Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Qupperneq 20
20 • IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007
hins vegar oft erfiðleikum bundið.
Aukaverkanir íþyngjandi og þrauta
ganga að rata loks á viðeigandi lyf en
þegar það tókst vógu þau þungt í
bataferlinu. Að mati viðmælenda í
þessari rannsókn dugðu þó geðlyfin
engan veginn ein og sér. Mead og
Copeland (2000) taka í sama streng
þegar þær segja að lyf slái á einkenni,
en lyf sem aðalmeðferð dugi skammt.
Antony (2000) leggur mikla áherslu
á að fólk hafi val um meðferðarúrræði.
Það að eiga val skili meiri árangri en
leiðirnar sem valdar séu. Lyf eru mikil
vægur stuðningur í bataferlinu, en
ofurtrú á lyfin megi hvorki skerða val
möguleika fólks né skerða úrræði sem
bjóði aðra kosti. Antony (2000), sem
skoðaði muninn á hefðbundinni þjón
ustu og þjónustu byggðri á áherslum
geðsjúkra, komst að þeirri niðurstöðu
að hvorki heilbrigðisstarfsfólk né
geðheilbrigðisþjónusta þurfi að vera til
staðar til að ná árangri. Að sömu
niðurstöðu komst Kruger (2000) þegar
hann kannaði hvað yrði um einstakl
inga sem greindust með geðklofa.
Rannsókn sem gerð var í fjórum
löndum, unnin af rannsóknarfólki með
ólíkan bakgrunn, sýndi að bati næst
jafnvel, ef ekki betur, utan geðheil
brigðisþjónustunnar (Davidson, Sells
og Lawless, 2006). Mörgum viðmæl
endum í þessari rannsókn fannst að
bati tengdist því að eiga hlutdeild í
samfélagi og þá án þess að vera skil
greindir sem geðsjúklingar.
Rauði þráðurinn í þessari rannsókn
og öðrum svipuðum er sá að til þess að
öðlast bata skipti framlag þess sem
greindur er með geðsýki aðalmáli, svo
og stuðningur frá umhverfinu (Borg,
1999, 2006; Borg og Topor 2003;
Davidson o.fl., 2005; Jensen, 2004a og
2004b; Mezzina o.fl., 2006a, 2006b;
Smith, 2000; Topor, 2005; Topor o.
fl., 2006; Townsend og Glasser, 2003;
Young og Ensing, 1999). En til þess að
sá sem í vanda á geti axlað ábyrgð þarf
tíma, tækifæri, stuðning og valkost um
nálganir sem viðkomandi hefur trú á
að verði honum að gagni.
Niðurstöður þessarar rannsóknar
sýna að aðferðir til að ná tökum á eigin
lífi eru afar einstaklingsbundnar og
ekkert sérstakt meðferðarform, nálgun
eða fagstétt sló í gegn sem eina rétta
aðferðin. Antony (2000) dró fram að
miðað við niðurstöður notenda rann
sókna sé markmið geðsjúkra að ná sér
á eigin forsendum, ekki endilega að
vera án einkenna eða laus við sjúk
dómsgreiningar. Miðað við rannsókn
Borg og Kristjansen (2004) er hlutverk
fagmanna að breytast frá því að „gera
eitthvað við“ einstaklinginn í það að
styðja viðkomandi í að nálgast drauma
sína og markmið (Adams og Grieder,
2005). Hlutverk fagmanna er einnig
að breytast í það að halda uppi voninni
um betra líf, vera hvetjandi og halda út
á erfiðum tímabilum, í stað þess að
grípa inn í (Borg og Kristjansen, 2004).
Niðurstöður þessarar rannsóknar
undir strika líka mikilvægi batahvetjandi
heilbrigðisstarfsmanna; að þeir sjái við
mælendur sem einstaklinga sem búa
yfir styrkleika, sýni þeim virðingu og
áhuga og trúi á þá (Topor o.fl., 2006).
Notendaþekking er ekki einhver alls
herjarlausn og kollvarpar ekki þeirri
þekkingu sem þegar er til staðar, en
hún varpar ljósi á viðhorf, aðgerðir og
nálganir sem áhrif hafa á bataferlið.
Notendaþekkingu á að líta á sem
mikil vægt innlegg í þekkingargrunn
geðheilbrigðismála og geðheil brigðis
umræðunnar. Ef hins vegar notenda
þekking verður virt þá mun hún breyta
áherslum í menntun heilbrigðis starfs
manna, stefnumörkun og uppbyggingu
þjónustunnar (Mezzina o.fl., 2006b).
