Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Qupperneq 38
38 • IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) gaf út skýrslu árið 1998 þar sem
offitu er lýst sem heimsfaraldri og erum
við Íslendingar þar ekki undan skildir
(vitnað til í Hólmfríður Þorgeirs dóttir,
Laufey Steingrímsdóttir, Örn Ólafsson
og Vilmundur Guðna son, 2001). Um
60% fullorðinna Íslend inga eru nú of
þung og rúmlega 20% eru offeit (Ludvig
Árni Guð mundsson, 2004).
Offita hefur ýmsar alvarlegar afleið
ingar í för með sér og í bæklingi um
hjáveituaðgerðir á maga er gerð grein
fyrir þeim helstu. Þar segir meðal annars
að helmingi meiri líkur séu á því að þeir
sem eru offeitir deyi fyrir aldur fram
miðað við þá sem eru í kjörþyngd. Hætta
á hjarta og æða sjúkdómum, stoð kerfis
verkjum og slit gigt er tvö til fjórfalt
meiri. Hætta á sykursýki og kæfisvefni
tugfaldast og aukin hætta er á að fá ýms
ar tegundir krabbameins. Offita dreg ur
úr frjósemi og meðganga og fæðing felur
í sér meiri áhættu bæði fyrir móður og
barn. Að auki eru meiri líkur á andlegri
vanlíðan eins og þung lyndi og kvíða. Vel
þekkt er að einstakl ingar sem glíma við
offitu einangrist félagslega, upplifi
vanmeta kennd og verði fyrir fordómum
(Björn G. Leifs son, Hjörtur Gíslason,
Ludvig Guð munds son, Svava Engilberts
dóttir og Halldór R. Lárusson, 2005).
Frá haustinu 2005 hefur verið boðið
upp á endurhæfingu á Kristnesspítala
fyrir fólk sem á við offituvanda að stríða.
Lengri hefð er fyrir þjónustu við þennan
hóp á Reykjalundi og var horft til
starfseminnar þar þegar verið var að
skipu leggja form og innihald með ferð
arinnar á Kristnesi.
Áður en einstaklingur byrjar í með
ferðinni er hann boðaður í viðtal og mat
til iðjuþjálfa, læknis og sjúkra þjálfara.
Um hópmeðferð er að ræða og er miðað
við að það séu 78 einstakl ingar í hverj
um hópi, bæði konur og karlar. Vegna
þess að mun fleiri konum er vísað í
meðferðina hafa þó stundum verið hóp
ar með konum eingöngu.
Þeir einstaklingar sem búa á Akureyri
og þar í kring koma á Kristnes sem dag
deildarsjúklingar, þ.e. mæta að morgni
til og fara heim að degi lokn um. Þeir
sem búa lengra í burtu eru aftur á móti
inniliggjandi eða er útveg að húsnæði á
Kristnesi. Ástæða þessa fyrirkomulags er
sú að fólk lærir að yfirfæra það sem það
tileinkar sér á Kristnesi jafnóðum yfir í
sitt daglega líf.
Uppbygging meðferðarinnar er þann
ig að hópurinn kemur fyrst alla virka
daga í fimm vikur. Að mánuði liðnum
frá útskrift er hópurinn boð aður í stutta
endurkomu, þ.e. á fund þar sem farið er
yfir stöðu mála, veittur stuðningur og
hvatning. Um tveimur mánuðum síðar
er svo endurkoma en þá kemur hópurinn
og er í fimm daga. Endurkoman er með
svipuðu sniði og vikurnar fimm í byrjun.
Í framhaldi af þessu er svo hópurinn
boðaður í stutta endurkomu á þriggja
mánaða fresti í þrjú ár.
Fræðsla er stór þáttur í meðferðinni og
koma ýmsir aðilar að henni. Iðjuþjálfi
fjallar um ýmislegt sem lýtur að lífs
stílsbreytingum eins og jafnvægi í dag
legu lífi, streitu, tímastjórnun og slökun.
Sjúkraþjálfari sér um fræðslu um hreyf
ingu, líkamsvitund, líkams beitingu og
skipulag þjálfunar. Læknir veitir fræðslu
um áhættuþætti ofþyngdar/offitu, hlut
verk líkamsfitu, fjallar um svefn og
svefnleysi og ræðir um með ferðar mögu
leika. Fræðsla um mat, matar æði og
næringu er mest í höndum matartæknis
en næringarráðgjafi hittir hópinn einu
sinni og veitir fræðslu. Sálfræðingur
hittir hópinn tvisvar sinn um og hjúkrun
arfræðingur veitir fræðslu um umhirðu
húðarinnar og þvag leka.
Fjölbreytt hreyfing skipar stóran sess.
Um er að ræða þjálfun á þrekhjólum,
gönguferðir, vatnsleikfimi og styrktar
þjálfun sem fer fram bæði á Kristnesi og
á líkamsræktarstöðvum á Akureyri.
Einnig er farið í matvöruverslanir og er
tilgangur þeirra ferða m.a. sá að skjól
stæðingar æfi sig í að lesa innihaldslýsingar
Meðferð vegna offitu á
endurhæfingardeild Kristnesspítala
Mánudagur ri judagur Mi vikudagur Fimmtudagur Föstudagur
08:40-09:00 Her aleikfimi
09:00-09:30
09:30-10:00
Félagsfærni
10:00-10:30
Tímastjórnun
10:30-11:00
Hjóla jálfun Hjóla jálfun
Göngufer
Markmi sfundur
11:00-11:30 Slökun Slökun Slökun
11:30-12:00
Hjóla jálfun
12:00-12:30
12:30-13:00
Matur/
Matse ill fyrir Kristnes Bú arfer
Matur/
Handverk/vax og hiti
Vigtun
Matur/
Handverk/vax og hiti Styrktar jálfun
13:00-13:30 Göngufer Göngufer
13:30-14:00
jálfun á Akureyri Vatnsleikfimi
14:00-14:30
Fræ sla-matartæknir
Kaffi
Hreyfing og
áhættu ættir
14:30-15:00 Kaffi
14:15
Hlutverk líkamsfitu
15:00-15:30
Vatnsleikfimi
Kaffi
■ Petrea Guðný Sigurðardóttir
Iðjuþjálfi á endurhæfingardeild
Sjúkrahússins á Akureyri