Morgunblaðið - 10.09.2015, Page 23

Morgunblaðið - 10.09.2015, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 Öryggi Verkefnið Göngum í skólann fer nú fram í níunda sinn með það að markmiði að auka færni barna í umferðinni á göngu í skólann. Krakkarnir í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ tóku vel í málið. Árni Sæberg Skólarnir eru að hefjast. Sumir hlakka til. Aðrir kvíða fyrir og hjá enn öðrum eru bæði vonir og kvíði. Þar ræð- ur fyrri skólareynsla og sjálfsöryggi barna og ung- linga. En það er skólaskylda á Íslandi, allir verða að mæta. Skólinn þarf að vera öruggur staður þar sem börn geta þroskast og foreldrar geta verið öruggir um þau. Flest okkar eiga minningar um það þeg- ar lúsin kom í skólann. Það var allt sett í gang og skólahjúkrunarfræðingurinn stjórnaði. Miðar sendir heim með börn- unum, það þurfti að þvo og kemba alla daga. Fyrirmyndarsamvinna heimila og skóla. Þetta hélt áfram uns annar miði kom heim sem sagði að nú mætti hætta að kemba. Lúsin tapaði. En allir vissu að lúsin kæmi aftur, seinna sama vetur eða þann næsta. Enginn vissi hvar lúsin var á sumr- in. En hvenær sem hún kæmi aftur vissu allir og vita enn í dag hvað þá skal gera. Enginn skóli líður lús. Enginn skóli getur verið þekktur fyrir slíka órækt að þar sé alltaf lús. En hvað um einelti? Á sama hátt og lúsin hefur fylgt mann- kyninu alla tíð hefur fyrirbærið einelti ver- ið hluti af samfélögum manna og raunar einnig dýra. Eins konar óværa sem ítrekað kemur upp og hefur tilhneigingu til að vera landlæg og lita samfélagið sem ómenning. Jafnvel heilar þjóðir. Nefna má að tilkoma kristninnar var í upphafi róttæk uppreisn gegn grimmd og dómhörku. En hvað er einelti. Aðilar innan hópsins taka að sér að lítillækka, hafna eða hrekja burt aðra sem þeim þykja óæskilegir. Ein- elti er ofbeldi. Valdabarátta eða leikur með vald, oft af óvitaskap og skorti á félagslegri færni. Vanti upp á að fylgt sé eftir reglum stjórnenda eða viðmið óskýr um hvað telst rétt og rangt í skólasamfélaginu hljóta nemendur að fylla upp í þá vöntun með lausir oft með vanmáttuga reiði ef þeir þá átta sig á ranglætinu. Einmana skuggabörn reyna oft að kaupa sér vináttu. Eru þá illa varin gagnvart óhollum félagsskap og hverju því sem þar kann að fylgja. Það er skárra að eiga ótrausta vini en enga. Vonandi er einelti á undanhaldi í skólum landsins í heild. Margir hafa unnið þar mik- ið starf. Leikskólarnir hafa hjálpað og margir grunnskólar virðast í góðu lagi. Sá sem þetta skrifar hefur haft ærinn starfa við að leiðrétta skaðleg minningasöfn frá eineltisárum í skólum. Jafnvel hjá full- orðnum, miðaldra, jafnvel rosknu fólki. Minningar sem hafa lifað og unnið sín skemmdarverk árum saman. Sögu okkar er ekki hægt að breyta, en áhrifum áfalla eða erfiðrar reynslu á nútíð og framtíð er sann- arlega hægt að breyta með því að kenna fólki að gera skaðlegar minningar áhrifa- lausar. Þar getur ein klukkustund skipt sköpum, en stundum þarf meira til. Þar eins og annars staðar þarf að kunna til verka. Kennarar og skólastjórar eru að mínu mati ein mikilvægasta stétt þessa lands. Bera mikla ábyrgð, eiga að gera það og fá laun í samræmi við það. Foreldrar eru sannarlega ekki stikkfrí í skólastarfi. Vinni skólamenn, nemendur og foreldrar vel sam- an verður hver skóli sannkölluð menningar- miðstöð. Þrífum upp einelti úr skólum Íslands á þessum vetri eins oft og þarf. Látum ekki eineltið fá frið. Með vísan til Grýlukvæðis Jóhannesar úr Kötlum nú íslenska skóla- menn þess ég bið að þeir láti ekki óværuna lifna við. hverjum þeim aðferðum