Skólavarðan - 01.08.2006, Qupperneq 12

Skólavarðan - 01.08.2006, Qupperneq 12
12 SKÓLAVARÐAN 5.TBL. 6. ÁRG. 2006 að nemendur geti heyrt það sem fer fram í kennslurými. Höfundi er heldur ekki kunnugt um að til séu sérstök hávaðavarnaviðmið fyrir börn. Þeirra er þörf þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að börn eru mun viðkvæmari fyrir hávaða og endurómun en fullorðnir. Ef ekki er hægt að draga úr hávaða niður í það sem lög gera ráð fyrir að eigi að vera til þess að samtal og einbeiting geti átt sér stað, þ.e. um 50 dB (A) (8 gr. II kafli Stjórnartíðindi B 500/1994), þá hlýtur magnarakerfi að vera lausnin. Rannsóknir hafa sýnt að magnarakerfi hlífir rödd kennara (Roy o.fl. 2002, Valdís I. Jónsdóttir, 2003), nemendur heyra mun betur til kennara síns, einbeiting þeirra eykst og agavandamál minnka (Palmer 1998, Sapienza, 1999, Valdís I Jónsdóttir, 2003). Hins vegar ef hljómburður er ekki góður þá gæti magnarakerfi gert meira ógagn en gagn, það myndi auka við bergmál. Valdís I. Jónsdóttir Höfundur er heyrnar- og talmeinafræðingur. Heimildir. 1) BACH, E., et al., Skolar och daghem i Norden, inomhusmiljö samt gällande regler. Rapport 1994, 7. Arbetarskyddsstyrelsen, Solna, 1994, 8. 2) Roy N, Weinrich B, Gray SD, Tanner K, Toledo AW, Dove H, Corbin-Lewis K, Stemple JC. Voice amplification versus vocal hygiene instruction for teachers with voice disorders: A treatment outcomes study. Journal of Speech, Language and Hearing Research, 2002; 45: 626-638. 3) Palmer CV. Quantification of the ecobehavioral impact. Language and Hearing Research, 1998; 41: 819-833. 4) Sapienza CM, Crandell C, Curtis B. Effects of sound-field frequency modulation amplification on reducing teachers’ sound pressure level in the classroom. Journal of Voice, 1999; 13: 3: 375-381. 5) Valdís I. Jónsdóttir. The Voice an Occupational Tool. A study of Teacher´s Classroom Speech and the Effects of Amplification. University of Tampere 2003. Kristín Arnardóttir deildarstjóri yngri deildar í Öskjuhlíðarskóla er um það bil að fara að gefa út námsefnið „Ég get lesið“. Hún fer ótroðnar slóðir í lestrarkennslu nemenda sinna og notar hlutbundnar aðferðir sem minna meira á hugmyndir sem hafa rutt sér til rúms í stærðfræði undanfarið en lestrarkennslu. Eftir að hafa flett í gegnum handritið á skrifstofunni hjá Kristínu er niðurstaðan þessi: Hér eru á ferðinni námsgögn sem eiga vafalítið eftir að slá í gegn. Þau nýtast foreldrum, leikskólakennurum, kennurum yngri barna í grunnskóla, sérkennurum og í lestrarkennslu nýbúa. „Þetta er hugsað eins og uppskriftabók,“ segir Kristín. „Ég sankaði að mér mat- reiðslubókum þegar ég var að byrja og mótaði uppsetninguna eftir þeim. Þetta eru ýmist hugmyndir frá mér komnar eða samkennurum mínum. Líkt og með mataruppskriftir hafa þær gengið frá einum til annars og tekið smávægilegum breytingum í hverju eldhúsi.“ Um tildrög bókarinnar segir Kristín að nokkrir kennarar í skólanum hafi fengið styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla til að skrásetja lestrarkennsluhugmyndir á aðgengilegan hátt. „Þetta þróaðist svo þannig að ég tók verkefnið alfarið að mér og fljótlega kviknaði hugmynd að handbók,“ segir Kristín. „Ég hef farið í þetta í törnum, ég bý nálægt skólanum og hef skotist nokkrar helgar ásamt með því að vinna þetta í sumar. Eftir vinnuhelgi er ég alltaf komin á svo gott skrið að ég get notað stopular stundir sem gefast yfir vikuna. Ljósritað fram í rauðan dauðann Þetta er semsagt handbók fyrir kennara og foreldra sem vilja hjálpa börnum fyrstu skrefin. Námsefnið byggist á alls konar æfingum með ýmiss konar smáhluti, litlar myndir og stafaspjöld. Þetta er í rauninni skref frá því að vera með fjölrituð verkefni og námsbækur eingöngu. Aðferðin nýtist mér vel og ég hef getað notað sama myndasafnið mitt aftur og aftur í gegnum allt lestrarkennsluferlið. Það er orðið eldgamalt og lúið og samanstendur af litlum myndum sem ég hef safnað saman. Allt lestrarkennsluferlið, án þess að þurfa nokkurn tímann að ljósrita. Mér hefur runnið til rifja að sjá unga kennara sitja baki brotnu og búa til bingó og hvaðeina sem nýtist svo bara í eitt skipti. Hér í húsinu er til gríðarlega mikill verkefnabanki og fólk kemur í pílagrímsferðir alls staðar að til að komast í hann og ljósrita. Það ljósritar fram í rauðan dauðann einhver verkefni sem kannski á að setja á eitt strik Óhefðbundið námsefni sem fylgir börnum fyrstu skrefin í lestrarnámi Engin venjuleg heimili geta geymt til lengdar möppur fullar af ljósritum sem börnin koma með heim úr skólanum. Margnota verkefni eru því umhverfisvænn og góður kostur. ÉG GET LESIÐ Kristín Arnardóttir með stafabangsana HÁVAÐI Í LEIKSKÓLUM, ÉG GET LESIÐ

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.