Morgunblaðið - 10.09.2015, Page 12

Morgunblaðið - 10.09.2015, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Eyjafjörður Skemmtiferðaskip með um 2000 farþega varð að snúa frá höfuðstað Norðurlands í gærmorgun vegna veðurs. Stíf sunnanátt gerði það að verkum ekki var hægt að leggjast að Oddeyrarbryggju. Slíkt er fátítt.    Síðasta skemmtiferðaskip sum- arsins er væntanlegt til Akureyrar með morgninum og spáin er þannig að túristarnir ættu að komast í land.    Mismunandi er milli ára hvort snjór hverfur alveg úr Vaðlaheið- inni. Ekki voru menn bjartýnir á það í sumar vegna kulda, en mikil hlýindi og sterk sunnanátt síðustu daga hafa orðið til þess að nú allt er horfið nema skafl á stærð við frímerki (frá Akureyri séð). Spurning hvort hann verður ekki horfinn þegar blað dags- ins berst lesendum.    Íslandsmótið í handbolta karla er að hefjast og af því tilefni til- kynnti stjórn Akureyrar - hand- boltafélags í gær að í vetur yrðu heimaleikir liðsins í KA-heimilinu.    „Þessi ákvörðun er einfaldlega tekin með hagsmuni handboltans á Akureyri í huga. Undanfarin tímabil hefur þótt skorta nokkuð upp á að Íþróttahöllin væri sú „gryfja“ sem handboltinn á Akureyri þarfnast. Áhorfendastúkan er stór, áhorf- endur sitja dreift og fjarri vellinum þannig að leikmenn eiga erfitt með að skynja nálægð áhorfenda,“ segir í tilkynningu frá handboltafélaginu.    Endurbætt bráðamóttaka og sameiginleg móttaka með mynd- greiningadeild var nýverið tekin í notkun á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Jafnframt hefur verið tekið í notkun nýtt forgangsröðunarkerfi sem mið- ar að bættu flæði og auknu öryggi sjúklinga og nýtt sjúklingavökt- unarkerfi inni á bráðamóttöku.    Að sögn forsvarsmanna SAk má halda fram að um byltingu sé að ræða, bæði hvað varðar aðkomu og öryggi skjólstæðinga og ekki síður vinnuaðstöðu starfsfólks. Miklar vonir eru bundnar við að hið nýja fyrirkomulag auki skilvirkni í starf- seminni og stytti biðtíma skjólstæð- inga bráðamóttöku.    „Sameinuð móttaka mynd- greiningadeildar og bráðamóttöku tekur á móti um 200 sjúklingum á dag auk þess sem starfsmenn henn- ar svara fjölda fyrirspurna í síma,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og bráða-, fræðslu- og gæðasviðs.    Nýja sjúklingavöktunarkerfið er gjöf frá Styrktar- og líknarsjóði Oddfellow. Það samanstendur af átta vaktskjáum og einni móðurstöð. „Eitt tæki er við hvert rúm á bráða- móttökunni og getur það mælt hjart- slátt, súrefnismettun og önd- unartíðni, sýnt hjartalínurit svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að taka lítið stykki úr tækinu og láta það fylgja sjúklingnum ef hann þarf að fara á aðrar deildir. Þannig getur starfsfólk bráðamóttöku fylgst áfram með lífsmörkum hans úr vakt- herberginu. Kerfið er mjög not- endavænt og allt viðmót mjög gott. Sams konar kerfi er notað á gjör- gæsludeild og barnadeild.“    Sýning á verkum Bergþórs Morthens myndlistarmanns, Við af- tökustaðinn, verður opnuð í Komp- unni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði á laugardaginn. Bergþór, sem er fæddur 1979, stundaði nám í Mynd- listaskólanum á Akureyri og mast- ersnám við Valand listaakademíuna í Gautaborg. „Verk Bergþórs ögra viðmiðum portrett-hefðarinnar og daðra við hið gróteska. Viðfangs- efnin eru í mörgum tilfellum, stjórn- málamenn og fólk í valdastöðum, máluð á „hefðbundinn“ máta en í stað þess að upphefja viðfangsefnið er samhenginu breytt með miðlun listamannsins,“ segir Aðalheiður S. Eysteinsson í Alþýðuhúsinu.    