Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Page 18

Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Page 18
18 • IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 allt í einu tekið fulla ábyrgð á sjálfri sér, komið sólarhringnum í rétt far, því nú hefði hún stað þar sem raunhæf verkefni biðu hennar. ‘Guð rún’ fann mikilvægi samferðamanna í bataferlinu þegar hún fékk óvæntan stuðning frá starfsfólki félagsþjónustu í bæjarfélagi hennar. Hennar frásögn var talin marktæk, þau trúðu hennar upp lifun þótt hún væri ‘stimplaður’ geð­ sjúklingur og það hafði eflandi áhrif á batann. Hrós frá samstarfsfólki og yfirmanni á vinnustað hafði bata­ hvetjandi áhrif á þá viðmælendur sem þess höfðu notið: „Viðurkenning fyrir það sem maður var að gera, sem sagt það var tekið eftir því.“ Að mati viðmælenda þurftu þeir félagsskap venjulegs fólks til að þjálfa upp félagslega færni. Samspil við samferðafólkið hafði því úrslitaáhrif. Viðmælendur töluðu um að flest úr­ ræði fyrir geðsjúka í samfélaginu væru sérhönnuð og hentuðu ekki öllum: „Þá tók við langt tímabil þar sem ástand mitt breyttist hvorki til hins betra né hins verra ... ég hafði mjög fá tækifæri til þess að umgangast fólk.“ Geðlyfin Að finna réttu lyfin. Einkenni margra geð sjúkdóma breyta per sónu­ leika, raun veruleika og túlk unar hæfni ein staklingsins. Geðlyf höfðu hjálpað mörg um viðmælendanna, en það gat tekið langan tíma að finna réttu lyfin. Geðlyfin höfðu bæði kosti og galla. Lyf ‘Sigurrósar’ losuðu hana við rang hug­ myndir; nú gat hún allt í einu náð tengslum við fólk. Þráhyggjan hvarf hjá ‘Þór’. Hann gat nú einbeitt sér, en hringsólaði ekki í sömu hugsuninni. Lyf ‘Sigurðar’ létu draugana sem höfðu fylgt honum hverfa. Aukaverkanir geð­ lyfjanna gátu þó orðið erfiðari við fangs en sjúkdómseinkennin því þau fram­ kölluðu annars konar van líðan. ‘Sigur­ rós’ varð sljó, fékk hausverk og skjálfta, og stífnaði upp. ‘Guðrún’ varð stjörf vegna sljóleika, ‘Sigurður’ fékk skjálfta og hjartsláttar­ og meltingartruflanir. ‘Nína’ fitnaði ótæpilega. ‘Samúel’ fannst að of fljótt væri gripið til lyfja, áður en annað væri athugað og prófað: „Hann lét mig fá lyf, það náttúrlega, hann hafði engar forsendur til að greina mig með geðklofa, þetta var bara gríðar­ leg streita, uppsöfnuð gríð ar leg streita sem um var að ræða.“ ‘Þór’ gat lengi vel ekki greint á milli auka verkana lyfjanna og sjúkdóms einkenn anna. Um tíma varð hann m.a. ennþá eirðarlausari. Óþægilegar auka verkanir af lyfjum höfðu neikvæð áhrif á mikilvæg tengsl ‘Jóns’ við með ferðar aðila: „Hef ekki sagt geðlækn inum það, skilurðu, vegna þess að hann myndi nátturulega auðvitað kannski bara hækka lyfjaskammtinn eða eitt hvað.“ Rétt lyf nægðu þó engan veginn ef ekkert var sjálfstraustið og vonin um þátttöku í samfélaginu brostin: „Jú, jú, raddirnar hurfu, ranghugmyndirnar og þetta skilurðu, þetta hvarf allt, þetta var allt læknað, en ég var bara hrak, ég var bara þú veist aumingi.