Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Síða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Síða 41
20.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Eitt dýrasta reiðhjólið í reiðhjólaversluninni Erninum kostar rúmar 2 milljónir eða 2.190.000. Nýskráðum fólksbílum fjölgaði um 42% frá sama tíma í fyrra að mati Samgöngustofu. Ekki er síst mikil aukning í sölu dýrari tegunda bíla en í vikunni var greint frá því í Morgunblaðinu að Volvo ZC90, sem kostar rúmlega 10 milljónir króna, seldist í 22 eintökum á þessu ári en aðeins eitt eintak seldist í fyrra og 100 fleiri Toyota Landcruiser- jeppar nú í ár en árið í fyrra. Þá hefur orðið mikil aukning í sölu á Porsche, Audi Q5 sem kosta 8-12 milljónir. Það sama gildir um fleiri fararskjóta, t.d. reiðhjól. Magn innfluttra hjóla hefur kannski ekki aukist mikið síðustu árin en eftirspurnin eftir dýrari gerðum, bæði reiðhjólum og búnaði þeim tengdum, er mun meiri. Viljum dýrari bíla og reiðhjól Byggingageirinn er í skjótum uppgangi, sér- staklega síðasta árið, en í nýlegum tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar kemur fram að velta í byggingavöruverslunum í sumar- mánuðunum júní, júlí og ágúst var rúmum 10% meiri að raunvirði en á sama tíma í fyrra. Og þeir sem sjá um innviðina, smíða glugga, hurðir, sturtugler og selja náttúrustein fara heldur ekki varhluta af því. Sem dæmi má nefna að hjá glerframleiðslu- fyrirtækinu Glerborg sem starfrækt hefur verið í 40 ár hefur síðasta ár verið afar gott þar sem Rúnar Árnason, forstjóri fyrirtækisins, segir að mikill kippur hafi komið í eftirspurn eftir gleri og þjónustu og stórmunur sé á milli ára, eða um 60-70% aukning. „Við höfum fundið ótrúlegan mun milli ára. Bæði er þetta tengt nýbyggingum, við fáum okkar skerf af hóteluppbyggingunni, og svo eru það líka einstaklingar. Það er auðvitað alltaf svolítil hjarðhegðun á Íslandi; ef einhver fer af stað þá fara allir af stað,“ segir Rúnar og segir að jafnframt gerist það um leið að fólk þarf að sætta sig við meiri bið almennt hjá fyrirtækjum sem afgreiða varning til húsagerðar. „En það er líka það að margir eru farnir að sinna hlutum sem fólk hefur verið að geyma; að endurnýja baðherbergin og skipta um glugga, svo það er víða kominn tími á endurnýjun.“ Af innlitum á íslensk heimili í húsgagna- blöðum og fasteignaauglýsingum má þá sjá að dýrari efniviðir eiga mikið upp á pallborðið núna, svo sem steintegundir. Hörður Hermannsson á og rekur fyrirtækið Fígaró, sem sérhæfir sig í sölu og vinnslu á nátt- úrusteinum, allt frá þeim sem ódýrari eru upp í þann dýrasta. Í heildina segist Hörður klárlega finna fyrir mikilli aukningu – bæði í dýrari steintegundum svo sem dýrasta marmaranum en líka ódýrari steintegundum. Raunar hafi það sem gerðist síðla árs 2008 verið það að þeir sem keyptu dýrari steintegundirnar héldu sínu striki áfram en minnkunin hafi verið í þeim ódýrari. Þessi aukning hefur sérstaklega orðið nokkra síðastliðna mánuði að sögn Harðar. Getty Images/iStockphoto Fram- kvæmdagleði „Ég er farin að sjá það hvað varðar tískuna að fólk er farið að gera tilraunir á ný og það er merki um þenslu. Í kreppu verðum við íhaldssamari og það varð mjög áberandi þegar kreppan skall á hvað tískan varð