Morgunblaðið - 10.09.2015, Side 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2015
Myndlistakonan Ásdís Kalman opn-
ar málverkasýningu sína Spektrum
í sal Íslenskrar grafíkur, Tryggva-
götu 17, í dag kl. 15. Sýningin er tí-
unda einkasýning Ásdísar en hún
hefur einnig tekið þátt í fjölda sam-
sýninga á Íslandi og erlendis.
Ásdís hefur að mestu notast við
olíu og striga í sköpun sinni, en í
lýsingu á sýningunni Spektrum
segir að í verkum sínum leitist hún
við að fanga og festa á mynd orku-
flæði og ljósaminningar.
Spektrum opnuð
í Íslenskri grafík
Myndlist Tíunda einkasýning Ásdísar
Kalman verður opnuð í dag.
Stærsta
glæpasagnahátíð
Skotlands, Bloody
Scotland, fer fram
um helgina og hefur
rithöfundinum
Ragnari Jónssyni
hlotnast sá heiður að
flytja opnunarræðu
á hátíðinni. Borg-
arstjórinn í Stirling
er gestgjafi opn-
unarhátíðarinnar og
má segja að Ragnar
sé kominn í nokkuð
öfundsverðan hóp
rithöfunda því að
aðrir sem hlotnast
hefur sá heiður að
flytja opnunarræðu
á hátíðinni eru
glæpasagnahöfund-
arnir Val McDer-
mid, Peter May og
Ian Rankin.
Ragnar kemur fram á tveimur viðburðum á hátíðinni og er uppselt á þá
báða. Snjóblinda Ragnars var fyrr á þessu ári mest selda bókin á kyndli hjá
Amazon í Bretlandi og Ástralíu.
Heiður Rithöfundurinn Ragnar Jónsson hefur heldur betur
slegið í gegn, en honum hefur hlotnast sá heiður að flytja
opnunarræðu á stærstu glæpasagnahátíð Skotlands.
Flytur opnunarræðu á Bloody Scotland
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Rússnesk kvikmyndagerð er á
mikilli siglingu og á undanförnum
árum hafa rússneskar myndir unnið
til fjölda alþjóðlegra verðlauna,“
segir Artem Bogomolov, starfs-
maður rússneska sendiráðsins á Ís-
landi, en Bíó Paradís frumsýnir í
dag myndina Test (Ispytanie), sem
er ein af fjórum myndum sem sýnd-
ar verða á Rússneskum kvikmynda-
dögum.
„Kvikmyndirnar fjórar sem við
höfum valið á hátíðina voru teknar
upp á ólíkum stöðum víðs vegar um
Rússland. Þannig vildum við kynna
áhorfendum rússneska kvikmynda-
gerð um leið og við sýnum fjöl-
breytileikann sem Rússland hefur
upp á að bjóða.“
Hátíðin hefst í dag og stendur til
13. september í Bíó Paradís en eftir
það verður farið út á land.
„Hátíðin er ekki takmörkuð við
Reykjavík því að við ætlum að vera
með sýningar á Ísafirði og Sauðár-
króki. Þannig verðum við 16.
september á Ísafirði og 17. sept-
ember á Sauðárkróki.“
Allt verðlaunamyndir
Rússneskir kvikmyndadagar eru í
boði Sendiráðs Rússlands á Íslandi
og segir Bogomolov tilgang hátíð-
arinnar m.a. að kynna rússneska
kvikmyndagerð fyrir Íslendingum
en einnig að styrkja samstarf þjóð-
anna í kvikmyndagerð.
„Þetta er í þriðja sinn sem við
höldum hátíðina hér á Íslandi og
hún hefur vaxið með hverju skipt-
inu. Allar myndirnar sem við höfum
valið á hátíðina eru verðlaunamynd-
ir og ættu því að gefa áhorfendum
innsýn í rússneska kvikmyndagerð.“
Gestur hátíðarinnar í ár verður
leikarinn og framleiðandinn Igor
Ugolnikov og munu kvikmynda-
húsagestum gefast tækifæri til að
spyrja hann eftir sýningu myndar-
innar Batalion, sem sýnd verður á
sunnudaginn klukkan 20.00.
Kvikmyndir Fjórar kvikmyndir verða á hátíðinni m.a. Nebesnye zheny lugovykh mari sem hér sést brot úr.
Fjölbreyttar kvik-
myndir frá Rússlandi
Rússneskir kvikmyndadagar 10. til 13. september
10. september – Opnun – kvik-
myndin Test (Ispytanie, 2014)
sýnd, frítt inn og allir velkomnir.
Léttar veitingar í boði.
11. september – Sýning á mynd-
inni Celestial Wives of the
Meadow Mari (Nebesnye zheny
lugovykh mari, 2014). Frítt inn
og allir velkomnir.
12. september – Sýning á mynd-
inni Territory (Territoriya, 2015).
Frítt inn og allir velkomnir.
13. september – Sýning á mynd-
inni Batalion (2015) ásamt spurt
og svarað eftir myndina með
framleiðanda hennar, Igor
Ugolnikov. Frítt inn og allir vel-
komnir.
Allar sýningarnar eru kl. 20.00,
myndirnar eru á rússnesku með
enskum texta.
Dagskrá
hátíðarinnar
RÚSSNESKAR KVIKMYNDIR
Bíó Úr kvikmyndinni Territory sem
sýnd verður á laugardag.
