Morgunblaðið - 10.09.2015, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015
Þar sem
úrvalið
er af
umgjörðum
Fagmennska
fyrst
og fremst
www.opticalstudio.is
www.facebook.com/OpticalStudio
OPTICAL STUDIO – FRÍHÖFN
Módel: Kristín Birgisdóttir.
Umgjörð:
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Stjarna Óðins Valdimarssonar hefur
skyndilega tekið að skína á ný en
lagið hans Ég er kominn heim hefur
gengið í endurnýjun lífdaga und-
anfarin ár. Lagið, sem heitir upp-
runalega Heut’ nacht hab’ ich get-
räumt von dir, úr óperunni Das
Veilchen vom Montmartre og er eft-
ir Emmerich Kálmán, hefur verið
sungið oft og innilega undanfarin ár
en á sunnudag var ákveðnum há-
punkti náð þegar tíu þúsund áhorf-
endur á landsleik Íslands og Ka-
sakstan sungu lagið. Stemningin var
rafmögnuð þegar lækkað var í tón-
listinni og hver einn og einasti kunni
íslenska texta Jóns Sigurðssonar.
Árið 1998 var viðtal tekið við Óð-
inn í Morgunblaðinu og hafði blaða-
maður ekki hugmynd um hvaða lag
Óðinn væri þekktur fyrir en þá var
verið að setja upp sýninguna Rokk-
stjörnur Íslands: „Mörg lög eru orð-
in sígild í flutningi Óðins á borð við
„Í kjallaranum“ og „Útlaginn“. En
hvað ætlar hann að syngja í rokk-
sýningunni? „Ég tek lögin Magga
og Ég er kominn heim,“ segir hann.
Hvaða lag er það aftur? verður
blaðamanni á að spyrja,“ stóð í
blaðinu þannig að ekki er langt síð-
an að lagið varð á ný almannaeign.
Þáttur Tólfunnar
Tólfan, stuðningsmannasveit ís-
lenska landsliðsins, hefur gert lagið
að sínu og sungið hástöfum fyrir og
eftir landsleiki. Benjamín Hall-
björnsson, varaformaður Tólf-
unnar, tekur undir að lagið sé óop-
inbert lag Tólfunnar. Benjamín bjó
úti á Spáni og þegar hann flutti
heim til Íslands 2011 fór hann að
syngja lagið ótt og títt.
„Ég fór að taka eftir laginu þá.
Síðan þá hefur þetta lag dúkkað
upp á ýmsum viðburðum, ekki bara
í tengslum við íþróttir. Það er eins
og það sé einhver vakning í
tengslum við þetta lag sem ég kann
ekkert að útskýra.
Ég bjó smástund úti á Spáni og
þegar ég flutti heim söng ég þetta
lag oftar en einu sinni og oftar en
tvisvar. Eftir landsleiki hittumst við
Tólfufólk alltaf á Ölver og þar fór
ég að syngja þetta og jú, fólk tók
aðeins undir.
En í Pilzen, fyrstu alvöru ferð
Tólfunnar þá kom lagið rosalega
sterkt inn. Við sátum á bar úti í
Tékklandi og vorum búnir að ræða
það að syngja þetta lag, því það
virðast allir kunna það. Það er góð-
ur taktur í því og auðsungið fyrir
hóp, svo má ekki gleyma því að lag-
ið er gott.“
Benjamín segir að 2+2 verði oft
fjórir og hann viti ekki í raun
hvernig þetta byrjaði. Allt í einu
voru allir farnir að taka undir. „Ég
var hrærður og glaður þegar ég
heyrði að þetta lag var tekið á und-
an þjóðsöngnum í leiknum gegn
Kasakstan. Við hlupum bara beint
af flugvellinum í Keflavík og á völl-
inn í Laugardal og allt í einu kom
þetta lag. Það var frábær stund,“
segir hann.
Allt er bjart fyrir okkur tveim
Lagið Ég er kominn heim óopinbert lag Tólfunnar Tíu þúsund manns sungu með á sunnudag
fyrir landsleikinn gegn Kasakstan Í endurnýjun lífdaga Lagið auðsungið fyrir hóp
Morgunblaðið/Golli
Tólfan Stuðningsmannasveitin Tólfan hefur gert lag Óðins Valdimarssonar að sínu og syngur það ótt og títt.
Óðinn Valdi-
marsson söng
með Atlantica,
með hljómsveit
Ingimars Eydal
og KK auk þess
að gefa út plöt-
ur sjálfur.
Óðinn var
orðinn nokkuð
þekktur á
Norðurlandi þegar hann hóf að
syngja með Atlantic kvartett-
inum við stofnun hans í byrjun
júní 1958. Árið 1960 yfirgaf Óð-
inn sveitina og hélt suður til
Reykjavíkur og hóf að syngja
með KK sextettinum. Þótti mikil
upphefð í því að vera ráðinn í KK
sextettinn á þessum tíma.
Í umfjöllum Morgunblaðsins
um Óðin árið 2001 segir að hann
hafi verið einn þeirra söngvara
sem tóku þátt í innreið rokksins í
íslenskt tónlistarlíf við lok sjötta
áratugarins og rödd hans, skýr
og strákslegur barítón, féll
einkar vel að glúrnum textum
um æskufjör og unglingamenn-
ingu þessa tíma.
Strákslegur
barítón
EINN FYRSTI ROKKARINN
Óðinn
Valdimarsson