Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Side 7

Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Side 7
IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 • 7 þessari stundu er mér hugsað til minna eigin barna sem líklega voru á þeirri stundu sofandi í örmum föður síns undir hlýrri dúnsænginni sem kostaði svo mikið að hún hefði getað fætt allt Ger­hverfið í vikutíma eða svo. Ég finn að ég mun aldrei verða söm eftir þessa ferð. Ég hef líka fundið til ábyrgðar minnar og finn að verkefni mínu er hvergi nærri lokið. Það getur ekki verið rétt að stór hluti heims­ byggðarinnar þurfi að lifa á hveiti­ blönduðu vatni og við þessar hörm­ ungar aðstæður. Ég fyllist eldmóði fyrir hönd þessarar þjóðar, sem er svo rík af menningu, visku og glaðlyndi. „Við verð um að gera eitthvað,“ segi ég upp­ hátt. Allir í bílnum horfast í augu og við bindumst þöglu samkomulagi. Við verð um að gera eitthvað! *Ger­hverfi eru fátækrahverfin sem byggst hafa utan um borgir og bæi í Mongólíu. Orðið „ger“ þýðir hefð bund ið mongólskt hirðingja­ tjald. Tilurð verkefnisins Tilurð þess að ég tók að mér að vera verkefnisstjóri fyrir þetta verkefni er sú að í desember 2006 var ég stödd ásamt Guðjóni Sigurðssyni, formanni MND félagsins, á ráðstefnu í Yokohama í Japan. Guðjón hitti fyrir Otgonbat Ishdagva, formann nýstofnaðra sam­ taka MND veikra í Mongólíu, sem tjáði hon um hve bágbornar aðstæður MND veikra í Mongólíu væru. Guðjón sem er mikill baráttumaður fyrir bættum hag MND veikra og fat­ laðra almennt, sá að við það mátti ekki una. Íslendingar yrðu að bregðast við og aðstoða þessa frændur okkar í köldustu höfðuborg heims, Úlan Bat­ or. Ég hef ávallt haft mikinn áhuga á að vinna að þróunarverkefnum og var því ekki lengi að hugsa mig um þegar Guðjón bauð mér að taka að mér stjórn þessa verkefnis. Ég hef frá barn æsku tileinkað mér þann hugsunarhátt að hugsa heiminn sem eina heild. Ég hef þá skoðun að við séum samábyrg fyrir hverju því sem á okkur dynur, hvort sem það er velsæld eða eymd. Ég var ekki ýkja gömul þegar ég fann mitt slagorð, „sá sem ávallt fetar í fótspor annarra kemst aldrei fram úr“. Slag­ orðið mitt sem er upphaflega frá Ind­ landi gefur mér það að ég hef ákveðna stefnu sem ég leitast við að feta í lífinu þó að stundum sé það afar freistandi að detta inn í þægindahringinn og feta í fótspor annarra og auðvitað á maður ekki alltaf að vera að „finna upp hjól­ ið“. Það segir sig sjálft. Hvað Mongólíuverkefnið snertir var ekki möguleiki á að feta í fótspor ann­ arra. A.m.k. ekki Íslendinga. Við ætluð um að senda gám fullan af hjálp­ artækjum og öndunarvélum frá Íslandi til Mong ólíu. Skemmst er frá því að segja að innan mánuðar frá því að við komum heim frá Japan vorum við búin að fá ýmsa samstarfsaðila í málið, s.s. Actavis, LSH, Byko og Swiss Agency for Deve lopment and Coop­ eration (Svissnesku þróunar samvinnu­ stofnunina) auk þess að íslensk fyrir­ tæki og stofnanir brugð ust gríðarlega vel við þeirri bón að gefa hjálpartæki sem ekki voru lengur í notk un. Þann 16. janúar 2007 lagði fullur 40 feta gámur af búnaði sem allur var yfir­ farinn og vottaður af Tryggingastofnun ríkisins upp í langferð sem áætlað var að taka myndi sex til átta vikur. Til að tryggja að tækin nýttust sem best var ákveðið að hópur fagfólks frá LSH myndi fylgja búnaðinum eftir. Iðju­ þjálfi og tveir hjúkrunarfræðingar ásamt tækni mönnum fylgdu verkefninu eftir svo og dagskrárgerðarmenn frá Stöð 2 sem gerðu heimildainnslag um verk efnið. Við settum okkur strax markmið um það sem við ætluðum okkur að gera en þau voru að: • Afhenda 40 feta gám fullan af hjálp­ artækjum og öndunarvélum að gjöf frá MND félagi Íslands til MND félagsins í Mongólíu. • Kenna/leiðbeina heilbrigðisstarfsfólki taugadeilda sjúkrahúsanna þriggja í Úlan Bator hvernig á að nota önd­ unarvélarnar. • Koma á samstarfi milli starfsfólks og lækna taugadeildanna og MND félags Mongólíu. • Leiðbeina MND félagi Mongólíu við að stofna hjálpartækjamiðstöð (leið beina starfsfólki/sjálfboðaliðum hjálp ar tækjamiðstöðvarinnar í réttri notk un hjálpartækjanna (helst að tengja iðjuþjálfa verkefninu)). • Gefa taugadeildum spítalanna þriggja þau tæki og búnað sem ekki nýtast í hinni nýju hjálpartækja mið­ stöð. Mongólía Mongólía er stórt land umlukið Rúss landi, Kasakstan og Kína. Landið er sextán sinnum stærra en Ísland eða um 1,56 milljón ferkílómetrar. Íbúar Mong ólíu eru í kringum 2,6 milljónir manna. 60% Mongóla eru hirðingjar sem eiga alla sína afkomu undir sól og frosti og ferðast um með aleiguna í tjaldi. Vanmáttur mongólsks samfélags á sér að mínu mati þrenns konar rætur. Í fyrsta lagi eru vetur í landinu oft á tíðum gríðarlega harðir og mikil ógn við hirðingjalífið. Þeir hafa oft drepið megnið af búfénaði hirðingjanna og leitt til þess að hirðingjarnir leiti inn til höfuðborgarinnar í von um atvinnu. Þar sem húsnæði er af skornum skammti hafa byggst upp hverfi í kring um borgina, Ger­hverfin. Þar búa marg ir utan af landi. Í öðru lagi hefur sú hraða umbreyting sem átt hefur sér stað síðastliðinn áratug, frá miðstýrðri Sovétstjórn yfir í lýðræðislega stjórn­ unar hætti og frjálst markaðshagkerfi, tekið sinn toll af mongólsku þjóðinni og leitt af sér mikla fátækt. 36% þjóð­

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.