Morgunblaðið - 10.09.2015, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.09.2015, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015 – Ert þú utan höfuðborgarsvæðisins? – Langar þig að ná fastari tökum á heilsunni með hjálp fagfólks? – Getur þúæft sjálfstætt en vantar stuðning til að komast af stað? –Viltu laga til í mataræðinu? - Þín brú til betri heilsu www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 Nánari upplýsingar í síma 5601010 Fjarnám með stuðningi fagaðila - þrír mánuðir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ef þú þarft að einbeita þér að einu takmarki skaltu gera það að þínu. Ráð- stefnur, fundir og samræður við aðra ein- kennast af hressleika, bjartsýni og jákvæðni. 20. apríl - 20. maí  Naut Það þýðir lítið að stinga við fótum þeg- ar allt er á fleygiferð í kringum þig. Ekki gef- ast upp fyrr en þú hefur fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef þú eyðir tímanum með ein- hverjum sem þú vilt alls ekki vera með þá ertu í raun að eyða allra tíma til einskis. Oft sjá tveir hlutina í skýrara ljósi en einn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Misstu ekki sjónar á takmarkinu, þótt einhverjir smámunir séu að vefjast fyrir þér. Reyndu að vinna sem mest ein/n. Vertu var- kár í dag því þú kynnir ella að þurfa að greiða háan reikning. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Leitaðu leiða til að koma hug- myndum þínum á framfæri við áhrifamikið fólk. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ekki láta þér bregða þótt þér finnist þú verða að leysa upp margt af því sem þú hefur byggt upp síðustu árin. Ef þú ert í at- vinnuleit ættirðu því að íhuga að leita á forn- ar slóðir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Í dag er sérlega góður dagur fyrir þitt merki. Kannski er erfitt að sjá fram úr óreið- unni á skrifborðinu en heiður himinn (og gott vinnupláss) eru framundan ásamt fjölda tækifæra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þið getið dregið lærdóm af óvæntum fréttum sem tengjast heilsu ykkar með einhverjum hætti. Ekki rugla saman að- gerðaleysi og bið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Einhver fálátur er kannski að tryllast úr ástríðum, en of feiminn til að sýna það. Gættu þess að hreyfa þig nóg. 22. des. - 19. janúar Steingeit Í dag er upplagt að einbeita sér að starfsferlinum. Talaðu hreint út og láttu eng- an fara í grafgötur um tilgang þinn. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hæfileikar þínir til hvers konar listsköpunar eru með mesta móti þessa dag- ana. Þér tekst að koma umkvörtunarefnum áleiðis. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er engin ástæða til afskiptaleysis, þegar samskiptatæknin er orðin svona full- komin. Fals er þér ekki að skapi. Einstaka sinnum læt ég það eftirmér að að eiga góða stund með gömlum ljóðabókum, sem ég tíni fram úr skápnum hverja af annarri. Að þessu sinni voru Hraðkveðlingar Jakobs Thorarensen nærtækastir og opnuðust á síðu 6, þar sem stóð „Ekki er allt sem sýnist“: Jörðin virðist rorra í ró rétt sem annar hnykill, hendist fram og hringsnýst þó – hlaupagikkur mikill. Og það er eins gott að fara gæti- lega á „hálku gleðinnar“: Víða er manni á vegum hætt vorrar hálu borgar; öll á gleðin ótvírætt afturkast til sorgar. Og það er „veðrahrollur“ í mönn- um þá eins og nú: Hríðarkrepja er úti enn, – ugglaust nepja um Kjalveg; en fjöldi er þrepa fyrr en menn fá að drepast alveg. Og að síðustu eftir Jakob – „allt víkur að einum púnkt“: Myndu ei stefin mín og þín mjókka skjótt og hverfa sýn fyrst Hallgrímsljóð nú henta í grín og hætt að prenta Vídalín? Næst urðu Hunangsflugur Gutt- orms J. Guttormssonar fyrir valinu og opnuðust við „Missmíði“ Að reyndi Guð að gera úr honum mann það getur ekki dulist þeim sem skoða’ann; af leirnum hefur lagt til nóg í hann en líklega ekki gengið vel að hnoða’ann. Oft er vitnað í þessar hendingar Stephans G.: „Að lepja upp mola um lífsins stig, en láta ekki baslið smækka sig.