Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Page 3
Ágætu lesendur.
Okkur í ritnefnd er það sönn ánægja
að gefa út annað tölublað af 29. árgangi
Iðjuþjálfans en ekki hafa verið gefin út
tvö tölublöð af sama árgangi í nokkur
ár. Iðjuþjálfinn og Iðjuþjálfaneminn
hafa hingað til komið út á sama tíma
að vori og er það nær ótækt að svo
skyld blöð séu í samkeppni um efni og
auglýsingar. Því var ákveðið að færa
útgáfu Iðjuþjálfans og mun blaðið
fram vegis koma út að hausti ár hvert.
Að þessu sinni er þema blaðsins
margbreytileiki fagsins og gefur blaðið
innsýn í fjölbreytt viðfangsefni iðju
þjálfa. Meðal efnis eru tvær rit rýndar
greinar og er það í fyrsta sinn sem
birtar eru tvær slíkar greinar samtímis.
Árið 2004 birtist síðast ritrýnd grein í
Iðjuþjálfanum og var það einnig í
fyrsta sinn sem það var gert. Er það
von okkar í ritnefnd að ekki verði aftur
svo löng bið á að ritrýnd grein birtist í
blaðinu og að blaðið geti boðið sem
oftast upp á fræðigreinar. Ritnefnd
stefnir á að smíða texta með upplýs
ingum um ritrýningarferli og setja á
heimasíðu félagsins okkar www.sigl.is
fljótlega á nýju ári. Ætlunin með því er
að kynna ritrýningarferlið og auðvelda
áhugasömum félagsmönnum að afla
sér upplýsinga.
Í þessu tölublaði eru greinar af öllum
stærðum og gerðum og ættu því allir
að geta fundið lesefni við sitt hæfi.
Næsta blað mun koma út næstkomandi
haust og því er nægur tími fyrir ykkur
að setjast niður við greinarskrif. Allar
hugmyndir að efni og öðru sem ykkur
finnst eiga heima í blaðinu eru vel
þegnar.
Að lokum viljum við þakka þeim
sem komu að útgáfu blaðsins svo sem
með greinarskrifum, prófarkalestri og
auglýsingum. Sérstakar þakkir fá rit
rýnendur fyrir vel unnin störf.
Með bestu óskum um gleðilega hátíð
og gæfuríkt komandi ár.
Ritnefnd Iðjuþjálfans.
Frá ritnefnd
Efnisyfirlit
Stjórn IÞÍ
Lilja Ingvarsson, formaður
Birgit Schov, gjaldkeri
Sigrún Ásmundsdóttir
Sigurbjörg Hannesdóttir
Sigþrúður Loftsdóttir
Fanney Karlsdóttir, varamaður
Rósa Hauksdóttir, varamaður
Umsjón félagaskrár
Þjónustuskrifstofa SIGL
Ritnefnd (ritnefnd.ii@sigl.is)
Guðbjörg Björnsdóttir
Jóhanna Mjöll Björnsdóttir
Oddný Hróbjartsdóttir
Snæfríð Egilson
Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir
Ritstjóri
Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir
Prentvinnsla
Litlaprent
Forsíðumynd
Kristín Einarsdóttir iðjuþálfi og hirð
ingjahöfðingi í Mongólíu
Ljósmynd:
Ingi R. Ingason
Ritnefnd áskilur sér rétt til að stytta
texta og færa til betri vegar. Vitna má í
texta blaðsins ef heimildar er getið.
Iðjuþjálfinn
Fagblað iðjuþjálfa
IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 • 3
Frá formanni ................................. 4
Höf. Lilja Ingvarsson
Iðjuþjálfun án landamæra
Mongólíuverkefni MND félagsins ... 6
Höf. Kristín Einarsdóttir
Að vera iðjuþjálfi og þurfa
að sýna sig og sanna .................. 10
Höf. Helga Kristín Gestsdóttir
Geðrækt geðsjúkra
Að ná tökum á tilverunni ............. 13
Höf. Elín Ebba Ásmundsdóttir
„Var hann duglegur í tímanum?“
Viðhorf foreldra barna með
hreyfihömlun til þjónustu iðjuþjálfa
og sjúkraþjálfara ........................... 22
Höf. dr. Snæfríður Þóra Egilson
Þjónustuferli í iðjuþjálfun ............. 32
Höf. Guðrún Pálmadóttir
Meðferð vegna offitu
á endurhæfingardeild
Kristnesspítala ............................ 38
Höf. Petrea Guðný Sigurðardóttir
Gleðileg jól
gott og farsælt
komandi ár.
Iðjuþjálfafélag Íslands