Drengirnir í Baggalúti eru komnir í
jólaskap, eru að leggja lokahönd á
níundu breiðskífu sína sem er
þriðja jólaplata hljómsveitarinnar
og heitir Jólaland. Er það eflaust
góð upphitun fyrir jólatónleika
Baggalúts, sem haldnir verða tí-
unda árið í röð um jólin í Há-
skólabíói. Á tónleikunum hafa verið
leikin lög af hljómplötunum Jól og
blíða og Næstu jól – í bland við þau
ójólalög sem sveitin hefur séð
ástæðu til að flytja hverju sinni,
eins og sveitin orðar það.
Baggalútur kominn í jólaskap
Jólasveinar Baggalútsmenn eru komnir í jólaskap, eins og sjá má.
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Lau 12/9 kl. 19:00 3.k. Fim 24/9 kl. 19:00 7.k. Sun 4/10 kl. 19:00 11.k
Sun 13/9 kl. 19:00 4.k. Fös 25/9 kl. 19:00 8.k. Fös 9/10 kl. 19:00 12.k
Fös 18/9 kl. 19:00 5.k. Sun 27/9 kl. 19:00 9.k Lau 10/10 kl. 19:00 13.k
Sun 20/9 kl. 19:00 6.k. Lau 3/10 kl. 19:00 10.k
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Dúkkuheimili (Stóra sviðið)
Fim 10/9 kl. 20:00 1.k. Mið 23/9 kl. 20:00 4.k. Fös 2/10 kl. 20:00 6.k.
Fös 11/9 kl. 20:00 2.k Lau 26/9 kl. 20:00 5.k.
Lau 19/9 kl. 20:00 3.k. Fim 1/10 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar í september
At (Nýja sviðið)
Fös 18/9 kl. 20:00 1.k. Fim 24/9 kl. 20:00 4.k. Lau 3/10 kl. 20:00 7.k.
Sun 20/9 kl. 20:00 2 k. Fös 25/9 kl. 20:00 5.k. Sun 4/10 kl. 20:00 8.k.
Mið 23/9 kl. 20:00 3.k. Mið 30/9 kl. 20:00 6.k.
Breskt verðlaunaverk í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 20/9 kl. 13:00 1.k. Lau 10/10 kl. 13:00 4.k. Sun 25/10 kl. 13:00 7.k.
Sun 27/9 kl. 13:00 2 k. Sun 11/10 kl. 13:00 5.k. Sun 1/11 kl. 13:00 8.k.
Sun 4/10 kl. 13:00 3.k. Sun 18/10 kl. 13:00 6.k.
Haustsýningar komnar í sölu
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 11/9 kl. 20:00 1.k. Lau 26/9 kl. 20:00 3.k. Lau 17/10 kl. 20:00 5.k.
Lau 19/9 kl. 20:00 2 k. Lau 10/10 kl. 20:00 4.k.
Kenneth Máni stelur senunni
Mávurinn (Stóra sviðið)
Fös 16/10 kl. 20:00 1.k. Lau 24/10 kl. 20:00 4.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k.
Mið 21/10 kl. 20:00 2 k. Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k.
Fim 22/10 kl. 20:00 3.k. Lau 31/10 kl. 20:00 6.k.
Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki
Hystory (Litla sviðið)
Lau 12/9 kl. 20:00 1.k. Sun 20/9 kl. 20:00 3.k. Sun 27/9 kl. 20:00 5.k.
Fös 18/9 kl. 20:00 2 k. Fös 25/9 kl. 20:00 4.k.
Aðeins þessar sýningar!
Sókrates (Litla sviðið)
Fim 1/10 kl. 20:00 Sun 4/10 kl. 20:00 Sun 11/10 kl. 20:00
Fös 2/10 kl. 20:00 Fim 8/10 kl. 20:00
Lau 3/10 kl. 20:00 Fös 9/10 kl. 20:00
Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Vegbúar (Litla sviðið)
Fim 15/10 kl. 20:00 1.k. Sun 18/10 kl. 20:00 3.k. Lau 24/10 kl. 20:00 5.k.
Fös 16/10 kl. 20:00 2 k. Þri 20/10 kl. 20:00 4.k. Sun 25/10 kl. 20:00 6.k.
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Fim 10/9 kl. 19:30 fors. Sun 20/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 12.sýn
Fös 11/9 kl. 19:30 Aðalæ. Fös 25/9 kl. 19:30 6.sýn Lau 17/10 kl. 19:30 13.sýn
Lau 12/9 kl. 19:30 Frums. Lau 26/9 kl. 19:30 7.sýn Sun 18/10 kl. 19:30 14.sýn
Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Sun 27/9 kl. 19:30 8.sýn Fim 22/10 kl. 19:30 15.sýn
Fim 17/9 kl. 19:30 Aukas. Fös 2/10 kl. 19:30 9.sýn Fös 23/10 kl. 19:30 16.sýn
Fös 18/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 10.sýn Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn
Lau 19/9 kl. 19:30 4.sýn Sun 4/10 kl. 19:30 11.sýn Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Fös 11/9 kl. 19:30 3.sýn Fim 24/9 kl. 19:30 9.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 14.sýn
Lau 12/9 kl. 19:30 4.sýn Fös 25/9 kl. 19:30 10.sýn Fös 9/10 kl. 19:30 15.sýn
Fim 17/9 kl. 19:30 6.sýn Sun 27/9 kl. 19:30 11.sýn Lau 10/10 kl. 19:30 16.sýn
Fös 18/9 kl. 19:30 7.sýn Fim 1/10 kl. 19:30 12.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 17.sýn
Lau 19/9 kl. 19:30 8.sýn Fös 2/10 kl. 19:30 13.sýn
Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.
4:48 PSYCHOSIS (Kúlan)
Fim 10/9 kl. 19:30 Frums. Mið 16/9 kl. 19:30 3.sýn
Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Sun 20/9 kl. 19:30 4.sýn
DAVID FARR
HARÐINDIN