Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 Óðinn Bragi Valdemarsson, flugvirki hjá Flugfélagi Íslands,fagnar 41 árs afmælinu sínu í dag. Óðinn er mikill útivistar-maður og bíður spenntur eftir vetrinum enda eyðir hann tölu- verðum tíma á baki Arctic Cat-vélsleðanum sínum. „Ég er að vinna frá sex að morgni til sex að kvöldi á afmælisdaginn þannig að ég veit ekki hvort það verður einhver veisla. Kannski baka ég köku og kem með fyrir vinnufélaganna,“ segir hann, en þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans var hann nýbúinn að sinna upp- keyrslu á flugvél. „Uppkeyrsla virkar þannig að þá þarf að athuga hvort allt er í lagi hjá flugvél sem var að koma úr skoðun hjá okkur. Setja vélina í gang, fara út á braut og gera nokkur próf á hinum og þessum kerfum. Tryggja að allt sé í lagi.“ Óðinn Bragi er ógiftur og á þrjár stelpur, Valdísi Mist sem er 17 ára, Heiðrúnu Jónu 10 ára og Þórunni Lilju þriggja ára. „Áhugamálin snúast að mestu um útivist og flakk. Ég er á kafi í snjósleðunum og bíð spenntur eftir vetrinum. Ég á Arctic Cat-sleða og það snýst svolítið um að skoða veðurspá á fimmtudegi og athuga hvort helgarspáin sé góð svo það sé hægt að fara út að leika. Maður reynir að grípa góðu dagana. Ég á von á að það verði farinn alveg haugur af ferðum,“ segir hann og tilhlökkunin leynir sér ekki. „Ég var á kafi í jeppamennsku áður en sleðamennskan tók yfir. Núna á ég Toyota LandCruiser á 35 tommu dekkjum þannig að útivist og náttúr- an eiga hug minn allan.“ benedikt@mbl.is Úti Óðinn í stuði þar sem honum líður best, úti í náttúrunni. Reynir að grípa góðu dagana á fjöllum Óðinn Bragi Valdemarsson er 41 árs í dag B arði Jóhannsson fædd- ist í Reykjavík 10. september 1975. Hann ólst þar upp í Hlíð- unum og gekk í Æf- ingadeild Kennaraháskólans (nú Háteigsskóli). Á yngri árum fór Barði í nokkrar vikur á sumrin til afa síns og ömmu í Neskaupstað. Barði varð stúdent úr Nýmála- deild Menntaskólans í Reykjavík 1995 og tók 15 einingar í íslensku við Háskóla Íslands árið 1997. Hann útskrifaðist af handíðabraut í fatahönnun frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1998. Tónlistarferillinn Barði hefur fengist við tónlist frá unga aldri. Hann hefur gefið út fjölmargar plötur undir eigin nafni, Bang Gang og Lady & Bird og hafa þær fengið frábæra dóma um allan heim. Bang Gang hefur leikið á mörg- um menningarviðburðum, tón- leikum og tónlistarhátíðum á Ítalíu, Sviss, Belgíu, Kína, Japan, Banda- ríkjunum, Frakklandi, Póllandi og víðar. Af stærri tónleikum má nefna tónleika Lady & Bird í amer- ísku kirkjunni í París með 10 manna kór og hörpu árið 2004, verkið Black Garden fyrir strengja- kvartett og sembal sem var frum- flutt á óperuhátíðinni Festival Aix- en-Provence 2005; tónleika í ,For- um des images í París, þar sem frumsamin tónlist hans við kvik- myndina Häxan var frumflutt. Sama verk var svo útsett fyrir Sin- fóníuhljómsveit Íslands og flutt af Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu og gef- ið út í flutningi hennar árið 2006; Lady & Bird ásamt Bang Gang, Keren Ann og Sinfóníuhljómsveit Íslands á Listahátíð árið 2008 sem síðar var flutt ásamt Orchestre La- moureux og kór í Salle Pleyel París árið 2009, Barði hefur samið tónlist fyrir flest listform. Hann var meðhöf- undur óperunnar Red Waters sem var frumsýnd í óperunni í Rúðu- borg í Frakklandi og í kjölfarið sýnd í nokkrum óperuhúsum í Frakklandi. Hann hefur einnig samið tónlist fyrir þrjú leikveik fyr- ir Þjóðleikhúsið: Heddu Gabler, Brennuvargana og Sædýrasafnið. Barði hefur verið upptökustjóri, meðhöfundur og hljóðfæraleikari hjá fjölmörgum íslenskum og er- Barði Jóhannsson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri – 40 ára Við upptökur Barði að leika á slide gítar á plötu Bang Gang, „Something Wrong“. Hefur samið tónlist fyrir flest listform Marta Aðalsteins- dóttir og Kolfinna Jóhannesdóttir héldu tombólu á Akureyri og söfnuðu 1.847 krónum fyrir mannúðarverkefni Rauða krossins. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.