Morgunblaðið - 10.09.2015, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 10.09.2015, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 Vestur-Íslendingurinn Christine Geir Hall, „Stína litla“, andaðist í Grafton í Norður- Dakóta í Bandaríkj- unum 6. september síð- ast liðinn, 106 ára að aldri. Christine fæddist í Mountain í Norður- Dakóta, 5. júní 1909. Foreldrar hennar voru Kristján Einar Geir og Sólveig Guðrún Þor- gilsdóttir (Halldorson). Föðurafi hennar og amma, Jóhann Geir Jóhannesson og Anna Kristín Jónsdóttir, fluttu frá Íslandi til Gimli í Manitoba, Kanada, og þaðan til Mountain 1880. Jóhann Geir var frá Snorrastöðum í Kol- beinsstaðahreppi í Hnappadals- sýslu. Anna Kristín var frá Fjarð- arhorni í Staðarsókn í Vestur-Húnavatnssýslu. Þau voru samferða frá Íslandi 1876, kynntust á skipinu og gengu í hjónaband 1878. Móðurafi Christine og amma voru Þorgils Halldórsson frá Hundadal í Miðdalahreppi í Dalasýslu og Krist- ín Jónsdóttir frá Arnarvatni í Mý- vatnssveit. Hann flutti til Vest- urheims 1876 en hún 1873. Christine var elst ellefu systkina. Eiginmaður hennar var Joseph W. Hall. Hann fæddist 4. apríl 1905 og andaðist 3. febrúar 1990. Hann var sonur Jóhanns Gunnars Hall og Hosi- anna Guðbjargar Wal- ter, sem stofnuðu fjöl- skyldufyrirtækið J. G. Hall & Sons 1915 er seldi kartöflur vítt og breitt um Bandaríkin. Skáldið Kristján Níels Jónsson, KN, flutti í íslensku byggð- ina í Pembina 1893. KN var vinnumaður hjá fjölskyldu Christine í áratugi, hændist að ungu stúlkunni og samdi mörg ljóð til hennar, m.a. ljóðið „Til Stínu litlu Geir“. Christine tók kennarapróf í des- ember 1931 og kenndi næstu ár í Þingvallasveit eða þar til hún giftist 1936. Christine og Joseph eignuðust fjóra syni. Hjónin bjuggu skammt sunnan við Garðar. Christine var virk í safn- aðarstarfinu og var virt í sveitinni. Hún afhjúpaði endurbætt minn- ismerki um KN við Þingvallakirkju í Eyford 2. ágúst 1999. Útför Christine Hall Geir verður í Edinburg, Norður-Dakóta, laug- ardaginn 12. september næst kom- andi. Andlát Christine Geir Hall Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Full búð af nýjum vörum Verið velkomin Túnikur Peysur Bolir Pils Kjólar o.fl. Vinsælu velúrgallarnir alltaf til í mörgum litum Stærðir S-XXXXL Ný sending Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Skoðið laxdal.is Laugavegi 63 • S: 551 4422 20% afsláttur ALLRAVEÐRA- KÁPUR Vind- og vatnsþéttar St. 38-52 Mennta- og menningar- málaráðherra hefur skipað dr. Sigurbjörn Árna Arngrímsson skólameistara Framhaldsskól- ans á Laugum til fimm ára.  Sigurbjörn Árni Arngríms- son hefur B.S. Ed. gráðu frá Uni- versity of Georgia í íþrótta- og heilsufræði, M.A. gráðu í íþrótta- fræði og Ph. D í íþróttafræði frá sama skóla. Hann hefur gegnt stöðu prófessors og varadeild- arforseta Íþrótta- og tómstunda- og þroskaþjálfadeildar við Háskóla Ís- lands frá 2014. Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson Sigurbjörn skóla- meistari á Laugum Ferðamálastofa, Íslandsstofa og Samtök ferðaþjónustunnar efna í dag til umræðufundar ferðaþjón- ustuaðila um umhverfislæsi í tengslum við kynningar- og upplýs- ingaefni fyrir erlenda markaði. Fundurinn fer fram á Grand Hótel og stendur frá 10.30-12.00. Andrés Arnalds, fagstjóri Land- græðslunnar, flytur erindi um hlut- verk ferðaþjónustunnar í verndun náttúruauðlinda og erindi Jóns Gests Ólafssonar, Bílaleigu Ak- ureyrar, nefnist: Að halda sér á veginum – hvernig er ferðamað- urinn upplýstur? Umræðustjóri er Inga Hlín Pálsdóttir, Íslands- stofu. Umhverfislæsi og upplýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.