“ Guttormur leggur út af þeim þannig: Þeir kúguðu þurfa’ yfir sjálfa sig helst að hækka sig, því hitt er ei nóg að láta’ ekki baslið smækka sig; að rísa upp á móti’inu ranga en ekki lækka sig er ráðið til þess að láta sjálft baslið stækka sig. „Hugsjónin“ kallast þetta erindi: Hann berst með hugsjón að hækka. Með hæð sinni aðra að lækka, en enginn annar má stækka því annars vill munurinn smækka. Síðan kemur „Keppinauturinn“: Eftir því sem hann er hærri hygg ég vera meiri og stærri sigur yfir hann að hækka hann má þess vegna ekki smækka. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Jakob og Guttormi Í klípu „ÉG MYNDI HELST VILJA STÖÐU ÞAR SEM ALLIR VINNA – EN ÉG GET SÆTT MIG VIÐ AÐ BARA ÉG VINNI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „JÆJA, JÆJA... LEYNISKÝRSLA MÍN SEGIR MÉR AÐ ÞETTA SÉ SJÖUNDA JARÐARFÖR ÖMMU ÞINNAR FRÁ ÁRINU 1998.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ÉG ER FLJÓTASTI SNIGILL Í HEIMI! SANNAÐU ÞAÐ VERÐ AÐ TEYGJA FYRST AH HVERT ER VANDAMÁLIÐ?! ÉG ER ÞREYTTUR Á AÐ STARA Á SAMA ÞREYTTA ÚTSÝNIÐ DAG EFTIR DAG!! ÞEIR FISKA SEM RÓA... ... að þurfa bara að kalla á hann einu sinni í mat. Víkverji var í Vestmannaeyjumum helgina og naut verunnar þar. Þetta var sjötta heimsókn hans til eyjunnar fögru, og sú fjórða sem tengdist ekki ónefndri útihátíð. Vík- verji játar það, að honum hefur alltaf þótt gaman í Eyjum og getur alls ekki samþykkt ummæli sem féllu í Kastljósi RÚV, þar sem einn við- mælandinn gekk svo langt að segja að Eyjamenn hefðu lægri siðferð- isstuðul en aðrir. Er forkastanlegt að slíkum ranghugmyndum hafi ver- ið sjónvarpað yfir landsmenn. x x x Einn er þó gallinn við það að komatil Eyja. Nefnilega sá að Víkverji er þeim genetíska kosti eða galla gæddur að vera gallharður stuðn- ingsmaður Vesturbæjarstórveld- isins í knattspyrnu. Það er nefnilega alþekkt að það félag er ekkert sér- staklega vinsælt, en einhverra hluta vegna eru Eyjamenn Íslandsmeist- arar án atrennu í þeirri íþrótt að hata KR. Víkverji hélt því knatt- spyrnuhneigð sinni svona að mestu fyrir sjálfan sig og þakkaði sínum sæla fyrir að um landsleikjahelgi var að ræða. x x x Víkverji er að sjálfsögðu í skýj-unum yfir þessum mikla árangri landsliðsins, að ná að komast í fyrsta sinn á EM í knattspyrnu karla. Hann er þó ekki farinn að hugsa svo langt að hann ætti að fara að bóka sumarfríið sitt í Frakklandi. Gangi allt að óskum mun hann þó eiga eitt- hvert orlof inni á vinnustaðnum, og þá gæti reynst freistandi að sjá hvort ekki sé hægt að sjá allavegana einn leik með landsliðinu. Líklega verður hann þó að gera sér það að góðu að horfa á leikina í sjónvarpinu heima. x x x Víkverja varð nokkuð skemmt viðþingsetninguna, þegar forseti vor tilkynnti, og tilkynnti ekki á sama tíma að þetta yrði í síðasta sinn sem hann setti þing, allavegana sam- kvæmt því umboði sem hann hefði. Víkverji styður forsetann í því að sitja sem lengst, allavegana þangað til Lars landsliðsþjálfari fær ís- lenska ríkisborgararéttinn og kjör- gengi til Bessastaða. víkverji@mbl.is Víkverji Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér. (Sl. 55:23)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.