Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2015 Græjur og tækni Kaliforníuríki hefur snúið sér tilÍsraels í baráttu sinni við þurrka. Ísrael er 60% eyðimörk og er reynsla landsins og tækni talin geta tryggt öllum íbúum Kali- forníu hreint drykkjarvatn. Ísrael aðstoðar Kaliforníu Samsung hefur verið leiðandi á farsímamarkaði und-anfarin ár og Android-símar fyrirtækisins selstmetsölu. Heldur fataðist fyrirtækinu þó flugið með Galaxy S5 útgáfuna, eins góður sími og það annars er, því útlitið þótti gamaldags og sala á símanum varð minni en Samsung-bændur höfðu reiknað með. Víst seldust af þeirri gerð á annan tug milljóna síma, en það var ekki nóg; færri símar seldust af S5 en af næstu gerð á undan og það var Samsung áfall. Það var því mikið í húfi þegar næsta útgáfa var kynnt, Samsung Galaxy S6, sem kom á markað um miðjan apríl sl. Eftir því var líka tekið hve sá sími skar sig úr fyrri gerðum, ekkert plast og síminn glæsilegur að öllu leyti, kramið í honum fyrsta flokks og útlitið einkar vel heppnað. Sérstaklega vakti Edge- útgáfa símans mikla hrifningu og það að vonum því segja má að hann hafi snýtt öllum keppninautum í útliti, þar með talin iPhone-lína Apple, með rúnnuðum hliðum. Það kom þó framleiðand- anum greinilega á óvart hvað margir voru sólgnir í S6 með rúnnuðum skjá, því þeir voru nokkuð dýrari, og framan af gat Samsung ekki upp- fyllt allar pantanir á Edge-símum. Málið var nefnilega að þó S6 væri kostagripur, var S6 Edge miklu meira en það. Fyrsti síminn með rúnnuðum skjá var reyndar Sam- sung Note Edge, sem var með eina hlið rúnnaða. Á Galaxy S6 Edge voru þær aftur á móti báðar rúnnaðar sem gerði símann einstaklega skemmtilegan í hendi, aukinheldur sem hann er sannkallað augnakonfekt. Nýr Galaxy S6 Edge, sem heitir einfaldlega Edge+, er eins og S6 Edge að flestu leyti, nema náttúrlega því að hann er stærri – maður sér í það minnsta ekki mikinn mun annan við fyrstu sýn. Við nánari skoðun kemur þó í ljós að hönnuðir Samsung hafa ekki bara stækkað símann, því þeir hafa bætt smá rönd við efst og neðst á símanum, hugsanlega til að hlífa glerinu á framhliðinni frekar. Hann fer þó ekki síður í hendi en eldri gerðin, þ.e. í meðalstórri hendi eða stærri, því þó skjárinn sé 5,7" samanborið við 5,1" á S6 Edge er hann aðeins þynnri – S6 Edge+ er 154,4 x 75,8 x 6,9 mm að stærð, en S6 Edge 142 x 70.1 x 7 mm. Edge+ er líka þyngri, nema hvað, 153 g á móti 132 g. Þó skjárinn sé stærri er sama upplausn á honum, Super AMOLED QHD, 2560 x 1440 dílar, sem gefur 518 díla á tommu. Litir hafa verið fínstilltir og virka eðlilegri en á S6 Edge. Örgjörvi í símanum er sá sami og í S6 Edge, – 2,1 GHz átta kjarna Exynos 7420. Vinnsluminni í honum er þó heldur meira, 4 GB samanborið við 3 GB, sem gerir sitt í að auka hraðann, en ýmsar breytingar auka vinnsluhraðann líka umtalsvert, enda er síminn að minnsta kosti 10-15% hraðvirkari en S6 Edge. Hægt er að fá Edge+ símann með ýmist með 32 GB eða 64 GB gagnaminni (minna má á að hægt er að fá S6 Edge með 128 GB minni sem kostar eðlilega skild- inginn). Ég nefni rafhlöðuendingu hér til hliðar, en í al- mennri notkun entist rafhlaðan betur en ég átti von á. Það er svo líka mikill kostur hvað síminn er fljótur að hlaða sig – nær 100% hleðslu úr núll á innan við tveimur tímum. Varla þarf að taka fram að hann styð- ur þráðlausa hleðslu. Eins og fram kemur hér til hliðar er myndavélin í símanum mjög góð, frábær reyndar. Ein viðbót sem einhverjum finnst eflaust gagnleg er að hægt er að streyma víedóupptöku beint úr símanum með aðstoð YouTube hvort sem notuð er myndavél á framhlið eða bakhlið. Ef eitthvað er út á símann að setja, þá er það að hliðarnar á honum, brúnirnar rúnnuðu, eru ekki nýttar nógu vel. Víst er hægt að hafa þar flýtivísa í þá fimm sem maður hefur oftast samskipti við (og tengja tiltek- inn lit við hvern og einn) og eins þau forrit sem mað- ur notar oftast, en mætti útfæra frekar, til að mynda kæmi sér vel að geta ræst aðgerðir en ekki bara for- rit. Væntanlega verður frekari virkni bætt við með hugbúnaðaruppfærslum. Svo er síminn náttúrlega nokkuð dýr, 64 GB útgáfan kostar 169.990 kr. hjá Símanum en 149.990 kr. hjá Nova. Að því sögðu þá efast ég um að hægt sé að kaupa betri síma fyrir nokkurn pening – þegar allt er talið, útlit, virkni, hraði og myndavél er þetta besti farsími sem ég hef notað til þessa. BESTUR ALLRA NÝR FARSÍMI FRÁ SAMSUNG, GALAXY S6 EDGE+, SKÁKAR FLESTUM EF EKKI ÖLLUM KEPPINAUTUNUM Í ÚTLITI, VIRKNI OG HRAÐA, GLÆSILEGASTI FARSÍMI SEM VÖL ER Á – EN HANN KOSTAR LÍKA SKILDINGINN. * Mikið hefur verið fjallaðum það á netinu hvort síminn sé vatnsheldur eða ekki, en opinberlega er hann ekki vatnsheldur eða vatnsvarinn. Sá sem leitar að vatnsheldum (og höggvörðum) Samsung- síma verður að bíða eftir því að Galaxy S6 Active berist hingað til lands. * Myndavélin er framúrskar-andi, myndflagan 16 MP og hristivörn í linsu. Stærsta ljósop er f/1.9. Myndavélin á framhlið- inni er 5 MP. Hægt er að taka 4K eða UHD myndskeið og líka velja sérstaka stillingu fyrir myndatöku á minni hraða. Ljós- myndaáhugamenn gæti að því að hægt er að geyma myndir sem RAW-skrár. * Algengasta kvörtun semmaður heyrir varðandi nýja síma er að rafhlöðuending sé ekki nóg. S6 Edge er með 2.600 mAh rafhlöðu, en þar sem S6 Edge+ er með stærri skjá kallar það eðlilega á meiri straum. Það er líka stærri raf- hlaða í honum, 3.000 mAh og hann slær sambærilegum sím- um við í endingu (til að mynda iPhone 6+). Græjan ÁRNI MATTHÍASSON

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.