Morgunblaðið - 10.09.2015, Side 4

Morgunblaðið - 10.09.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Í fyrrinótt mátti finna trampólín uppi í trjám, á bílum og ljósastaur- um, svo eitthvað sé nefnt. Einnig fuku stillansar, þakkantar og plötur, ferðavagnar og skjólveggir. Um 50 björgunarsveita- menn voru við störf í fyrrinótt í fyrstu alvöru haustlægðinni. Smári Sigurðs- son, formaður Slysavarna- félagsins Lands- bjargar, segir að litlum og einföld- um verkefnum sé að fjölga. „Ég er búinn að flytja margar ræður um hegðun Íslendinga og að það sé búið að ala okkur upp í að vera svolitlir aumingjar. Fólk stend- ur í glugganum heima hjá sér og sér ruslatunnu nágrannans takast á loft og stefna á bíla. Hvers vegna í ósköpunum er ekki farið af stað, náð í tunnuna og komið í veg fyrir tjón. Af hverju er það fyrsta sem fólk ger- ir að hringja í 112 og bíða eftir að aðrir geri hlutina. Að gera eitthvað í þessu sjálfur? Nei, það er beðið eftir einhverjum sjálfboðaliðum sem eru í önnum einhvers staðar annars stað- ar,“ segir Smári. Mæta í öll útköll Hann ítrekar að Björgunarsveitir mæti að sjálfsögðu í öll þau útköll sem þær séu boðaðar í. „Þetta er sem betur fer minnihluti fólks sem hagar sér svona. Meiri- hlutinn er ábyrgur í sínu umhverfi og tekur tillit til veðurspár. En við getum gert miklu meira til að af- stýra þessum litlu verkefnum sem ég kalla óþarfa útköll. Auðvitað för- um við í öll útköll ef þess þarf en það má koma í veg fyrir mörg þeirra.“ Smári segir að líkindin með út- köllum í haustlægðum séu mjög mikil. Þetta snúist oft um trampólín, ruslatunnur og skjólveggi sem séu ekki föst þrátt fyrir viðvaranir. „Þegar Björgunarsveitir eru farn- ar að fara þrisvar sinnum í sama garðinn að reyna að binda sama skjólvegg niður sem fauk líka í síð- ustu lægð og eigandinn hefur ekkert gert í millitíðinni þá veltir maður fyrir sér hvort það sé eðlilegt að hringja bara í 112 og biðja einhvern annan að festa skjólvegginn. Þetta eru nefnilega nánast alltaf sömu útköllin. Þessi meðvitund um okkar eigin umhverfi, hún hefur dal- að og dvínað.“ Var búið að vara við vindi Hann bendir á að þessi fyrsta haustlægð hafi ekki komið óvænt, Veðurstofan hafi verið búin að vara við henni í marga daga. „Það var aldeilis búið að tala um þessa lægð og það koma haustlægðir á Íslandi. Það er of mikið um óá- byrga hegðun gagnvart einföldum hlutum sem þyrfti að breytast,“ seg- ir hann og tekur dæmi um rusla- tunnu upp við hús. „Ruslatunnan stendur við húsið 365 daga á ári og á Íslandi eru þessir 7-10 dagar þar sem er vesen vegna veðurs. Af hverju er þá ruslatunnan ekki fest niður? Af hverju er rusla- tunnan enn laus? Það er búið að vera byggð í þessu landi í meira en þúsund ár og eftir að öskutunnur voru fundnar upp hafa þær yfirleitt farið á loft þegar haust- lægðirnar koma. Þó ruslatunnur og trampólín séu ekki búin að vera til í öll þessi ár þá hafa þau verið hér á landi í allavega 10 ár og það getur ekki verið að það komi fólki enn á óvart að það þurfi að festa hluti nið- ur.“ Óþarfa útköllum fer fjölgandi  Björgunarsveitir sinna yfirleitt sömu verkefnunum í haustlægðum  Trampólín og ruslatunnur tak- ast á loft og valda tjóni  Þrisvar í sama garð að festa sama skjólvegginn  Sama ræðan ár eftir ár Morgunblaðið/Eggert Haustlægð Litlu mátti muna að illa færi þegar tjald sem ætlað var fyrir Októberfest Stúdentaráðs HÍ féll í rokinu en björgunarsveitarmenn sem voru inni í tjaldinu náðu að forða sér áður en tjaldið féll. Bíll sveitarinnar skemmdist. Smári Sigurðsson Leiðindaveður var víða um land í gær og í Ólafsvík fór vindur í 40 metra á sekúndu í hviðum. Á þremur stöðum féllu tré á götur og lokuðu þeim; við Strandgötu í Hafnarfirði, Hlíðarveg í Kópa- vogi og Höfðabakka í Reykjavík. Tilkynnt var um a.m.k. 22 laus trampólín í fyrrinótt en í nokkr- um tilvikum höfðu þau valdið tjóni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, en alls voru veð- urtengd útköll lögreglu um sjö- tíu talsins. Björgunarsveitarfólk fór í yfir 40 útköll á höfuðborg- arsvæðinu í fyrrinótt en um 35- 40 björgunarsveitarmenn voru að störfum. Dúkur með áprentaðri mynd af Fríkirkjuvegi 11 og vinnupall- ar sem stóðu við húsið vegna framkvæmda voru meðal þess sem fékk að kenna á lægðinni, skemmtiferðaskip sem átti að leggjast við Oddeyrarbryggju á Akureyri í gærmorgun þurfti frá að hverfa vegna veðurs og litlu mátti muna að illa færi þegar tjaldið, sem ætlað var fyr- ir Októberfest Stúdentaráðs HÍ, féll í rokinu en björgunarsveit- armenn sem voru inni í tjaldinu áttu fótum sínum fjör að launa. Bíll björgunarsveitarinnar skemmdist þegar tjaldið féll á hann Laus tramp- ólín svifu um loftin blá 40 ÚTKÖLL Á HÖFUÐBORG- ARSVÆÐINU Í FYRRINÓTT Í DAG ER SÍÐASTI DAGURINN TIL AÐ NÝTA ALLT AÐ 20.000 KR. BÓKUNARAFSLÁTT AF FERÐUM TIL TENERIFE OG KANARÍ Í VETUR. Flogið frá 20. október með Icelandair. Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is SÍÐASTI DAGURINN! 20.000 KR. BÓKUNARAFS LÁTTUR TIL 10. SEPT. NÁNAR Á UU.IS Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Kjaraviðræður Sjúkraliðafélags Ís- lands (SLFÍ), Landssambands lög- reglumanna (LL) og Stéttarfélags í almannaþjónustu (SFR) við ríkið virðast vera strandaðar. SFR mun á næstu dögum ráðfæra sig við fé- lagsmenn og ræða möguleikann á verkfallsaðgerðum, en SLFÍ ætlar að funda með félagsmönnum og at- huga hvernig landið liggur áður en ákvarðanir verða teknar um fram- haldið. Launakröfur félaganna, sem eru í samfloti í viðræðunum, byggjast á niðurstöðum gerðardóms í deilum ríkisins við BHM og hjúkrunarfræð- inga, auk þeirra kjarasamninga sem ríkið hefur gert við aðra ríkisstarfs- menn, svo sem lækna og framhalds- skólakennara. Félögin segja í frétta- tilkynningu að ríkið hafi ekki sýnt neinn vilja til að ræða kröfur félag- anna. Þegar hafa verið haldnir sex fundir hjá ríkissáttasemjara og ekki hefur verið boðaður annar fundur. Vilja elta hjúkrunarfræðingana Þegar blaðamaður náði sambandi við Kristínu Á. Guðmundsdóttur, formann SLFÍ, var hún á fundi með sjúkraliðum á Landspítalanum við Hringbraut, að gera þeim grein fyrir stöðu mála í kjaraviðræðunum. Hún segir að það hafi tíðkast í 14 ár að sjúkraliðar hefðu ákveðið hlutfall, nánar til tekið 80%, af launum hjúkr- unarfræðinga, sem fengu umtals- verðar launahækkanir í síðustu kjarasamningum. „Þetta eru einstaklingar sem vinna saman, í sama álaginu inn á sjúkrahúsunum. Það er búið að semja um hvert hlutfall eigi að vera á milli stétta. Við erum ekki að biðja um sömu laun, en við erum aftur á móti að krefjast þess að fá sömu pró- sentu,“ segir Kristín og bætir við að mikil reiði hafi verið í félagsmönnum SLFÍ á Landspítalanum við Hring- braut. Skoða verkfallsaðgerðir Næsta þriðjudag verður haldinn stór kjaramálafundur í Háskólabíói hjá félagsmönnum SFR, þar sem næstu skref verða rædd í kjaradeil- unum. „Við munum stilla málinu þannig upp að við virðumst ekki komast lengra í þessari samninga- gerð nema að við beitum einhvers konar aðgerðum og við munum spyrja okkar félagsmenn að því hvort það eigi að vera næsta skref- ið,“ segir Árni Stefán Jónsson, for- maður SFR. Hann segir niðurstöðu gerðar- dóms mjög svipaða þeim kjarasamn- ingum sem ríkið hafði gert áður og það hljóti að gilda um aðra ríkis- starfsmenn líka. Spurður hvort for- sendur niðurstöðu gerðardóms ættu við um félagsmenn SFR, þá sérstak- lega hvað varðar menntun, segir Árni félagsmenn verkalýðsfélaganna þriggja vera með lág laun miðað við laun ríkisstarfsmanna almennt séð. Það væri ósanngjarnt að „efri lögin“ fengju töluverðar launahækkanir á sama tíma og það eigi að skilja þá eftir sem eru með lægri launin. Með 16-17% lægri laun Þá bendir Árni einnig á að jafna þurfi launabilið milli ríkisstarfs- manna og starfsmanna á hinum al- menna launamarkaði. Samkvæmt launakönnunum séu ríkisstarfsmenn með 16-17% lægri laun en þeir sem vinna sambærileg störf á hinum al- menna vinnumarkaði. Lögreglumenn geta ekki farið í verkfall, en verkfallsréttur þeirra var afnuminn árið 1986. Síðan þá hafa ávallt staðið langar deilur þegar kjarasamningar lögreglumanna eru lausir. Ein af kröfum þeirra í kjara- viðræðunum er að fá verkfallsréttinn aftur. Kjaraviðræður við ríkið árangurslausar  SFR ræðir við félagsmenn um að beita aðgerðum Kristín Á. Guðmundsdóttir Árni Stefán Jónsson Spáð er betri tíð um helgina en síð- ustu tvo daga, en stormur hefur geisað um landið og valdið erfið- leikum. Storminum mun þó slota er líða tekur á daginn og vindur fara í 5-10 metra á sekúndu. Á morgun er spáð talsverðri rigningu suðaustan- og austanlands en litlum vindi. Um helgina er spáð hægum vindi, en úrkomu í öllum landshlutum sem mun teygja sig yf- ir til mánudags. Í byrjun næstu viku er gert ráð fyrir norðanátt með rigningu á Norðurlandi og kólnandi veðri. Þó verður nokkuð þurrt og bjart sunnanlands. „Þau sem eru eftir munu líklega Vindur gengur niður en víða væta haldast á sínum stað,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, spurð hvort fólk eigi að koma tram- pólínum tryggilega fyrir um helgina. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.