sem þeir kunna. Sá eða sú sem vill sýna áhrif sín safnar fylgj- endum til að flæma burtu þá óæskilegu. Stundum eru þetta líkamlegar árásir, ekki síst með- al drengja, en oftar gróf stríðni, uppnefni o.s.frv. Höfnun, hunds- un, slúður eða útilokun úr fé- lagsskap er líklegri meðal stúlkna. Barn sem fyrir slíku verður er ekki í góðri stöðu. Það er kvíðið, varnarlaust og verður oft vinalaust. Fáir þora að ögra valdhöfum með því að styðja þann sem hópurinn hefur hafnað. Sé hvergi stuðning að fá, frá kennara, vinum né skilning heima, er lífið erfitt. Því miður hafa mörg börn þurft að búa við slíkar aðstæður í skóla, jafnvel allan grunnskólann. Og þá er líklegt að hlutverkið óverðugur eða óvel- kominn hafi stimplast inn og haldi áfram í næsta skóla, jafnvel inn í framtíðina. Ólíku saman að jafna Verkefnin að hreinsa upp lúsafaraldur og einelti eru hliðstæð: Að greina ástandið. Ganga síðan til verks með stefnu, þekkingu og skipulag er vandinn kemur upp og ljúka verkinu. En málin eru ólík að einu leyti. Enginn skaðast varanlega af lús. En einelt- ið getur skaðað persónuna og líf hennar varanlega. Barn sem býr við hjálparvana stöðu býr við viðvarandi kvíða og ótta og eignast ranga mynd af sjálfu sér. Ævisaga okkar er safn minninga sem allar eru í myndum í vitundinni. Sterkar minningar, ekki síst þær sársaukafullu, stimplast ræki- lega inn í minnið og geymast þar, sam- anber algenga setningu „því gleymi ég aldrei“. Þær hafa tilhneigingu til að rifjast upp í tíma og ótíma og hafa því mikil áhrif við mótun á sjálfstrausti og sjálfsmynd. Undirbúa jarðveg fyrir andleg vandamál síðar, sem oft kallast sjúkdómar, raskanir o.s.frv. Einelti í skólasamfélagi er skaðlegt gerendum. Sé eftirliti ekki sinnt fá þeir ekki leiðréttandi kennslu í þeirri fé- lagsfærni að geta verið innan um aðra án yfirgangs. Þá er einelti kennsla fyrir þol- endur í að lifa af sem óverðugir og rétt- Eftir Ingólf S. Sveinsson » Á sama hátt og lúsin hefur fylgt mannkyninu alla tíð hefur fyrirbærið einelti verið hluti af samfélögum manna og raunar einnig dýra. Eins konar óværa sem ítrekað kemur upp... Ingólfur S. Sveinsson Höfundur er geðlæknir. Eineltið og lúsin Í fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra fyrir árið 2016 felast mikil tíðindi. Skattþrepum verður fækkað úr þrem í tvö og breytingar verða á tekjuviðmiðum. Breytingarnar verða gerðar í tveim áföngum og koma að fullu til framkvæmda 1. janúar 2017. Breytingarnar fela í sér miklar kjara- bætur fyrir alla tekju- hópa en þó sérstaklega fyrir millitekjufólk í landinu. Ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur þá stefnu að ein- falda skattkerfið og gera það skilvirkara. Fyrsta skrefið var stigið á árinu 2014 en þá var létt skattbyrði af tekju- lægri heimilum með hækkun neðri þrepa- marka tekjuskattsins og lækkun miðþrepsins. Í tengslum við gerð kjara- samninga vorið 2015 samþykkti ríkisstjórnin að beita sér fyrir breytingum á tekjuskatti einstaklinga sem myndi leiða til hækkunar á ráðstöfunartekjum allra launþega en þó sérstaklega millitekjuhópa. Sjálfstæðisflokkurinn fór fram í síðustu kosn- ingum með fyrirheit um lækkun skatta og einföldun skattkerfisins. Í frumvarpi fjármálaráðherra raun- gerast þau fyrirheit. Sjálfstæðisflokkurinn stendur við sitt. Einfalt og skilvirkt skattkerfi Eftir Unni Brá Konráðsdóttur Unnur Brá Konráðsdóttir » Sjálfstæðis- flokkurinn hét því í síðustu kosningum að lækka skatta og einfalda skatt- kerfið. Í frum- varpi fjár- málaráðherra raungerast þau fyrirheit. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.