íhaldssöm allt í einu og við höfum verið það lengi,“ segir Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og lektor við fatahönn- unardeildar Listaháskóla Íslands. „Þessi tilrauna- mennska er alveg á leið- inni útí götutískuna, það tekur hlutina alveg eitt ár að komast þaðan af tísku- pöllunum en þetta er allt saman að bresta á – þessir tilraunakenndu þættir eru farnir að sjást aftur í fatahönnun. Linda segir að það sé engan veginn tryggt að þensla og smekkvísi haldist í hendur. Smekkleysið verði í raun meira áberandi. Það viti því ekki endilega á gott út frá fagurfræðilegum sjónarmiðum í til dæm- is arkitektúr. „Það er þekkt í arkitektúr að á þenslu- tímabilum eru allar ljótustu byggingarnar byggðar. Það er verr farið með peningana og fólk hættir að vanda sig eins og þegar það þarf að hugsa meira um aur- inn. Þegar fullt af fólki fær meiri peninga í vasann, fólk sem hefur ekkert vit á arki- tektúr, er oft ráðist út í að framkvæma og byggja eftir klisjukenndum hugmyndum og þá skortir oft á fag- urfræðilegan metnað.“ Linda segir að þegar hinn mikli viðsnúningur varð í þjóðfélaginu árið 2008 hafi fólk hafnað þeim hugmyndum sem voru áberandi árin á áð- ur að fólk ætti að kaupa sér status. En slík sýniþörf sé orðin sýnileg á ný. „Það til dæmis að eiga ákveðna tösku á borð við Louis Vuitton á þessum ár- um er sér kapítuli út af fyrir sig. Að eiga ákveðna tösku fyrir hrun skipti öllu máli – jafnvel upp á það að geta tilheyrt ákveðnum vinkvennahópum. Ég man eftir konu sem var að kynnast ákveðnum nýjum vinahópi og það skipti öllu máli að hún fengi sér nýja tösku fyrst hún var komin í þennan hóp – gat ekki hitt þær án hennar. Allt þetta er mjög greinilega að koma sterkt inn aftur. Linda Björg Árnadóttir „Þetta er allt saman að bresta á“ AFP Úr flippaðri fatalínu Chanel fyrir vet- urinn 2015-2016. Verslun Góða hirðisins tók við 2.281 tonni af húsgögnum, raftækjum og öðrum munum til heimilisins úr nytjagámum frá Sorpu á síðasta ári en Íslendingar drógu saman seglin í því að losa sig við slíka muni eftir hrunið. Þannig tók Sorpa jafnt og þétt við fleiri tonnum af heimilismunum ár frá ári frá 2005-2008 en skyndilega árið 2009 var sú förgun minni eða um 200 tonn frá árinu á undan. Frá árinu 2011-2014 hefur þetta magn aukist um 37% og enn meira á þessu ári. Bjartmar Oddur Alexandersson, fram- kvæmdastjóri Grænnar framtíðar, fyr- irtækis sem tekur við og endurnýtir raftæki frá einstaklingum og fyrirtækjum, segir það aukast að einstaklingar hendi nýlegum símtækjum sem væri hægt að laga með einfaldri og ekki dýrri viðgerð. „Fólk sleppir frekar einfaldri viðgerð og kaupir sér nýtt tæki. Þetta eru oft dýrir símar sem duga vel. Þetta á ekki bara við símana heldur líka spjaldtölvur og fleiri raf- tæki.“ Að sögn Bjartmars fékk fyrirtækið að meðaltali tæplega 2 ára gamla síma og tölv- ur á síðasta ári en í ár eru tækin að með- altali ekki orðin 1 og ½ árs gömul. „Við hendum allt of miklu, fólk virðist frekar vilja bara nýjan síma ef það er eitt- hvað smávegis sem þarf að gera við þann gamla. Við höfum alltaf verið nýjungagjörn miðað við nágrannaþjóðir okkar.“ Getty Images/iStockphoto Símar og spjaldtölvur fá að fjúka fyrr

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.