem
hún kenndi Ella og Val íslensku
á Svíþjóðarárunum, ásamt
fjölda annarra íslenskra barna.
Hún þurfti oft að ferðast langar
leiðir á milli skóla til að kenna.
Margs er að minnast, tímarn-
ir breytast og mennirnir með.
Eftir að við fluttum heim héld-
um við sambandi og Breki og
Maja voru dugleg að heimsækja
okkur þegar þau voru á Íslandi
og gistu stundum.
Rannveig elskaði fjölskyldu
sína, Maja og Breki voru henni
allt og seinna bættust við ömm-
ustrákarnir, Tómas, Davíð og
Stefán. Við sendum þeim sam-
úðarkveðjur.
Það er alltaf sorg og eftirsjá
að góðu fólki en minningin lifir
og enn sé ég Rannveigu fyrir
mér, hávaxna og virðulega, á
góðviðrisdegi í Vesturbænum
með slæðuna góðu flaksandi í
mildri golunni á fallegum sum-
ardegi.
Við þökkum fyrir vináttu
Rannveigar.
Sigríður Valsdóttir,
Guðmundur Jón Elíasson
og fjölskylda.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Mig langar til að kveðja kæra
vinkonu mína, Rannveigu Sig-
urðardóttur, með þessu fallega
ljóði. Rannveig var einstaklega
glæsileg, há og grönn með fal-
legt, ljóst, liðað hár.
Hún hefði sómt sér vel í
enskum kastala sem aðalper-
sóna í sögum Jane Austin. Við
kynntumst fyrst í Svíþjóð fyrir
tæpum 30 árum sem nágranna-
konur og dætur okkar urðu
bestu vinir. Rannveig hafði
gaman af því að bjóða heim,
sérstaklega í dömulunch. Hún
var höfðingi heim að sækja og
naut ég þeirra forréttinda að
gista hjá henni þegar ég átti er-
indi í Stokkhólmi.
Þá var mikið spjallað um
heimsmálin og annað skemmti-
legt og skálað í rommi. Hún
sagði mér ævintýralegar sögur
af störfum sínum sem flugfreyja
og af ferðum m.a. til Beirút.
Sameiginlegt áhugamál okk-
ar voru ferðalög og vorum við
alltaf á leiðinni til Suður-Frakk-
lands en því miður varð ekkert
úr því. Það gerist þá í öðrum
heimi.
Þegar Tommi, maðurinn
hennar, dó fyrir þremur árum
síðan þá breyttist allt. Þau
höfðu ætlað sér að eiga gott líf
saman eftir langa búsetu hvort í
sínu landinu. En við tók eftirsjá
og veikindi, allt hrundi. Ég er
þakklát fyrir að hafa kynnst
Rannveigu og Tomma. Þau voru
tveir sterkir einstaklingar sem
lifðu alltof stutt.
Elsku Maja, Breki, Tómas,
Davíð og Stefán. Guð gefi ykkur
styrk í sorginni.
Elinóra Inga Sigurðardóttir.
Rannveig
Sigurðardóttir
Elskulegur afi
minn sem átti heima
í fallegustu sveitinni
undir Eyjafjöllum,
Mið-Mörk, fór frá
okkur aðfaranótt þriðjudagsins
18. ágúst eftir árs baráttu við
krabbamein. Hinn 28. ágúst sl.
kvöddum við hann við fallega at-
höfn í Stóra-Dalskirkju.
Á síðustu tveimur árum hef ég
misst báða mína afa fyrir 70 ára
aldur úr sama sjúkdóminum.
En krabbamein spyr víst ekki
um aldur eða heilsufar fólks. Sig-
urjón afi hefur, frá því ég man
eftir mér, lifað afar heilsusam-
legu lífi.
Hann var sjómaður fyrir minn
tíma a.m.k. en annars hefur hann
Sigurjón
Sveinbjörnsson
✝ Sigurjón Svein-björnsson
fæddist 29. apríl
1946. Hann lést 18.
ágúst 2015. Útför
Sigurjóns fór fram
28. ágúst 2015.
búið í ferska loftinu í
sveitinni, borðaði
hafragrautinn sinn
alla morgna, sinnti
sveitastörfum og
borðaði fisk og
lambakjötið sem
hann ræktaði sjálf-
ur.
Ég mun sakna
þess mikið að fá
ekki nýtt lambakjöt
frá afa og heim-
areykt hangikjöt á jólunum sem
var það allra besta sem maður
getur smakkað.
Þegar ég var lítil fannst mér
uppáhalds að fara í sveitina, reka
beljurnar og mjólka (þó ég næði
nú sjaldnast morgunfjósinu sök-
um þreytu), klappa lömbunum,
gefa heimalningunum að borða
og taka þátt í heyskap, þó maður
væri lítill og sæti bara inni í trak-
tor að fylgjast með og sæi um að
binda fyrir enda og merkja.
Sveitastörfin eru klárlega í uppá-
haldi og ég elska að vera í fallegu
náttúrunni í Mið-Mörk, kenni
sveitinni um að ég sé svolítið
náttúrubarn. Það eru nokkur orð
sem lýsa afa best: hugrekki, ljúf-
menni, dugnaðarforkur, hetja,
örlítið þrjóskur en það fylgir víst
genunum, og síðast en ekki síst
algjör stríðnispúki og með húm-
orinn á hreinu. Alveg fram á síð-
ustu dagana var hann ennþá að
stríða manni og grínast. En ég
mun alltaf hafa það í lífinu mínu
vegna þess að faðir minn og bróð-
ir minn eru eftirlíkingar af hon-
um afa.
Næstu mánuðir verða líklega
þeir síðustu sem sveitin mín verð-
ur ennþá í okkar lífi, ef ég ætti
rosa marga peninga þá myndi ég
kaupa sveitina og flytja þangað!
En Mið-Mörk mun eiga rosa-
lega stóran stað í hjartanu á okk-
ur öllum og við munum þrátt fyr-
ir allt, alltaf vera „Merkingar“.
Elsku afi minn, ég er svo þakk-
lát fyrir að hafa fengið að kynnast
þér og eytt mörgum dögum með
þér á mínum 23 árum.
Þetta er svo óraunverulegt, við
munum sakna þín svo mikið og ég
mun aldrei gleyma því hversu
fast þú knúsaðir mig í síðasta
skiptið. Hvíldu nú í friði
Jóhanna Kristín
Elfarsdóttir.