Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Page 19
IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 • 19
þeim og svo færð þú virðingu fyrir sjálfum
þér.“ Heil brigðis starfsmenn þurftu
einnig að hafa hæfileika til hjálpa við
mælendum við að halda voninni um
betri tíð: „Grund vallaratriði að ná
tengslum við einhvern og finna það að
viðkomandi vill hjálpa þér og hann eða
hún trúi því að þú eigir eftir að ná þér.“
Samskiptin þurftu líka að gefa rými
fyrir venjulegt um ræðuefni, um
hversdagslega hluti, eins og einn
viðmælenda úrskýrði: „Eðlileg samtöl,
en ekki samtöl sem snúast um sjúkdóminn
og einkennin.“ Starfsmenn þurftu
einnig að hafa úthald og vera tilbúnir
að fylgja þeim yfir lengri tíma. ‘Júlía’
hafði kynnst tveimur starfs mönnum,
með ólíkan fagbakgrunn, sem tengdust
henni í mörg ár eftir útskrift af
geðdeild. Með samskiptum við þá
hafði hún skapað sína eigin eftirfylgd.
Þeir gáfu henni tækifæri til að halda
tengslum og leita til þeirra þegar vandi
steðjaði að og hún þurfti á þeim að
halda. „Þau einhvern veginn hjálpuðu
mér að finna svona nýjan flöt á lífinu
þannig ... ég þurfti að læra svona ákveðna
félagslega færni aftur, sko þau hjálpuðu
mér og voru með mér í því í mörg ár ...
þetta var heilmikið mál að fara að gera
hlutina öðruvísi. “
‘Samúel’ tók dæmi um meðferðaraðila
sem ekki hlustaði á hann og þrýsti of
snemma á hann að fara að vinna vegna
þess að hann var að ná betri tökum á
lífinu: „Það er nefnilega svolítið ein
kenn andi fyrir marga sem vinna í þessu
geðheilbrigðiskerfi að það sé hægt að drífa
þetta fólk til að vera heilbrigt ... ég var
ekki búinn að vinna þarna lengi þegar
það fór að glymja í höfðinu á mér að
keyra hakann í höfuðið á manninum
sem var að vinna við hlið ina á mér.“
‘Samúel’ gat ekki tekið ábyrgð og lét
sig hverfa úr vinnunni, en hans skoðun
var sú að taka yrði meira mark á
geðsjúkum og yfirleitt væru uppákomur
hróp um aðstoð. Hans skoðun var að
geðsjúkir væru yfirleitt einstaklega gott
fólk: „Þá flokka ég gott fólk, fólk sem vill
hjálpa öðrum og vill leggja eitthvað á sig
fyrir aðra.“
Umræða
Geðsjúkir þóttu framan af óáreiðan
legir heimildarmenn í rannsóknum.
Að mati Wahl (1999) var ástæðan
fordómar í þeirra garð. Eigin fordómar
sjúklingsins og almennt fordómar í
garð geðsjúkra eru oft erfiðari viðfangs
en geðsjúkdómurinn sjálfur (Byrne,
2000). Það sama átti við í þessari
rannsókn og í tímamótaverki Goffmans
(1963) um fordóma og niðurrifsáhrif
þeirra á sjálfsmynd fólks. Viðmælendur
hér tóku allir fram að til þess að ná
betri tökum á tilverunni þyrftu þeir að
horfast í augu við eigin fordóma og
vinna með þá til að komst áfram í
bataferlinu. Þrátt fyrir herferðir hér
heima sbr. Geðræktarverkefnið og Þjóð
gegn þunglyndi og herferðir erlendis
með það að markmiði að breyta við
horfi gagnvart geðsjúkdómum, (Byrne,
2001; Crisp, 2000) lifa fordómar enn
góðu lífi. Staða geðsjúkra hefur þó
breyst mikið á síðustu tveimur áratug
um. Þeirra þáttur, sýn og innlegg þykir
nú ómissandi í allri umræðu um
geðheilbrigðismál eins og sjá má í
stefnumótun félagsmálaráðuneytisins
frá 2006 og eins í geðheilbrigðis sátt
málanum sem gerður var af heil
brigðisráðherrum Evrópu í Helsinki
2005 (Félagsmálaráðuneytið, 2006;
World Health Organization, 2005).
Rannsóknir þar sem stuðst er við
frásagnir geðsjúkra hafa dregið fram
hvað það er, t.d. í tengslum manna á
milli, sem skiptir máli í bataferlinu.
