Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Qupperneq 8

Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Qupperneq 8
8 • IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 arinnar lifa undir fátækramörkum. Á árunum 1921 til 1990 var mikil gróska í mongólsku mannlífi. Á þessum árum eru ekki til skrár um fátækt í landinu. Atvinnuleysi hefur aukist gríðar lega frá 1990 og er líklega í dag í kringum 17%. Þeir sem verst verða úti eru fatlaðir (Zinamider, 2005). Í þriðja lagi má segja að við hvarf Sovétríkjanna frá Mongólíu í kringum 1990 hafi tækniúrræði og tækniþekking horfið og forsendur iðnvæðingarinnar brostið. Að sama skapi hefur dýrmæt læknisfræðileg þekking og öll heil­ brigðisþjónusta rýrnað á sl. áratug. Þeir læknar sem áður unnu á spítölunum voru flestir rússneskir eða í það minnsta menntaðir í Rússlandi. Þeir hurfu flestir til síns heima er Sovétríkin hurfu frá Mongólíu. Ljóst er að menntunarstig heilbrigðisstarfsmanna í Mongólíu er langt frá því að standa jafnfætis vest­ rænum læknisfræðilegum kröfum og þekkingu. Tækniþekking heilbrigðis­ starfs manna er einnig afar bágborin og þarfnast þjálfunar. Samkvæmt tölum frá heilbrigðis­ og félagsmálaráðuneytinu í Mongólíu eru um 115.000 (4,8% af heildaríbúafjölda) fatlaðir einstaklingar í Mongólíu (Zina mider, 2005). Ekki eru til neinar tölu legar staðreyndir varðandi algengi MND sjúkdómsins í Mongólíu en skv. því sem ég hef lesið er algengið nokkuð svipað í öllum heiminum. Þó eru ein­ stöku svæði eins og Japan með meira algengi. Á flestum stöðum er talað um að af hverjum 100.000 íbúum séu fjórir til fimm einstaklingar með MDN. Þá má reikna með að rúmlega 100 manns séu með MND í Mong­ ólíu. Hjálpartækin Sá búnaður sem við sendum til Mong ólíu er búnaður sem við Íslend­ ingar erum hættir að nota enda erum við orðnir afar tæknivæddir og rafrænir í allri hjálpartækjanotkun. Engu að síður er þessi búnaður í góðu ástandi og afar verðmætur, hvort sem um er að ræða í íslenskum krónum eða mong­ ólskum tugrighs. Hugmynd okkar með því að senda iðjuþjálfa og hjúkrunarfræðinga með út var að geta fylgt þessum búnaði eftir með kennslu í notkun hans svo hann myndi ekki daga uppi ónotaður í ein­ hverri vöruskemmu. Við tókum með okkur 10 öndunarvélar og sérfræðingur okkar í þeim málum náði að kenna við eigandi starfsfólki á þær og síðan var þeim skipt niður á milli sjúkrahúsanna þriggja. Okkur lærðist á fyrstu dögum okkar í Mongólíu eftir að hafa heimsótt þrjú stærstu sjúkrahúsin í Úlan Bator að þekking á þeim búnaði sem við sendum var lítil sem engin. Ekki einu sinni með al þeirra tveggja sjúkraþjálfara sem við hittum. Í landinu eru þrír iðju­ þjálfar og aðeins einn þeirra með starfs­ leyfi. Hann starfar með börnum. Hinir stunda nám í mongólsku. Allir nema einn eru af erlendu bergi brotnir og komnir til Mongólíu í öðrum erinda­ gjörðum en að starfa við fag sitt. Það sama má segja um sjúkraþjálfarana, þeir eru menntaðir erlendis og virtist okkur meðferðir þeirra og sérhæfing aðallega felast í „blóð koppameðferð“ („cupping“). Aðbúnaðurinn á sjúkrahúsunum þrem ur var vægast sagt skelfilegur. Mér var hugsað til Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði sem ég hafði heimsótt nokkr um mánuðum áður. Tækja bún­ aður var slíkur að okkur skorti hrein­ lega aldur til að kunna skil á honum. Opið var víða ofan í lagnir og megn lykt sem saman stóð af klór og soðnu ærkjöti fyllti vitin. Okkur varð á þessari stundu berlega ljóst að án aðstoðar annarra landa ætti Mongólía litla von um framfarir. Það var því afar bagalegt að ekki náðist að ná gámnum í gegnum landamæratollinn milli Kína og Mong­ ólíu á þeim tíma sem við vorum við störf þarna þannig að við gátum ekki kennt á hjálpartækin. Gámurinn hefði skv. áætlun átt að koma til landsins tveim vikum fyrir komu okkar, en málið reyndist mun flóknara en við bjugg umst við. Mikil spilling er í land­ inu og reglur hafa verið hertar við alla tollafgreiðslu, sér í lagi eftir að nýr toll­ stjóri tók við, en fyrir rennari hans situr inni fyrir spillingu. Swiss Agency for Development and Cooperation hefur staðið þétt við bakið á okkur í allri þessari vinnu. Ég veit að þörfin fyrir þennan búnað sem við gáfum er gríðarleg. Í landinu er nánast ekkert til af hjálpartækjum sem létt geta líf MND veikra eða ann­ arra sjúklinga og aukið lífsgæði þeirra. Hjóla stóll er tiltölulega sjaldgæft fyrir­ bæri, hvað þá hjólastóll með háu baki og höfuðstuðningi eins og MND veikir þurfa. Inni á sjúkrahúsunum sváfu sjúkl ingarnir á beddum með eigin sængur fatnað. Á gjörgæslunni var eitt sjúkrarúm. Ekkert rúmanna var upp­ hækkanlegt. Annað sem við vorum hrædd um var að búnaðurinn yrði ekki notaður á þann hátt sem við höfðum lagt upp með, þ.e. stofnaður hjálpartækjabanki þar sem fram færu inn­ og útlán á hjálpartækjum. Við óttuðumst að bún­ aðurinn yrði jafnvel seldur á svarta markaðnum. Stór hluti mongólsku þjóðarinnar er ekki á neinum manntalsskrám og þar af leiðandi eiga þeir einstaklingar ekki rétt á neinni heilbrigðisþjónustu. Þessir sömu einstaklingar verða því að kaupa sér allan búnað sjálfir. Þetta er flókið og ekkert sem breytist á einni nóttu. Iðjuþjálfun í Mongólíu Máttur veraldarvefsins er stórkost­ legur. Í gegnum netið var kærkomið að finna tvo iðjuþjálfa og tvo sjúkraþjálfara sem eru að vinna að því að koma iðju­ þjálfanámi og sjúkraþjálfaranámi á kopp inn við Heilsuháskólann í Úlan Bator. Þessar frómu konur koma frá Sviss og Bandaríkjunum. Ég bendi áhugasömum á að lesa skýrsluna þeirra sem hægt er að nálgast á slóðum sem gefnar eru hér í lok greinar. Ég átti fund með einni þeirra í Boston í sumar. Amanda Withford heitir hún og verður að segjast að það var ákaflega gaman að hitta iðjuþjálfa sem berst fyrir sama málaflokki og ég. Amanda var þá nýkomin frá Taílandi þar sem hún hefur unnið við upp­ byggingarstörf eftir flóðbylgjuna. Ég náði samkomulagi við Amöndu um að hún myndi taka að sér að ljúka verk­ efninu okkar. Við höfum verið svo lánsöm að fá leiðbeiningar frá áströlsku MND samtökunum varðandi upp­

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.