“ Þjónustan Í viðtölunum kom fram mikilvægi þess að bjóða mismunandi úrræði. Engin ein tegund þjónustu var betri en önnur. Engin þjónusta var hreinræktuð sem batahvetjandi eða bataletjandi. Það sem reyndist áhrifaríkast var í þeim fáu tilvikum sem þjónustan var ekki sérhönnuð fyrir geðsjúka heldur gafst tækifæri til að vinna við eðlilegar kring­ umstæður. Viðmælendum þótti þjón­ usta sem miðaði að því auka sjálfstraust og sjálfsvirðingu, og gefa þeim tækifæri til að efla félagslega hæfni og auka lífsleikni, skila bestum árangri. Að mati viðmælenda voru þeir ánægðastir með þjónustuna þegar allir höfðu sama rétt og ákvarðanir voru teknar í samvinnu. Því minni sem sérréttindi starfsfólks voru, þeim mun meiri voru áhrifin á bataferlið. Tengsl við þjónustuaðila þurftu því að vera á jafnréttisgrundvelli og hlutverk jafngild. Mismunandi kröfur. Mismunandi þjónusta hentaði fólki á mismunandi tímaskeiðum í bataferlinu. Það sem skipti máli var að hafa fjölþætta þjón­ ustu sem gerði hæfilegar kröfur til þeirra, kröfur sem þau voru tilbúin að takast á við og trúðu á að skiptu máli. Sum þjónustuform hentuðu betur en önnur á ákveðnum stigum í bataferlinu, en ákveðnir þættir í þjónustunni voru batahvetjandi og aðrir bataletjandi. Þeir sem komu frá letjandi umhverfi yfir í batahvetjandi umhverfi sáu skýrt í hverju munurinn fólst. Áður en þeir höfðu samanburð sáu þeir ekkert athugavert við þjónustuna eða starfs­ mennina; héldu að allt væri eins og það ætti að vera. Séu skoðaðar ýtrustu öfgar í þjónustuaðferðum, er þjónustan ým­ ist byggð á staðalímyndum um geð­ sjúka; að þeir vissu ekki hvað þeim væri fyrir bestu, væru órauntengdir og jafn­ vel að hætta gæti stafað af þeim. Á hinn bóginn væri þjónusta sem byggð ist á því að geðsjúkir tækju ábyrgð og vissu sjálfir hvað þeim væri fyrir bestu. Í veikindum jafnt sem bata virtust viðhorf þjónustuaðila og annars sam­ ferðafólks skipta mestu máli og þótt viðkomandi virtist ekki lesa í þau strax í byrjun þá síuðust þau inn. Bata­ hvetjandi þjónusta skilaði sér ekki endilega strax en gat verið undir­ búningur fyrir síðari ferli batans: „Þar fékk ég jarðveg til að rækta upp einhvern gróður af fræjum sem hafði verið sáð áður.“ Til dæmis gat einn viðmælenda ekki nýtt sér með ferðar úrræði sem honum bauðst, fyrr en hann hafði fengið hlutverk sem skipti hann máli, í öðru þjónustuúrræði:. „Það er viður­ kenningarferlið sem tekur langan tíma og það er að ’safna­í­ sarpinn­ferlið’ sem tekur langan tíma og síðan er eitthvað sem lyftir þér upp þrep, þegar þú nýtir þér allt sem þú ert búinn að safna í sarp­ inn og það kom akkúrat á þessu augna­ bliki þegar ég kynntist ... og hérna fann ofboðslega mikið að það var þörf fyrir mig.“ Áfengismeðferð var góður forði fyrir þá sem hennar höfðu notið í ferlinu. Í þeirri nálgun lærðu þau að taka ábyrgð á sjálfum sér og fengu speglun á viðhorf sín og hegðun. Einn viðmælenda talaði um að hafa lært í áfengismeðferðinni að verða frekur og setja kröfur og það hefði svo nýst honum á geðdeildunum. Sumarlokanir þurfa ekki alltaf að vera slæmar. Fyrir einn þátttakandann skipti það sköpum í bataferlinu: „Ég var fúll í smástund, sko, en sem sagt mér fannst bara komið nóg …var kominn tími á að breyta um aðferð … ég var tilbúinn til þess.“ Hvetjandi heilbrigðisstarfsmenn. Það sem þótti prýða hvetjandi heil­ brigðisstarfsmann var að hann sýndi virðingu, veitti stuðning, hefði trú á getu þeirra og treysti þeim til að stjórna lífinu sínu sjálf – líka á þeim tímabilum sem þau voru mjög veik: „Að geta haft áhrif þótt maður sé veikur, að það sé hlustað á mann og tekið mark á manni ... fá verkefni við hæfi.“ Hvetjandi tengsl við heilbrigðisstarfsmenn þóttu vera trúnaður, traust og gagnkvæm virðing. Einn viðmælenda útskýrði þetta þannig: „Virðing starfsfólks gerir það að verkum að þú ferð að bera virðingu fyrir

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.