Boðið verður upp á leiðsögn um samsýninguna Haust í Listasafninu á Akureyri í dag kl. 12.15 til 12.45. Þar sýna 30 norðlenskir listamenn og taka tveir þeirra, Bergþór Mort- hens og Þórgunnur Oddsdóttir, á móti gestum ásamt Hlyni Hallsyni safnstjóra. Ljósmynd/BB Sjúkrahúsið Hluti starfsfólks deildanna þar sem breytingar hafa orðið, bráðamóttöku og myndgreiningadeildar. Akureyri í KA-heimilið Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Frysting eigna hefur verið talsvert íþyngjandi og haft mikil áhrif. Þetta sagði Katrín Þorvaldsdóttir, systir Skúla Þorvaldssonar, eins hinna ákærðu í Marple-málinu, en eignir félaga Skúla voru kyrrsettar og farið fram á upptöku þeirra. Katrín var meðal vitna í gær, þriðja og síðasta dag skýrslutöku í málinu. Kristín og Skúli, auk systur þeirra, stofnuðu félagið Holt holding í Lúxemborg árið 1999, eftir að þau seldu fyrirtækið Síld og fisk. Seinna urðu þau tvö einu eigendur þess. Kristín segir að fjárhagsstaða fé- lagsins um áramótin 2007-8 hafi ver- ið um 60 milljónir evra, eða tæplegar 900 milljónir á gengi dagsins í dag. Við yfirheyrslur sagði hún að á þess- um fimm árum sem eignarhluturinn hefur verið kyrrsettur hefði það haft gríðarleg áhrif á hana. Félögin rekin úr eigin vasa Sagðist hún hafa þurft að greiða auðlegðarskatt hér á landi vegna eignanna sem hún kæmist ekki í og þá hefðu félögin þessi ár verið rekin úr vasa þeirra systkina, án þess að þau hefðu neinn aðgang að fjármun- unum til að standa undir rekstrinum. Sagði hún þetta óskiljanlegt með öllu, enda væri um arð að ræða af fjármunum sem hefðu komið inn í kringum síðustu aldamót. Þá bar einnig Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður hjá sér- stökum saksóknara, vitni í dómsal. Er hann eitt af fáum vitnum sem verjendur ákærðu boðuðu til skýrslutöku. Verjandi Hreiðars Más leiddi skýrslutökuna yfir honum þar sem Jón Óttar bar embætti sérstaks saksóknara þungum sökum, en í fyrri málum sérstaks saksóknara hafði dómurinn ekki fallist á að hann bæri vitni. Gagnrýndi embætti saksóknara Gagnrýndi hann meðal annars að starfsmenn embættisins hefðu, á þeim tíma sem hann vann þar, hlust- að á símtöl við verjendur sem hefðu getað hjálpað mikið við og verið upp- lýsandi til að vita stefnu verjenda. Sagði hann frá því hvernig lög- reglumenn hefðu fengið aðgang að tölvudrifi þar sem öll símtöl sem tek- in voru upp voru aðgengileg. Ekkert væri gert til að sigta út símtöl verj- anda, annað en að þeir lögreglumenn sem hlustuðu þurftu að gera sér grein fyrir hver væri viðmælandinn. Það gat oft tekið langan tíma, sagði hann, þó að sumar raddir væru kunnuglegri en aðrar. Brýnt fyrir öllum að hætta að hlusta Verjendur kölluðu til tvo lögreglu- menn og báru þeir vitni. Saksóknari nýtti tækifærið og spurði lögreglu- mennina, sem báðir höfðu stýrt rannsóknum hjá sérstökum sak- sóknara, út í ummæli Jóns Óttars. Sögðu þeir báðir að ekki væri hægt að vita fyrir fram hvort um verjanda væri að ræða eða ekki, en fyrir öllum starfsmönnum hefði ver- ið brýnt fyrir rannsóknina að hætta að hlusta ef um væri að ræða samtal ákærðu við verjendur. Í dag hefst málflutningur saksóknara og verj- enda og er gert ráð fyrir því að hon- um ljúki á föstudag. Íþyngjandi eignafrysting  Sérstakur saksóknari gagnrýndur Morgunblaðið/Árni Sæberg Héraðsdómur Skúli Þorvaldsson segist ekki hafa átt félagið Marple. Marple-málið » Málið snýst um greiðslur til félagsins Marple, sem Skúli átti, þótt deilt sé fyrir dómi um hvort hann hafi átt það í raun. » Um er að ræða millifærslur fyrir sex milljarða króna. » Ákærðu segja þær hafa ver- ið gerðar vegna uppgjörs á af- leiðuviðskiptum og gjald- miðlaskiptum. Samningar þar að lútandi hafa þó ekki fundist. Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum 8. september að lýsa yfir vilja til að hefja viðræður við velferðarráðuneytið um aðkomu sveitarfélagsins að móttöku flótta- fólks frá Sýrlandi. Á fundinum var bæjarstjóra falið að upplýsa ráðu- neytið um vilja sveitarfélagsins. Í frétt frá Akraneskaupstað seg- ir að bærinn hafi talsverða, reynslu af móttöku flóttamanna en fyrir nákvæmlega sjö árum, hinn 8. september árið 2008, tók kaup- staðurinn á móti 29 palestínskum flóttamönnum frá Al Waleed-flóttamannabúðunum í Írak. Regína Ásvaldsdóttir bæjar- stjóri segir að bærinn vilji gjarnan miðla reynslu sinni af verkefninu og að bæjaryfirvöld telji það sam- félagslega skyldu Íslendinga að axla ábyrgð í þeim erfiðu að- stæðum sem milljónir Sýrlendinga búa við núna. Bæjaryfirvöld geri sér grein fyrir að móttaka flótta- manna krefjist vandaðs undirbún- ings og eftirfylgni og hafi komið þeirri skoðun á framfæri opin- berlega. Akranes vill taka við flóttafólki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.