Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Blaðsíða 16
16 • IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007
ingar, yfir og undirflokkanir og sögu
þráður gerður (Bogdan og Biklen,
1998). Greinandi aðleiðsluaðferð, sam
kvæmt Bogdan og Biklen (1998), var
notuð sem viðbótarverkfæri til að þróa
grundaða kenningu. Samkvæmt henni
var snemma á rannsóknarferlinu þróuð
skilgreining og/eða skýring á bata
ferlinu og hún borin saman við gögnin
um leið og þeirra var aflað. Merking
batans í huga viðmælenda var greind
með hjálp túlkunarfræðinnar (Gustavs
son, 1996). Sett var fram túlkun um
merkingu batans og athugað hvað í
textanum studdi þá túlkun og hvað
ekki. Orðræðugreining í anda Magnus
son (1996) var einnig notuð til að
greina gögnin enn frekar. Hvaða orð
ræður voru í gangi? Hverjar áttu
samleið, hverjar ekki og voru mótsagnir
í textanum? Var t.d. orðræðan um
markmið heilbrigðisþjónustunnar um
að gera einstaklinga eins sjálfstæða og
mögulegt er hverju sinni í takt við það
sem viðmælendur sögðu?
Réttmæti og áreiðanleiki
Til að tryggja réttmæti rannsóknar
innar var notuð margprófun (triangu
lation). Hún felst í því að nota fleiri en
eina aðferð við gagnasöfnun, tala við
nægilega marga til að mettun (satura
tion) náist og fleiri rannsakendur koma
að öflun og greiningu gagna (Taylor
og Bogdan, 1998). Áreiðanleiki rann
sóknarinnar felst í því að niðurstöður
úr henni eru samhljóma niðurstöðum
úr sambærilegum, erlendum rannsókn
um.
Niðurstöður
Allir viðmælendur höfðu veikst á
geði og átt við langvarandi erfiðleika
að stríða sökum þess. Þeir áttu það
sameiginlegt að hafa í veikindunum
haft litla stjórn á lífi sínu og verið háðir
öðrum. Veikindatímabilin einkenndust
m.a. af framtaksleysi, stjórnleysi, lítilli
trú á eigin áhrifamátt og litlu sjálf
strausti. Í þeirra augum fólst bati í því
að ná tökum á eigin lífi og taka
stjórnina aftur. En til þess þurftu þeir
tíma. Þeir þurftu að fá tækifæri til að
taka þátt í verkefnum sem höfðu
þýðingu og gildi en einnig að eiga hlut
deild í samfélaginu. Helstu þemu
bataferlisins sneru að einstaklingunum
sjálfum, hvers konar hlutverkum þeir
fengju tækifæri til að sinna, með hvaða
hætti samferðafólk mætti þeim, hver
væru áhrif geðlyfja og fjölbreyttrar
þjón ustu.
Bati fólst í því að geta gert hið hvers
dagslega í lífinu; vakna á morgnana,
koma reglu á daginn, vera innan um
fólk, stunda vinnu, tómstundir og
líkamsrækt, geta tekið að sér verkefni
og lokið þeim og geta sofnað á kvöldin.
Þá var nauðsynlegt að fá að takast á við
verkefni sem gæfu möguleika á að fá
smám saman að taka á einstaka þáttum
í lífi þeirra. Að mati viðmælenda voru
eigin fordómar stór hindrun. Með
þátttöku í ýmsum verkum og með
tengslum við fólk sem hafði trú á þeim
jókst sjálfstraustið. Ákveðin viðhorfs
breyting varð þegar þau gátu haft áhrif
á eigið umhverfi og látið gott af sér
leiða. Með virkri þátttöku í samfélaginu
náðu þau smátt og smátt stjórn á eigin
lífi sjá mynd 1.
Einstaklingurinn
Fordómum aflétt. Viðmæl endur
þurftu að viðurkenna vanmátt sinn og
horfast í augu við að þeir væru haldnir
geðsjúkdómi eða ættu við geðræna
erfiðleika að stríða, sem gæti þurft að
taka tillit til alla ævi. Einn viðmælandi
benti á að geðsjúkir væru ekki bara
haldnir fordómum gagnvart sjálfum
sér heldur væru miklir fordómar meðal
geðsjúkra og þeir bitnuðu mest á þeim
sem hefðu hvað minnstu færni.
Fordómar viðgengjust því ekki aðeins í
samfélaginu heldur líka innra með
þeim geðsjúku og meðal þeirra. Til
þess að missa ekki vonina um eðlilegt
líf gripu viðmælendur oft til þess ráðs
að halda geðsjúkdómi sínum leyndum
og láta engan vita hvernig þeim leið.
Þeir horfðust ekki í augu við sjúk
dóminn heldur framfylgdu dómi sam
félagsins innra með sér með neikvæðum
athugasemdum um sig sjálfa. Fyrsta og
um leið mikilvægasta skrefið í bata
ferlinu var því að viðkomandi aflétti
eigin fordómum: „Ef maður ætlar að
ná einhverjum bata ... verður maður að
viðurkenna að maður sé veikur.“
Ábyrgð tekin. Allir viðmælendur
tóku ábyrgð til áhrifa á eigin bata. Allt
frá því að taka lyfin reglulega, fylgjast
með aukaverkunum, forðast einangrun,
ofgera sér ekki, verða virkari eða breyta
um aðferðir, takast á við neikvæðar
hugsanir, auka sjálfsþekkingu, sjá til
gang með veikindunum og skipuleggja
framtíð sína með tilliti til einkenna:
„Að missa ekki sko sjónar á að maður
hefur sjúkdóm … mér var farið að líða
ágætlega … ég hreinlega gleymdi að ég er
með geðsjúkdóm, sem ég verð að passa
mig á.“
Margir viðmælenda höfðu sjálfir
fundið leiðir til að halda neikvæðum
hugsunum í skefjum, eins og að halda
sér virkum, einangra sig ekki eða draga
úr áreiti: „Ég geri bara miklu, miklu
minna, ég hérna passa mig á því að fara
ekki út í eitthvað sem gæti sveiflað mér.“
Sumir undirstrikuðu að það dygði
skammt að vera fyrirmyndarsjúklingur
og þegja þunnu hljóði úti í horni, þá
væri ekkert gert: „Þú ert jafnvel útskrif
aður, þú verður að sækja þér hjálp
sjálfur.“
Viðmælendur undirstrikuðu ábyrgð
sína með því að tjá sig í fyrstu persónu,
„ég“ gerði þetta og þetta: „Ég minnkaði
lyfin … ég kom mér út úr hjónabandinu
… ég tók þetta svona í mínar eigin
hendur ... ég fékk einfaldlega nóg af því
að vera að sækja allar mínar óskir um
betri heilsu á einhvern annan en sjálfan
mig.“ Annar viðmælandi var á sömu
línu: „Það gerir enginn eins vel og þú
gerir sjálf, vegna þess að fólk á ekki sömu
Ge rækt ge sjúkra – a ná tökum á lífinu
Einstaklingurinn Hlutverkin
fordómum aflétt raunhæf verkefni sem hafa ingu og gildi
ábyrg tekin tækifæri til a gefa af sér
hafa áhrif
Tími
Veikindi - venjulegt líf - sjálfstraust eykst - vi horfsbreyting Tekur stjórn
stu ningur
fjölskyldu, vina a finna mismunandi kröfur
og samfer amanna réttu lyfin hvetjandi heilbrig isstarfsmenn
Umhverfi Ge lyfin jónustan
a sem er inni í örinni sést illa egar etta er prenta út
SjálFSt auSt eykSt - viðhorFSbreyting
MYND 1