Stór hluti þekkingar í geðheilbrigðis
málum hefur verið ósýnilegur vegna
þess að reynsla og skoðanir geðsjúkra
hafa ekki þótt skipta máli. Það hefur
lengi verið viðurkennt að bati eigi sér
stað í félagslegu samhengi. Þessi rann
sókn dregur fram það sem geðsjúkir
hafa sjálfir gert í bataferlinu, og mikil
vægi umhverfisþátta. Það vakti t.d.
athygli á sínum tíma þegar ljóst varð
að geðsjúkir í þróunarlöndum náðu
betri tökum á lífinu en þeir sem bjuggu
í hinum vestrænu ríkjum. Þar væri þó
betri heilbrigðisþjónusta, fleiri sérfræð
ingar og meiri notkun geðlyfja (Warn
er, 1994; Waxler, 1979; World Health
Organization, 1979).
Vinnutengd hlutverk, launuð eða í
sjálfboðavinnu, hafa áhrif á bata
geðsjúkra. Með þátttöku í verkefnum
sem höfðu þýðingu og gildi töluðu
viðmælendur í þessari rannsókn um að
þeir hefðu fengið mikilvæg hlutverk
sem skiluðu sér í því að þeir næðu betri
tökum á lífinu. Með ýmsum verkefnum
sem sköpuðu hlutverk höfðu við
mælendur áhrif á nærumhverfi sitt.
Sérstaklega voru áhrifarík hlutverk sem
fólust annars vegar í að láta gott af sér
leiða og hins vegar að vera fyrirmynd
og geta aðstoðað þá sem styttra voru
komnir í bataferlinu. Erlendar rann
sóknir sem könnuðu þátttöku í atvinnu
eða sjálfboðavinnu (Black og Living,
2004; Borg, 2006; Mead og Copeland,
2000; Mezzina o.fl., 2006a; Prov
encher, Gregg, Mead, og Mueser,
2002; Smith, 2000; Young og Ensling,
1999) sýndu að með verkefnum sem
höfðu þýðingu og gildi öðlaðist líf
hinna geðsjúku aftur tilgang. Með
vinnutengdum verkefnum fengu þeir
einnig tækifæri til að nýta styrkleika
sína og endurvekja fyrri hlutverk eða
öðlast ný. Atvinnuþátttaka og sjálf
boðavinna jók sjálfstraustið og dró úr
einangrun.
Nikelly (2001) og Warner (1994)
bentu á að meiri fylgni væri á milli
atvinnu og efnahagsástands og getu
geðsjúkra til að ná tökum á lífi sínu
heldur en nýjunga í meðferðartækni
eða læknisfræði. Tengsl atvinnuþátt
töku og bata voru sláandi. Aftur á móti
voru engin merkjanleg tengsl m.t.t.
notkun ar geðlyfja. Geðrofslyfin höfðu
ekki breytt neinu um fjölda þeirra sem
náðu sér þegar til lengra tíma var litið.
Niðurstaða Warners (1994) var, þvert
á almenna orðræðu, að það væri ekki
geðlyfjunum að þakka að hægt væri að
útskrifa fólk og ná að aðstoða það betur
í samfélaginu.
Niðurstöður rannsóknar Moncrieff
og Krisch (2005), þar sem könnuð
voru langtímaáhrif þunglyndislyfja,
sýndu að þeim sem fengu geðlyf farn
aðist verr en þeim sem fylgdu leiðum
þar sem þeir gátu sjálfir tekið ábyrgð.
Moncrieff og Krisch (2005) benda á að
viðhorfi til þunglyndislyfja verði að
breyta og skoða beri aðrar íhlutunar
leiðir.
Rannsóknir sem byggja á reynslu
geðsjúkra hafa ekki getað tengt bata
við nein ákveðin meðferðarform eða
nálgun ákveðinna faghópa (Borg og
Topor, 2003; Topor, 2004; Borg og
Kristjansen, 2004). Alls konar með
ferðarúrræði virðast geta komið í veg
fyrir endurinnlagnir eða seinkað þeim,
en ekki fjölgað þeim sem ná bata.
Geðlyf eru engu að síður talin ómiss
andi á Vesturlöndum þegar takast á við
geðsjúkdóma. Í þessari rannsókn hjálp
uðu geðlyfin flestum við að ná tökum
á lífi sínu, þar sem rétt lyf slógu á
sjúkdómseinkenni og komu í veg fyrir
að viðmælendur lokuðust af í sjúk
dómnum. Að finna réttu geðlyfin var