Notendarannsóknir sýna að besta
hjálpin felst í íhlutun sem er sniðin út
frá þörfum hvers og eins og í samhengi
við líf viðkomandi og umhverfi (Borg,
2006; Davidson o.fl., 2005; Jensen,
2004a; Sells o.fl., 2006; Smith, 2000;
Topor, 2005; Topor o.fl., 2006; Young
og Ensing, 1999).
Samantekt
Niðurstöður þessarar rannsóknar eru
í takt við erlendar niðurstöður og
undir strika hvað bataferlið er ein
staklingsbundið, bæði hvað varðar tíma
og íhlutun, og að jákvæðir um hverfis
þættir hlúa að batanum. Notenda
rannsóknir sýna fram á mikilvægi þess
að vinna gegn fordómum. Þá er innlegg
hlutaðeigandi mikilvægt og vitneskja
um umhverfi hans og möguleika hans
á að eiga hlutdeild í samfélaginu. Ekki
er hægt að alhæfa út frá eigindlegum
rannsóknum, en niðurstöðurnar gefa
innsýn í þær áherslur sem geðsjúkir
draga fram og ekki má horfa fram hjá.
Þegar heilbrigðisráðherrar Evrópu
skrif uðu undir geðheilbrigðissáttmál
ann í Helsinki 2005, og félagsmálaráðu
neyt ið gerði sína stefnumótun í mál
efnum geðfatlaðra 2006, var jafnframt
verið að lýsa yfir ákveðinni trú á
geðsjúka; að þeir hefðu eitthvað fram
að færa í eigin bataferli, þróun þjón
ustunnar og nýsköpun. Í sátt málanum
er einnig undirstrikað mikil vægi þess
að aðlaga umhverfið þannig að fólk
geti notað eigin styrkleika til að ná
tökum á lífi sínu. Ef þessar áherslur ná
fram að ganga breytist hlutverk fagfólks
og áherslur þjónustunnar. Til að koma
frekar til móts við áherslur geðsjúkra
þarf að stórauka forvarnir og eftirfylgd.
Þrátt fyrir góðan vilja stjórn valda í
geðheilbrigðismálum fer enn stærsti
hluti fjármagnsins í bráða þjónustu og
úrræði á vegum stofnana. Þessu þarf að
breyta ef mark á að taka á geðsjúkum
sem hafa misst tökin á tilverunni og
náð stjórninni aftur.
Þakkarorð
Sérstakar þakkir fær dr. Rannveig
Traustadóttir fyrir hugmynd að rann
sóknarefni og fyrir að opna augu mín
fyrir eigindlegum rannsóknum og allir
sem tóku þátt í rannsókninni og deildu
reynslu sinni. Án þeirra hefði þessi
rannsókn aldrei orðið að veruleika. Þá
vil ég þakka brautryðjendum í bata
rannsóknum á Norðurlöndunum, dr.
Marit Borg og dr. Alain Topor, fyrir
þá rausnarlegu hlutdeild sem þau hafa
veitt mér af tíma sínum, einlægan
stuðning og hvatningu. Þeim iðju
þjálfa nemum sem áður hafa verið
nefndir vil ég þakka fyrir þeirra fram
lag. Eygló Yngvadóttur og Guð rúnu
Kr. Guðfinnsdóttur vil ég þakka sér
staklega fyrir yfirlestur og gagnlegar
athugasemdir.
Þessi grein er ritrýnd.
Heimildir
Adams, N. og Grieder, D. M. (2005). Treatment
planning for PersonCentred Care. The road to
Mental Health and Addiction Reco very. California:
Elsevier Aca demic Press.
Anna Kristrún Sigurpálsdóttir og Harpa Guð munds
dóttir (2003). Áhrifa valdar á bata geðsjúkra –
eigindleg rannsókn á upplifun geð sjúkra af eigin
bataferli. Lokaverkefni á iðjuþjálfunarbraut í heil
brigðis deild við Háskólann á Akureyri.
Anthony, W. (1993). Recovery from mental ill ness:
The guiding vision of the mental health service
system in the 1990s. Psychosocial Rehabilitation
Journal, 16, 1123.
Anthony, W. (2000). A recoveryoriented service
system: Setting some system level standards.
Psychiatric Rehabilitation Journal, 24, 159168.
Baker, S. og Strong, S. (2001). Roads to recovery: How
people with mental health problems recover and find
ways of coping. Óbirt efni. Mind: The Mental
Health Charty.